Hætti óvænt með tvö kvennalið á rúmum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 12:26 Elías Már var kynntur til leiks sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í maí í fyrra. HSÍ Elías Már Halldórsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í handbolta. Rúmur mánuður er síðan Elías Már hætti skyndilega með kvennalið Hauka í handbolta þegar einum leik var ólokið af Olísdeildinni og úrslitakeppnin, hápunktur keppnistímabilsins, framundan.Fram kom í tilkynningu Hauka þann 1. apríl að Elías hefði óskað eftir að hætta þjálfun liðsins. Það væri sameiginleg niðurstaða handknattleiksdeildar og Elíasar að hann léti af störfum um leið. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir Elías Má hafa hætt af persónulegum ástæðum. Það sé löngu afgreitt. Aðspurður um ástæðurnar segir hann Elíasar Más að svara því. „Ég bara get það ekki. Það varð bara samkomulag um starfslok, því miður,“ segir Þorgeir. Miklar kjaftasögur séu um brotthvarf hans en það sé Elíasar að tjá sig um það. Elías Már vill lítið segja upp brotthvarf sitt frá Haukum skömmu fyrir úrslitakeppnina.Elías Már er hættur hjá Haukum.vísir/bára„Ég ætla svo sem ekkert að fara að tjá mig neitt um þetta,“ segir Elías Már. Hann segir ekkert annað hafa legið að baki starfslokunum á þessum sérstaka tímapunkti en að best væri að hann hætti á þessum tímapunkti því hann væri á leiðinni til starfa hjá HK. „Ég er bara hættur í Haukum og tekinn til starfa hjá HK.“ Elías Már tók um mánaðarmótin við starfi yfirþjálfara HK og þjálfar auk þess karlalið félagsins á næstu leiktíð. Hann segist hafa hafið störf hjá HK fyrr en ætlað var, nú um mánaðamótin, og hann því ekki getað sinnt starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara lengur. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segist sömuleiðis hafa heyrt kjaftasögur um ástæður starfsloka Elíasar Más hjá Haukum. Þær kjaftasögur tengist þó á engan hátt starfsflokum hans hjá HSÍ. Elías Már hafi hætt að eigin frumkvæði vegna anna í nýja starfinu hjá HK. Róbert reiknar með að tilkynnt verði um nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara í dag á sama tíma og kynntur verður nýr landsliðshópur fyrir komandi verkefni.Uppfært klukkan 12:36Óskar Bjarni Óskarsson tekur við starfi Elíasar Más. Nánar má lesa um landsliðshópinn fyrir leikina gegn b-liði Noregs og umspilsleikina við Spán hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Elías Már Halldórsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í handbolta. Rúmur mánuður er síðan Elías Már hætti skyndilega með kvennalið Hauka í handbolta þegar einum leik var ólokið af Olísdeildinni og úrslitakeppnin, hápunktur keppnistímabilsins, framundan.Fram kom í tilkynningu Hauka þann 1. apríl að Elías hefði óskað eftir að hætta þjálfun liðsins. Það væri sameiginleg niðurstaða handknattleiksdeildar og Elíasar að hann léti af störfum um leið. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir Elías Má hafa hætt af persónulegum ástæðum. Það sé löngu afgreitt. Aðspurður um ástæðurnar segir hann Elíasar Más að svara því. „Ég bara get það ekki. Það varð bara samkomulag um starfslok, því miður,“ segir Þorgeir. Miklar kjaftasögur séu um brotthvarf hans en það sé Elíasar að tjá sig um það. Elías Már vill lítið segja upp brotthvarf sitt frá Haukum skömmu fyrir úrslitakeppnina.Elías Már er hættur hjá Haukum.vísir/bára„Ég ætla svo sem ekkert að fara að tjá mig neitt um þetta,“ segir Elías Már. Hann segir ekkert annað hafa legið að baki starfslokunum á þessum sérstaka tímapunkti en að best væri að hann hætti á þessum tímapunkti því hann væri á leiðinni til starfa hjá HK. „Ég er bara hættur í Haukum og tekinn til starfa hjá HK.“ Elías Már tók um mánaðarmótin við starfi yfirþjálfara HK og þjálfar auk þess karlalið félagsins á næstu leiktíð. Hann segist hafa hafið störf hjá HK fyrr en ætlað var, nú um mánaðamótin, og hann því ekki getað sinnt starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara lengur. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segist sömuleiðis hafa heyrt kjaftasögur um ástæður starfsloka Elíasar Más hjá Haukum. Þær kjaftasögur tengist þó á engan hátt starfsflokum hans hjá HSÍ. Elías Már hafi hætt að eigin frumkvæði vegna anna í nýja starfinu hjá HK. Róbert reiknar með að tilkynnt verði um nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara í dag á sama tíma og kynntur verður nýr landsliðshópur fyrir komandi verkefni.Uppfært klukkan 12:36Óskar Bjarni Óskarsson tekur við starfi Elíasar Más. Nánar má lesa um landsliðshópinn fyrir leikina gegn b-liði Noregs og umspilsleikina við Spán hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira