Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 18:13 Kári og Heimir Óli liggja í gólfinu eftir umrætt atvik vísir/skjáskot Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Aganefnd HSÍ dæmdi Kára Kristján í eins leiks bann þegar hún kom saman í dag, en málsmeðferð er þó ekki lokið því aganefndin kemur aftur saman á morgun þegar félögin hafa haft tíma til þess að senda inn sjónarmið og athugasemdir. Myndband tekið úr stúkunni í Vestmannaeyjum sýnir nýtt sjónarhorn á atvikið sem að mati Kára Kristjáns sannreynir sakleysi hans í málinu og á hann von á því að aganefnd afturkalli bannið. „Það sýnir allt sem segja þarf um máli. Heimir Óli veitist að mér í þessari senu,“ sagði Kári Kristján í samtali við Vísi í dag. „Ég hleyp til baka, Atli Báruson kemur með boltann að mér og ég brýt á Atla smekklega og passa að hann falli ekki beint til jarðar, ég hjálpa honum meira að segja í fallinu. Svo þegar ég stend upp þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ „Ég á þess enga annars kosta völ en að bera hendur fyrir höfði mér þegar hann togar mig niður,“ svo lýsir Kári atvikinu. „Vissulega þá fer höndin í hann, endar eflaust á hausnum á honum, en sökin er hvergi nálægt mín þarna.“Klippa: Nýtt sjónarhorn á brot Kára Eins og áður segir er búið að dæma Kára í eins leiks bann en aganefnd á þó eftir að funda aftur um málið og á ÍBV færi á því að senda inn athugasemdir. Myndbandið mun væntanlega vera á meðal málsgagna sem ÍBV sendir inn, þar sem atvikið kemur mismunandi fyrir sjónir hvort sem er á umræddu myndbandi eða sjónvarpsupptökum. „Ég er fyrstur til að viðurkenna að eins og þetta lítur út frá upptökum Stöð 2 Sport frá leiknum, þá lítur þetta bara ekki vel út fyrir mig. Það lítur út eins og ég hafi bara snappað, ef svo má orði komast, misst stjórn á skapi mínu.“ „Þess vegna er mjög gott, frábært fyrir mig, að þetta myndband sé til og þá sjá allir hvernig sakir liggja.“ „Það er deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli,“ segir Kári. Umrætt myndband má sjá hér fyrir ofan en upptökur frá Stöð 2 Sport eru neðst í fréttinni. Kári segist eiga von á því að aganefnd dragi leikbannið til baka þegar hún fer yfir málið á nýju á morgun. „Mér finndist það lang líklegast. Við fáum að senda inn gögn og þessi gögn eru vægast sagt óyggjandi. Það er mjög gott að aganefndin gefi okkur kost á því að senda inn gögn í þessu máli og þarna kemur sannleikurinn í ljós bersýnilega.“ „Sem er mjög gott, enda á að vera gegnsæi í þessu, og þá vinna allir.“ „Auðvitað getur dómurum yfirsést í hita leiksins, þetta var mjög erfiður leikur að dæma, mikið að gerast og mikið undir, mikill hiti í húsinu og að sjálfsögðu eru dómarar mannlegir og getur yfirsést svona hlutir. Ég ljái þeim það ekkert.“ „Þess vegna er frábært að við getum séð hvernig sakir standi,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Aganefnd fundar á morgun, laugardag, en næsti leikur í einvíginu er á sunnudaginn 5. maí í Schenkerhöllinni að Ásvöllum klukkan 16:00. Eftir sigur ÍBV í Eyjum er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Olís-deild karla Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Aganefnd HSÍ dæmdi Kára Kristján í eins leiks bann þegar hún kom saman í dag, en málsmeðferð er þó ekki lokið því aganefndin kemur aftur saman á morgun þegar félögin hafa haft tíma til þess að senda inn sjónarmið og athugasemdir. Myndband tekið úr stúkunni í Vestmannaeyjum sýnir nýtt sjónarhorn á atvikið sem að mati Kára Kristjáns sannreynir sakleysi hans í málinu og á hann von á því að aganefnd afturkalli bannið. „Það sýnir allt sem segja þarf um máli. Heimir Óli veitist að mér í þessari senu,“ sagði Kári Kristján í samtali við Vísi í dag. „Ég hleyp til baka, Atli Báruson kemur með boltann að mér og ég brýt á Atla smekklega og passa að hann falli ekki beint til jarðar, ég hjálpa honum meira að segja í fallinu. Svo þegar ég stend upp þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ „Ég á þess enga annars kosta völ en að bera hendur fyrir höfði mér þegar hann togar mig niður,“ svo lýsir Kári atvikinu. „Vissulega þá fer höndin í hann, endar eflaust á hausnum á honum, en sökin er hvergi nálægt mín þarna.“Klippa: Nýtt sjónarhorn á brot Kára Eins og áður segir er búið að dæma Kára í eins leiks bann en aganefnd á þó eftir að funda aftur um málið og á ÍBV færi á því að senda inn athugasemdir. Myndbandið mun væntanlega vera á meðal málsgagna sem ÍBV sendir inn, þar sem atvikið kemur mismunandi fyrir sjónir hvort sem er á umræddu myndbandi eða sjónvarpsupptökum. „Ég er fyrstur til að viðurkenna að eins og þetta lítur út frá upptökum Stöð 2 Sport frá leiknum, þá lítur þetta bara ekki vel út fyrir mig. Það lítur út eins og ég hafi bara snappað, ef svo má orði komast, misst stjórn á skapi mínu.“ „Þess vegna er mjög gott, frábært fyrir mig, að þetta myndband sé til og þá sjá allir hvernig sakir liggja.“ „Það er deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli,“ segir Kári. Umrætt myndband má sjá hér fyrir ofan en upptökur frá Stöð 2 Sport eru neðst í fréttinni. Kári segist eiga von á því að aganefnd dragi leikbannið til baka þegar hún fer yfir málið á nýju á morgun. „Mér finndist það lang líklegast. Við fáum að senda inn gögn og þessi gögn eru vægast sagt óyggjandi. Það er mjög gott að aganefndin gefi okkur kost á því að senda inn gögn í þessu máli og þarna kemur sannleikurinn í ljós bersýnilega.“ „Sem er mjög gott, enda á að vera gegnsæi í þessu, og þá vinna allir.“ „Auðvitað getur dómurum yfirsést í hita leiksins, þetta var mjög erfiður leikur að dæma, mikið að gerast og mikið undir, mikill hiti í húsinu og að sjálfsögðu eru dómarar mannlegir og getur yfirsést svona hlutir. Ég ljái þeim það ekkert.“ „Þess vegna er frábært að við getum séð hvernig sakir standi,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Aganefnd fundar á morgun, laugardag, en næsti leikur í einvíginu er á sunnudaginn 5. maí í Schenkerhöllinni að Ásvöllum klukkan 16:00. Eftir sigur ÍBV í Eyjum er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum
Olís-deild karla Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira