Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2019 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. McGahn lýsti því yfir í dag og vísaði hann í skipun frá Hvíta húsinu um að hann ætti ekki að verða við fundarboðum þingmanna Demókrataflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þingnefnd sem rannsakar ásakanir um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, hafði boðað McGahn á fund sinn og sömuleiðis gert honum að afhenda skjöl frá starfstíma hans í Hvíta húsinu. Samkvæmt Politico var búist við því að honum myndu berast stefnur í dag.„Nefndin ætlar að þvinga McGahn til að afhenda skjöl sem framkvæmdavaldið hefur skipað honum að afhenda ekki,“ skrifaði William Burck, lögmaður McGahn, í bréf til nefndarinnar í dag. Hann sagði að vegna andstæðra krafa tveggja valdsviða yfirvalda Bandaríkjanna, myndi McGahn ekkert aðhafast fyrr en forsetaembættið og þingið hafi komist að samkomulagi. Fyrirskipun Hvíta hússins er sögð snúast eingöngu að skjölum og mun ekki koma í veg fyrir að McGahn svari spurningum þingmanna þann 21. maí, eins til stendur, samkvæmt heimildum Politico. Trump hefur þó lýst því yfir að hann vilji ekki að McGahn svari spurningum þingmanna.Hvíta húsið verst með kjafti og klómBlaðamenn Washington Post segja nefndinni einnig hafa borist bréf frá Pat A. Cipollone, núverandi yfirlögfræðingi Hvíta hússins, þar sem hann segir McGahn ekki eiga rétt á því að afhenda umrædd skjöl. Einungis Hvíta húsið geti það og því þurfi nefndin að krefjast skjalanna af Hvíta húsinu.Cipollone gefur þó sterklega í skyn að Hvíta húsið myndi ekki afhenda skjölin. Starfsmenn Trump vinna nú hörðum höndum að því að hægja á hinum ýmsu rannsóknum þingmanna Demókrataflokksins gagnvart Trump. „Hvíta húsið afhenti McGahn gögnin vegna samstarfs hans við rannsókn sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins og þá með þeim skilningi að forsetaembættið hafi áfram umsjón með gögnunum,“ segir í bréfi Cipollone, samkvæmt Washington Post. Þá sagði hann umrædd skjöl hljóta verndar vegna stjórnarskrár Bandaríkjanna og því þyrfti framkvæmdavaldið ekki að afhenda þau. McGahn var mikilvægt vitni í rannsókn Robert Mueller, Rússarannsókninni svokölluðu, og lýsti hann tilvikum þar sem Trump skipaði honum að reka Mueller úr starfi sínu og binda enda á rannsóknina.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsókninaMitch McConnell, leiðtogir Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, tjáði sig um Rússarannsóknina í dag og sagði að málinu ætti nú að vera lokið. Niðurstöðurnar væru komnar í hús. Hann gerði lítið úr fólki sem batt vonir við að rannsókn Mueller myndi finna samsæri á milli framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og sagði að svo hefði greinilega ekki verið.Sjá einnig: Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpumMcConnell gerði einnig lítið úr Demókrötum og sagði þá ganga í gegnum sorgarferli vegna málsins. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sagði McConnel hafa reynt að framkvæma ótrúlegan hvítþvott á niðurstöðum Mueller og stöðu mála. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Lögmaður Bandaríkjaforseta hefur afplánun fangelsisdóms Áður en hann hélt í fangelsi hét Michael Cohen því að ýmislegt væri enn ósagt um málefni Trump forseta og sagðist hlakka til að segja allan sannleikann um þau. 6. maí 2019 15:06 Þingforsetinn sakar Barr um lygar Nancy Pelosi sakaði í dag dómsmálaráðherrann William Barr um að ljúga að bandarískum þingheimi. 2. maí 2019 20:04 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. McGahn lýsti því yfir í dag og vísaði hann í skipun frá Hvíta húsinu um að hann ætti ekki að verða við fundarboðum þingmanna Demókrataflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þingnefnd sem rannsakar ásakanir um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, hafði boðað McGahn á fund sinn og sömuleiðis gert honum að afhenda skjöl frá starfstíma hans í Hvíta húsinu. Samkvæmt Politico var búist við því að honum myndu berast stefnur í dag.„Nefndin ætlar að þvinga McGahn til að afhenda skjöl sem framkvæmdavaldið hefur skipað honum að afhenda ekki,“ skrifaði William Burck, lögmaður McGahn, í bréf til nefndarinnar í dag. Hann sagði að vegna andstæðra krafa tveggja valdsviða yfirvalda Bandaríkjanna, myndi McGahn ekkert aðhafast fyrr en forsetaembættið og þingið hafi komist að samkomulagi. Fyrirskipun Hvíta hússins er sögð snúast eingöngu að skjölum og mun ekki koma í veg fyrir að McGahn svari spurningum þingmanna þann 21. maí, eins til stendur, samkvæmt heimildum Politico. Trump hefur þó lýst því yfir að hann vilji ekki að McGahn svari spurningum þingmanna.Hvíta húsið verst með kjafti og klómBlaðamenn Washington Post segja nefndinni einnig hafa borist bréf frá Pat A. Cipollone, núverandi yfirlögfræðingi Hvíta hússins, þar sem hann segir McGahn ekki eiga rétt á því að afhenda umrædd skjöl. Einungis Hvíta húsið geti það og því þurfi nefndin að krefjast skjalanna af Hvíta húsinu.Cipollone gefur þó sterklega í skyn að Hvíta húsið myndi ekki afhenda skjölin. Starfsmenn Trump vinna nú hörðum höndum að því að hægja á hinum ýmsu rannsóknum þingmanna Demókrataflokksins gagnvart Trump. „Hvíta húsið afhenti McGahn gögnin vegna samstarfs hans við rannsókn sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins og þá með þeim skilningi að forsetaembættið hafi áfram umsjón með gögnunum,“ segir í bréfi Cipollone, samkvæmt Washington Post. Þá sagði hann umrædd skjöl hljóta verndar vegna stjórnarskrár Bandaríkjanna og því þyrfti framkvæmdavaldið ekki að afhenda þau. McGahn var mikilvægt vitni í rannsókn Robert Mueller, Rússarannsókninni svokölluðu, og lýsti hann tilvikum þar sem Trump skipaði honum að reka Mueller úr starfi sínu og binda enda á rannsóknina.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsókninaMitch McConnell, leiðtogir Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, tjáði sig um Rússarannsóknina í dag og sagði að málinu ætti nú að vera lokið. Niðurstöðurnar væru komnar í hús. Hann gerði lítið úr fólki sem batt vonir við að rannsókn Mueller myndi finna samsæri á milli framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og sagði að svo hefði greinilega ekki verið.Sjá einnig: Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpumMcConnell gerði einnig lítið úr Demókrötum og sagði þá ganga í gegnum sorgarferli vegna málsins. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sagði McConnel hafa reynt að framkvæma ótrúlegan hvítþvott á niðurstöðum Mueller og stöðu mála.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Lögmaður Bandaríkjaforseta hefur afplánun fangelsisdóms Áður en hann hélt í fangelsi hét Michael Cohen því að ýmislegt væri enn ósagt um málefni Trump forseta og sagðist hlakka til að segja allan sannleikann um þau. 6. maí 2019 15:06 Þingforsetinn sakar Barr um lygar Nancy Pelosi sakaði í dag dómsmálaráðherrann William Barr um að ljúga að bandarískum þingheimi. 2. maí 2019 20:04 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15
Lögmaður Bandaríkjaforseta hefur afplánun fangelsisdóms Áður en hann hélt í fangelsi hét Michael Cohen því að ýmislegt væri enn ósagt um málefni Trump forseta og sagðist hlakka til að segja allan sannleikann um þau. 6. maí 2019 15:06
Þingforsetinn sakar Barr um lygar Nancy Pelosi sakaði í dag dómsmálaráðherrann William Barr um að ljúga að bandarískum þingheimi. 2. maí 2019 20:04
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10