Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Hörður Ægisson skrifar 8. maí 2019 07:15 Áætlaðar tekjur HS Veitna á þessu ári eru rúmlega 7,4 milljarðar. króna Tæplega 42 prósenta hlutur í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, hefur verið settur í opið söluferli. Á meðal þeirra fjárfesta sem hyggjast selja eignarhlut sinn eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin (TM) en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum í félaginu. Samtals er því um að ræða nærri fimmtán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en fyrirtækið, sem er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófst söluferlið formlega í lok síðustu viku en það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með ferlinu. Aðrir hluthafar HS Veitna eru sveitarfélögin Reykjanesbær, sem er stærsti eigandinn með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær, sem á 15,4 prósenta hlut, og þá fer Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Í árslok 2018 var tæplega 16 prósenta eignarhlutur TM í HSV eignarhaldsfélagi, en hluturinn er ein stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins, metinn á nærri 1.100 milljónir króna í bókum félagsins. Miðað við það verðmat er markaðsvirði HS Veitna því samtals í kringum 20 milljarðar króna. Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna. Árlegur tekjuvöxtur fyrirtækisins á undanförnum fimm árum hefur að meðaltali verið rúmlega sjö prósent. Þá hefur vöxtur í EBITDA-hagnaði yfir sama tímabil verið um 10,6 prósent að meðaltali á ári og sem hlutfall af tekjum hefur EBITDA aukist úr 33 prósentum í 39 prósent. Hreinar vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins námu rúmlega 9,2 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44 prósent. HSV eignarhaldsfélag kom fyrst inn í hluthafahóp HS Veitna árið 2014 þegar hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, sem var leiddur af fjárfestingafélaginu Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, keypti rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir samtals 3.140 milljónir króna. Stærstu hluthafar HSV eignarhaldsfélags eru Gildi lífeyrissjóður, TM, Akur fjárfestingar, Ursus, Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Tæplega 42 prósenta hlutur í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, hefur verið settur í opið söluferli. Á meðal þeirra fjárfesta sem hyggjast selja eignarhlut sinn eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin (TM) en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum í félaginu. Samtals er því um að ræða nærri fimmtán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en fyrirtækið, sem er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófst söluferlið formlega í lok síðustu viku en það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með ferlinu. Aðrir hluthafar HS Veitna eru sveitarfélögin Reykjanesbær, sem er stærsti eigandinn með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær, sem á 15,4 prósenta hlut, og þá fer Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Í árslok 2018 var tæplega 16 prósenta eignarhlutur TM í HSV eignarhaldsfélagi, en hluturinn er ein stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins, metinn á nærri 1.100 milljónir króna í bókum félagsins. Miðað við það verðmat er markaðsvirði HS Veitna því samtals í kringum 20 milljarðar króna. Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna. Árlegur tekjuvöxtur fyrirtækisins á undanförnum fimm árum hefur að meðaltali verið rúmlega sjö prósent. Þá hefur vöxtur í EBITDA-hagnaði yfir sama tímabil verið um 10,6 prósent að meðaltali á ári og sem hlutfall af tekjum hefur EBITDA aukist úr 33 prósentum í 39 prósent. Hreinar vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins námu rúmlega 9,2 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44 prósent. HSV eignarhaldsfélag kom fyrst inn í hluthafahóp HS Veitna árið 2014 þegar hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, sem var leiddur af fjárfestingafélaginu Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, keypti rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir samtals 3.140 milljónir króna. Stærstu hluthafar HSV eignarhaldsfélags eru Gildi lífeyrissjóður, TM, Akur fjárfestingar, Ursus, Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira