„Skrítið að fólki finnist ÍR ekki gott lið miðað við mannskapinn" Arnar Helgi Magnússon skrifar 20. apríl 2019 19:04 Patrekur Jóhannesson þjálfar Selfoss vísir/vilhelm Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var hæstánægður með sigur sinna manna gegn ÍR í úrslitakeppni Olísdeildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 27-26 sigri Selfyssinga eftir æsilegar lokamínútur. „Þetta var allt eins og það á að vera, eins og úrslitakeppnin á að vera. Við byrjuðum okkar aggresívu vörn, það gekk ekki nægilega vel og við áttum í erfiðleikum með Bjögga. Við fórum ekki nægilega vel út í hann. Síðan breytum við í 5+1 vörn og leiðum með tveimur mörkum í hálfleik. Ég var ánægður með þá breytingu,“ sagði Patrekur. Hann var ánægður með Sölva í markinu. Sölvi varði níu skot og var með 27 prósenta markvörslu. „Sölvi var mjög góður allan leikinn, ég var ánægður með hann. ÍR-ingarnir eru fanta góðir og reynslu mikið lið. Ég er mjög ánægður að hafa klárað þetta.“ Patti segist ekki skilja afhverju umræðan um ÍR sé eins og þeir séu með lélegt lið. „Mér finnst mjög skrítið að fólki finnist ÍR ekki góðir miðað við mannskapinn sem að þeir hafa. Nielsen í markinu, frábær. Sturla búinn að vera í landsliðinu og það vita allir hvað Bjöggi Hólmgeirs getur. Svenni í unglingalandsliðinu og línumennirnir frábærir. Maður getur nefnt allar stöður.” „Það er eðlilegt að þeir hafi trú á sjálfum sér. Ég ætla að greina leikinn núna og sjá hvort að við getum gert eitthvað betur. Við skulum bara sjá hvað gerist á mánudag, við forum þangað til þess að vinna.“ ÍR-ingar fengu dauðafæri til þess að jafna metin undir lok leiksins en boltinn fór framhjá. Patti var sáttur við það að sleppa við framlenginguna. „Já ég held að allir þjálfarar vilji frekar vinna með einu en að fara í framlengingu. Nú keyri ég yfir heiðina og síðan ætla ég að klippa þennan leik og sjá hvort að það séu atriði sem að við getum gert betur. Við hittumst síðan í hádeginu á morgun og tökum æfingu,“ sagði Patti að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 27-26 │Selfoss tók forystuna eftir spennutrylli Selfoss vann fyrsta leikinn gegn ÍR í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla eftir hádramatískar lokamínútur í Hleðsluhöllinni í Iðu 20. apríl 2019 19:45 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var hæstánægður með sigur sinna manna gegn ÍR í úrslitakeppni Olísdeildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 27-26 sigri Selfyssinga eftir æsilegar lokamínútur. „Þetta var allt eins og það á að vera, eins og úrslitakeppnin á að vera. Við byrjuðum okkar aggresívu vörn, það gekk ekki nægilega vel og við áttum í erfiðleikum með Bjögga. Við fórum ekki nægilega vel út í hann. Síðan breytum við í 5+1 vörn og leiðum með tveimur mörkum í hálfleik. Ég var ánægður með þá breytingu,“ sagði Patrekur. Hann var ánægður með Sölva í markinu. Sölvi varði níu skot og var með 27 prósenta markvörslu. „Sölvi var mjög góður allan leikinn, ég var ánægður með hann. ÍR-ingarnir eru fanta góðir og reynslu mikið lið. Ég er mjög ánægður að hafa klárað þetta.“ Patti segist ekki skilja afhverju umræðan um ÍR sé eins og þeir séu með lélegt lið. „Mér finnst mjög skrítið að fólki finnist ÍR ekki góðir miðað við mannskapinn sem að þeir hafa. Nielsen í markinu, frábær. Sturla búinn að vera í landsliðinu og það vita allir hvað Bjöggi Hólmgeirs getur. Svenni í unglingalandsliðinu og línumennirnir frábærir. Maður getur nefnt allar stöður.” „Það er eðlilegt að þeir hafi trú á sjálfum sér. Ég ætla að greina leikinn núna og sjá hvort að við getum gert eitthvað betur. Við skulum bara sjá hvað gerist á mánudag, við forum þangað til þess að vinna.“ ÍR-ingar fengu dauðafæri til þess að jafna metin undir lok leiksins en boltinn fór framhjá. Patti var sáttur við það að sleppa við framlenginguna. „Já ég held að allir þjálfarar vilji frekar vinna með einu en að fara í framlengingu. Nú keyri ég yfir heiðina og síðan ætla ég að klippa þennan leik og sjá hvort að það séu atriði sem að við getum gert betur. Við hittumst síðan í hádeginu á morgun og tökum æfingu,“ sagði Patti að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 27-26 │Selfoss tók forystuna eftir spennutrylli Selfoss vann fyrsta leikinn gegn ÍR í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla eftir hádramatískar lokamínútur í Hleðsluhöllinni í Iðu 20. apríl 2019 19:45 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍR 27-26 │Selfoss tók forystuna eftir spennutrylli Selfoss vann fyrsta leikinn gegn ÍR í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla eftir hádramatískar lokamínútur í Hleðsluhöllinni í Iðu 20. apríl 2019 19:45