Bandaríski fjárfestingasjóðurinn búinn að eignast stóran hlut í Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 10:49 Icelandair Group hefur að undanförnu verið að vinna úr talsverðum taprekstri. Vísir/Vilhelm Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar þar sem tilkynnt er um breytingu á verulegum hluta atkvæðisréttar. Í byrjun apríl var tilkynnt að fjárfestingasjóðurinn, sem rekinn er í Boston, hafði gert bindandi samkomulag um kaup á 625 milljónum nýrra hluta í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna. Kaupin voru háð samþykki hluthafafundar sem samþykkti þann 24. apríl að veita stjórn félagsins heimild til að þess að gefa út nýtt hlutafé vegna samkomulagsins við bandaríska fjárfestingasjóðinn. Eftir kaupin á PAR Capital Management alls 675 milljónir hluta í Icelandair Group, eða 12,42 prósent hlutafjár félagsins. PAR Investment Partners, sjóður á vegum PAR Capital heldur utan um eignarhlutinn í Icelandair Group.United Airlines er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna.Vísir/GettyÞegar kaupin voru kynnt sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að koma bandaríska sjóðsins væri mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair. Mikil reynsla og þekking væri að koma inn í hluthafahópinn með kaupunum.Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Icelandair Group tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hefur félagið leitað margvíslegra leiða til þess að snúa við taprekstrinum, meðal annars með því að selja stóran hlut í Icelandair Hotels, en talið er að viðræður um kaup malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation á hótelkeðjunni séu á lokametrunum. Eigandi sjóðsins er hinn litríki eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, Vincent Tan. Það sem af er degi hafa hlutabréf Icelandair hækkað um 4,4 prósent og standa þau nú í 9,75. Samkvæmt samkomulaginu við PAR Capital voru kaup félagsins á hlutafé í Icelandair Group gerð á genginu 9,03 á hlut. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30 Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar þar sem tilkynnt er um breytingu á verulegum hluta atkvæðisréttar. Í byrjun apríl var tilkynnt að fjárfestingasjóðurinn, sem rekinn er í Boston, hafði gert bindandi samkomulag um kaup á 625 milljónum nýrra hluta í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna. Kaupin voru háð samþykki hluthafafundar sem samþykkti þann 24. apríl að veita stjórn félagsins heimild til að þess að gefa út nýtt hlutafé vegna samkomulagsins við bandaríska fjárfestingasjóðinn. Eftir kaupin á PAR Capital Management alls 675 milljónir hluta í Icelandair Group, eða 12,42 prósent hlutafjár félagsins. PAR Investment Partners, sjóður á vegum PAR Capital heldur utan um eignarhlutinn í Icelandair Group.United Airlines er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna.Vísir/GettyÞegar kaupin voru kynnt sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að koma bandaríska sjóðsins væri mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair. Mikil reynsla og þekking væri að koma inn í hluthafahópinn með kaupunum.Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Icelandair Group tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hefur félagið leitað margvíslegra leiða til þess að snúa við taprekstrinum, meðal annars með því að selja stóran hlut í Icelandair Hotels, en talið er að viðræður um kaup malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation á hótelkeðjunni séu á lokametrunum. Eigandi sjóðsins er hinn litríki eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, Vincent Tan. Það sem af er degi hafa hlutabréf Icelandair hækkað um 4,4 prósent og standa þau nú í 9,75. Samkvæmt samkomulaginu við PAR Capital voru kaup félagsins á hlutafé í Icelandair Group gerð á genginu 9,03 á hlut.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30 Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Sjá meira
Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30
Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19
Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00