Auka þarf trjárækt innan borgarmarkanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 13:06 Skipuleggja þarf græn svæði í borginni betur samkvæmt borgarhönnuði. Vísir Reykjavíkurborg stendur fyrir málþingi á morgun um lofslagsmál og er það liður úr fundarröðinni Liggur lífið á. Borgarhönnuður segir að auka þurfi skógrækt innan borgarinnar. Á fundinum eru rædd tengsl náttúruverndar og loftslagsmála. Hvað náttúrulausnir séu og hverju máli þær skipta og þá hvernig borgir geta verið náttúruvænni. Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður tekur þátt í umræðum. „Nú, við ætlum að skoða sérstaklega þessa náttúrulegu ferla sem við getum notað til að snúa við þessari þróun sem hefur orðið af mannavöldum meðal annars, en þarna taka til máls Snorri Sigurðsson, líffræðingur og Íris Þórarinsdóttir sem er verkfræðingur hjá Veitum og Veitur hafa einmitt verið að vinna að því að koma með blágrænar ofvatnslausnir sem er einmitt aðferð til að nota líffræðilega ferla til að hreinsa ofvatn af götum.“ Gísli segir að binda kolefni betur með skógrækt sé einn af þessum líffræðilegu ferlum sem nota þarf og að náttúran sé svarið við okkar vanda. „Í raun og veru fjallar þessi fundur um það hvernig við getum komið náttúrunni aftur inn í borgina að sem mestu leiti.“ Gísli segir að farið hafi verið að vissu leyti gegn þessu með fækkun grænna svæða í borginni „Að vissu leyti en á móti erum við kannski að spara land í upplandinu sem við þyrftum annars að brjóta undir nýja byggð. Ég held að þetta þurfi að vera í jafnvægi og mjög mikilvægt að þau svæði sem eftir verða við þéttingu byggðar séu í góðum gæðum og það sé vandað vel til verka og það sé sett svolítið fjármagn í að þau séu vel úr garði gerð því að mörg grænu svæðin okkar eru í rauninni bara eins og hús sem á eftir að innrétta, það þarf að setja marga fleiri innviði í garðana okkar til þess að þeir geti notið sín betur og verið áhugaverðari.“ Sagði Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður. Fundur Reykjavíkurborgar um loftslagsmál verður haldinn á Kjarvalsstöðum klukkan átta annað kvöld. Loftslagsmál Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Reykjavíkurborg stendur fyrir málþingi á morgun um lofslagsmál og er það liður úr fundarröðinni Liggur lífið á. Borgarhönnuður segir að auka þurfi skógrækt innan borgarinnar. Á fundinum eru rædd tengsl náttúruverndar og loftslagsmála. Hvað náttúrulausnir séu og hverju máli þær skipta og þá hvernig borgir geta verið náttúruvænni. Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður tekur þátt í umræðum. „Nú, við ætlum að skoða sérstaklega þessa náttúrulegu ferla sem við getum notað til að snúa við þessari þróun sem hefur orðið af mannavöldum meðal annars, en þarna taka til máls Snorri Sigurðsson, líffræðingur og Íris Þórarinsdóttir sem er verkfræðingur hjá Veitum og Veitur hafa einmitt verið að vinna að því að koma með blágrænar ofvatnslausnir sem er einmitt aðferð til að nota líffræðilega ferla til að hreinsa ofvatn af götum.“ Gísli segir að binda kolefni betur með skógrækt sé einn af þessum líffræðilegu ferlum sem nota þarf og að náttúran sé svarið við okkar vanda. „Í raun og veru fjallar þessi fundur um það hvernig við getum komið náttúrunni aftur inn í borgina að sem mestu leiti.“ Gísli segir að farið hafi verið að vissu leyti gegn þessu með fækkun grænna svæða í borginni „Að vissu leyti en á móti erum við kannski að spara land í upplandinu sem við þyrftum annars að brjóta undir nýja byggð. Ég held að þetta þurfi að vera í jafnvægi og mjög mikilvægt að þau svæði sem eftir verða við þéttingu byggðar séu í góðum gæðum og það sé vandað vel til verka og það sé sett svolítið fjármagn í að þau séu vel úr garði gerð því að mörg grænu svæðin okkar eru í rauninni bara eins og hús sem á eftir að innrétta, það þarf að setja marga fleiri innviði í garðana okkar til þess að þeir geti notið sín betur og verið áhugaverðari.“ Sagði Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður. Fundur Reykjavíkurborgar um loftslagsmál verður haldinn á Kjarvalsstöðum klukkan átta annað kvöld.
Loftslagsmál Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira