Yfirlýsing frá ÍBV: Niðurstaða aganefndar HSÍ óskiljanleg og hlutdræg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2019 20:29 Kári Kristján tók út fyrsta leikinn í banninu þegar ÍBV sótti Hauka heim í dag. vísir/bára Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna leikbannsins sem aganefnd HSÍ dæmdi Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk fyrir brot á Haukamanninum Heimi Óla Heimissyni í leik liðanna á fimmtudaginn var.Kári fékk upphaflega eins leiks bann en það var svo þyngt í þrjá leiki. Við það eru Eyjamenn ekki sáttir og segja niðurstöðu aganefndar HSÍ óskiljanlega og hlutdræga. ÍBV sendi inn greinargerð vegna málsins en með henni fylgdi myndband sem sýndi annað sjónarhorn af atvikinu. Síðan hefur enn eitt myndbandið af atvikinu komið fram. Að mati Eyjamanna sýna þau að Heimir Óli dró Kára niður í gólfið en ekki öfugt. Og í ljósi þess telja þeir að úrskurður aganefndar sé rangur. „Aganefnd HSÍ var með þessi gögn málsins þegar að nefndin úrskurðaði í málinu þann 4. maí. Í úrskurðinum kemur fram að þessi myndbönd frá öðru sjónarhorni breyti ekki mati dómara á atvikinu. Þetta er einfaldlega óskiljanleg niðurstaða hjá aganefnd HSÍ. Myndböndin sýna það svart á hvítu að mat dómara er rangt, hvað það varðar að leikmaður ÍBV hafi tekið leikmann Hauka niður. Hið rétta er að það er leikmaður Hauka sem ræðst að fyrra bragði að leikmanni ÍBV og tekur hann síðan niður. Þá er ljóst af myndböndunum að Kári Kristján hefur lítið ráðrúm til að setja hendurnar fyrir sig á leiðinni niður. Um óhappatilvik er að ræða sem leikmaður Hauka á sök á en ekki leikmaður ÍBV. Þetta sést einfaldlega á þessum myndböndum,“ segir í yfirlýsingu ÍBV. Eins og áður sagði er það mat Eyjamanna að niðurstaða aganefndar sé óskiljanleg og hlutdræg. Og þeir segja málinu ekki lokið. „Þessu máli er ekki lokið. Við hvetum fjölmiðla til að skoða þessi myndbönd og gefa álit sitt á því hvað gerðist. Við hvetjum stjórn HSÍ til að skoða þessi myndbönd. Þetta er réttlætismál. Þetta er spurning um að skaða handknattleiksíþróttina með ákvörðun sem er röng og má telja líklega til að hafa mikil áhrif á úrslit leikja og Íslandsmótið. Það eru liðin á Íslandi sem eiga að berjast við hvort annað um viðurkenningar. Við eigum ekki að þurfa að berjast við hlutdræga Aganefnd HSÍ sem fer ekki eftir réttum gögnum. Það er að gerast núna og hún er að vinna,“ segir í yfirlýsingunni.Haukar unnu þriðja leikinn gegn ÍBV í dag, 32-27, og leiða einvígið 2-1. Með sigri í fjórða leik liðanna í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn tryggja Haukar sér sæti í úrslitaeinvíginu. Yfirlýsing handknattleiksdeildar ÍBVAtvik kom upp í leik ÍBV og Hauka þann 2. maí sl. Aðdragandinn að því var sá að Kári Kristján Kristjánsson leikmaður ÍBV stöðvaði leikmann Hauka í hraðaupphlaupi. Það leikbrot var ekki alvarlegt en í kjölfar þess ræðst leikmaður Hauka, Heimir Óli Heimisson að Kára, eftir að leiktíminn hafði verið stöðvaður. Þetta sést vel á myndskeiðum af atvikinu. Í kjölfar þess þá detta báðir leikmennirnir og þegar að þeir lenda í gólfinu þá fer hendi eða olnbogi Kára í andlit eða höfuð Heimis Óla. Heimir Óli lá eftir en Kári Kristján stóð upp. Kári Kristján fékk rautt spjald frá dómurum vegna atviksins. Í skýrslu dómara til aganefndar segja dómarar um atvikið „ Við það kemur annar leikmaður Hauka að honum og ætlar að skapa illindi milli þeirra. Þá tekur leikmaður nr. 46 hjá ÍBV þann leikmann niður og í fallinu rekur hann olnboga í höfuð leikmanns Hauka sem liggur óvígur eftir og kemur ekki meira við sögu í leiknum.“ Fyrsta myndskeiðið af leiknum, en leikurinn var sýndur í beinni útsendingu, virtist vera í nokkru samræmi við þessa lýsingu að því undanskildu að Heimir Óli var ekki að „skapa illindi á milli þeirra“ en hann ræðst að Kára Kristjáni og tekur hann tökum. Þetta er greinilegt og það vekur strax furðu að dómarar skuli ekki refsa fyrir það brot. Þannig má hafa skilning á því að Kári Kristján hafi fengið rautt spjald í leiknum miðað við það sem dómarar töldu sig sjá. Málið fór fyrir aganefnd HSÍ en í tilkynningu frá aganefnd kom fram að dómarar töldu brotið beint að höfði andstæðingsins af miklu afli og sérstaklega hættulega aðgerð. Brotið félli þannig undir reglu 8.6 a og b. Aganefnd úrskurðaði Kára Kristján þann 3. maí sl. í eins leiks bann og gaf ÍBV færi á að senda inn greinargerð vegna málsins. ÍBV sendi inn greinargerð. Með greinargerðinni fylgdi myndskeið frá atvikinu frá öðru sjónarhorni. Síðan þá hefur enn eitt myndbandið komið fram frá öðru sjónarhorni en fyrsta myndbandið. Bæði þessi myndbönd sýna það skýrt að það er Heimir Óli sem dregur Kára Kristján niður en ekki öfugt. Þetta er grundvallaratriði í málinu. Mat dómara á því að það hafi verið leikmaður ÍBV sem tekur leikmann Hauka niður er því augljóslega rangt. Aganefnd HSÍ var með þessi gögn málsins þegar að nefndin úrskurðaði í málinu þann 4. maí. Í úrskurðinum kemur fram að þessi myndbönd frá öðru sjónarhorni breyti ekki mati dómara á atvikinu. Þetta er einfaldlega óskiljanleg niðurstaða hjá aganefnd HSÍ. Myndböndin sýna það svart á hvítu að mat dómara er rangt, hvað það varðar að leikmaður ÍBV hafi tekið leikmann Hauka niður. Hið rétta er að það er leikmaður Hauka sem ræðst að fyrra bragði að leikmanni ÍBV og tekur hann síðan niður. Þá er ljóst af myndböndunum að Kári Kristján hefur lítið ráðrúm til að setja hendurnar fyrir sig á leiðinni niður. Um óhappatilvik er að ræða sem leikmaður Hauka á sök á en ekki leikmaður ÍBV. Þetta sést einfaldlega á þessum myndböndum. Niðurstaða aganefndar HSÍ er eins og áður sagði óskiljanleg. En hún er meira en það. Niðurstaðan er hlutdræg. Aganefnd HSÍ er að úrskurða leikmann ÍBV í þriggja leikja bann í úrslitakeppni án þess að gögn sýni fram á réttmæti þess. Aganefndin veit að það er ekki hægt að áfrýja þessum úrskurði. Það er engin rökstuðningur eða umfjöllun um það sem sést í myndböndunum. Aganefndin getur ekki rökstutt sína niðurstöðu. Þessu máli er ekki lokið. Við hvetum fjölmiðla til að skoða þessi myndbönd og gefa álit sitt á því hvað gerðist. Við hvetjum stjórn HSÍ til að skoða þessi myndbönd. Þetta er réttlætismál. Þetta er spurning um að skaða handknattleiksíþróttina með ákvörðun sem er röng og má telja líklega til að hafa mikil áhrif á úrslit leikja og Íslandsmótið. Það eru liðin á Íslandi sem eiga að berjast við hvort annað um viðurkenningar. Við eigum ekki að þurfa að berjast við hlutdræga Aganefnd HSÍ sem fer ekki eftir réttum gögnum. Það er að gerast núna og hún er að vinna. F.h. Handknattleiksdeildar ÍBV Davíð Þór Óskarsson, formaður Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-27 | Haukar komnir yfir eftir öruggan sigur á Ásvöllum Haukar eru komnir í 2-1 gegn ÍBV og geta tryggt sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn kemur. 5. maí 2019 18:00 Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla. Hann sagði að sér hefði brugðið við að lesa lýsingar Kára Kristjáns af atvikinu. 3. maí 2019 20:28 Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22 Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11 Kári í þriggja leikja bann 4. maí 2019 18:25 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna leikbannsins sem aganefnd HSÍ dæmdi Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk fyrir brot á Haukamanninum Heimi Óla Heimissyni í leik liðanna á fimmtudaginn var.Kári fékk upphaflega eins leiks bann en það var svo þyngt í þrjá leiki. Við það eru Eyjamenn ekki sáttir og segja niðurstöðu aganefndar HSÍ óskiljanlega og hlutdræga. ÍBV sendi inn greinargerð vegna málsins en með henni fylgdi myndband sem sýndi annað sjónarhorn af atvikinu. Síðan hefur enn eitt myndbandið af atvikinu komið fram. Að mati Eyjamanna sýna þau að Heimir Óli dró Kára niður í gólfið en ekki öfugt. Og í ljósi þess telja þeir að úrskurður aganefndar sé rangur. „Aganefnd HSÍ var með þessi gögn málsins þegar að nefndin úrskurðaði í málinu þann 4. maí. Í úrskurðinum kemur fram að þessi myndbönd frá öðru sjónarhorni breyti ekki mati dómara á atvikinu. Þetta er einfaldlega óskiljanleg niðurstaða hjá aganefnd HSÍ. Myndböndin sýna það svart á hvítu að mat dómara er rangt, hvað það varðar að leikmaður ÍBV hafi tekið leikmann Hauka niður. Hið rétta er að það er leikmaður Hauka sem ræðst að fyrra bragði að leikmanni ÍBV og tekur hann síðan niður. Þá er ljóst af myndböndunum að Kári Kristján hefur lítið ráðrúm til að setja hendurnar fyrir sig á leiðinni niður. Um óhappatilvik er að ræða sem leikmaður Hauka á sök á en ekki leikmaður ÍBV. Þetta sést einfaldlega á þessum myndböndum,“ segir í yfirlýsingu ÍBV. Eins og áður sagði er það mat Eyjamanna að niðurstaða aganefndar sé óskiljanleg og hlutdræg. Og þeir segja málinu ekki lokið. „Þessu máli er ekki lokið. Við hvetum fjölmiðla til að skoða þessi myndbönd og gefa álit sitt á því hvað gerðist. Við hvetjum stjórn HSÍ til að skoða þessi myndbönd. Þetta er réttlætismál. Þetta er spurning um að skaða handknattleiksíþróttina með ákvörðun sem er röng og má telja líklega til að hafa mikil áhrif á úrslit leikja og Íslandsmótið. Það eru liðin á Íslandi sem eiga að berjast við hvort annað um viðurkenningar. Við eigum ekki að þurfa að berjast við hlutdræga Aganefnd HSÍ sem fer ekki eftir réttum gögnum. Það er að gerast núna og hún er að vinna,“ segir í yfirlýsingunni.Haukar unnu þriðja leikinn gegn ÍBV í dag, 32-27, og leiða einvígið 2-1. Með sigri í fjórða leik liðanna í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn tryggja Haukar sér sæti í úrslitaeinvíginu. Yfirlýsing handknattleiksdeildar ÍBVAtvik kom upp í leik ÍBV og Hauka þann 2. maí sl. Aðdragandinn að því var sá að Kári Kristján Kristjánsson leikmaður ÍBV stöðvaði leikmann Hauka í hraðaupphlaupi. Það leikbrot var ekki alvarlegt en í kjölfar þess ræðst leikmaður Hauka, Heimir Óli Heimisson að Kára, eftir að leiktíminn hafði verið stöðvaður. Þetta sést vel á myndskeiðum af atvikinu. Í kjölfar þess þá detta báðir leikmennirnir og þegar að þeir lenda í gólfinu þá fer hendi eða olnbogi Kára í andlit eða höfuð Heimis Óla. Heimir Óli lá eftir en Kári Kristján stóð upp. Kári Kristján fékk rautt spjald frá dómurum vegna atviksins. Í skýrslu dómara til aganefndar segja dómarar um atvikið „ Við það kemur annar leikmaður Hauka að honum og ætlar að skapa illindi milli þeirra. Þá tekur leikmaður nr. 46 hjá ÍBV þann leikmann niður og í fallinu rekur hann olnboga í höfuð leikmanns Hauka sem liggur óvígur eftir og kemur ekki meira við sögu í leiknum.“ Fyrsta myndskeiðið af leiknum, en leikurinn var sýndur í beinni útsendingu, virtist vera í nokkru samræmi við þessa lýsingu að því undanskildu að Heimir Óli var ekki að „skapa illindi á milli þeirra“ en hann ræðst að Kára Kristjáni og tekur hann tökum. Þetta er greinilegt og það vekur strax furðu að dómarar skuli ekki refsa fyrir það brot. Þannig má hafa skilning á því að Kári Kristján hafi fengið rautt spjald í leiknum miðað við það sem dómarar töldu sig sjá. Málið fór fyrir aganefnd HSÍ en í tilkynningu frá aganefnd kom fram að dómarar töldu brotið beint að höfði andstæðingsins af miklu afli og sérstaklega hættulega aðgerð. Brotið félli þannig undir reglu 8.6 a og b. Aganefnd úrskurðaði Kára Kristján þann 3. maí sl. í eins leiks bann og gaf ÍBV færi á að senda inn greinargerð vegna málsins. ÍBV sendi inn greinargerð. Með greinargerðinni fylgdi myndskeið frá atvikinu frá öðru sjónarhorni. Síðan þá hefur enn eitt myndbandið komið fram frá öðru sjónarhorni en fyrsta myndbandið. Bæði þessi myndbönd sýna það skýrt að það er Heimir Óli sem dregur Kára Kristján niður en ekki öfugt. Þetta er grundvallaratriði í málinu. Mat dómara á því að það hafi verið leikmaður ÍBV sem tekur leikmann Hauka niður er því augljóslega rangt. Aganefnd HSÍ var með þessi gögn málsins þegar að nefndin úrskurðaði í málinu þann 4. maí. Í úrskurðinum kemur fram að þessi myndbönd frá öðru sjónarhorni breyti ekki mati dómara á atvikinu. Þetta er einfaldlega óskiljanleg niðurstaða hjá aganefnd HSÍ. Myndböndin sýna það svart á hvítu að mat dómara er rangt, hvað það varðar að leikmaður ÍBV hafi tekið leikmann Hauka niður. Hið rétta er að það er leikmaður Hauka sem ræðst að fyrra bragði að leikmanni ÍBV og tekur hann síðan niður. Þá er ljóst af myndböndunum að Kári Kristján hefur lítið ráðrúm til að setja hendurnar fyrir sig á leiðinni niður. Um óhappatilvik er að ræða sem leikmaður Hauka á sök á en ekki leikmaður ÍBV. Þetta sést einfaldlega á þessum myndböndum. Niðurstaða aganefndar HSÍ er eins og áður sagði óskiljanleg. En hún er meira en það. Niðurstaðan er hlutdræg. Aganefnd HSÍ er að úrskurða leikmann ÍBV í þriggja leikja bann í úrslitakeppni án þess að gögn sýni fram á réttmæti þess. Aganefndin veit að það er ekki hægt að áfrýja þessum úrskurði. Það er engin rökstuðningur eða umfjöllun um það sem sést í myndböndunum. Aganefndin getur ekki rökstutt sína niðurstöðu. Þessu máli er ekki lokið. Við hvetum fjölmiðla til að skoða þessi myndbönd og gefa álit sitt á því hvað gerðist. Við hvetjum stjórn HSÍ til að skoða þessi myndbönd. Þetta er réttlætismál. Þetta er spurning um að skaða handknattleiksíþróttina með ákvörðun sem er röng og má telja líklega til að hafa mikil áhrif á úrslit leikja og Íslandsmótið. Það eru liðin á Íslandi sem eiga að berjast við hvort annað um viðurkenningar. Við eigum ekki að þurfa að berjast við hlutdræga Aganefnd HSÍ sem fer ekki eftir réttum gögnum. Það er að gerast núna og hún er að vinna. F.h. Handknattleiksdeildar ÍBV Davíð Þór Óskarsson, formaður
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-27 | Haukar komnir yfir eftir öruggan sigur á Ásvöllum Haukar eru komnir í 2-1 gegn ÍBV og geta tryggt sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn kemur. 5. maí 2019 18:00 Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla. Hann sagði að sér hefði brugðið við að lesa lýsingar Kára Kristjáns af atvikinu. 3. maí 2019 20:28 Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22 Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11 Kári í þriggja leikja bann 4. maí 2019 18:25 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-27 | Haukar komnir yfir eftir öruggan sigur á Ásvöllum Haukar eru komnir í 2-1 gegn ÍBV og geta tryggt sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn kemur. 5. maí 2019 18:00
Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla. Hann sagði að sér hefði brugðið við að lesa lýsingar Kára Kristjáns af atvikinu. 3. maí 2019 20:28
Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42
Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13
Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22
Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37
Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15
Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11