Samtök iðnaðarins segja innistæðu fyrir vaxtalækkun Hörður Ægisson skrifar 16. maí 2019 07:15 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Á stuttum tíma hefur slaki tekið við af spennu í efnahagslífinu, sem lýsir sér meðal annars í því að atvinnuleysi mældist í apríl 3,7 prósent borið saman við 2,3 prósent á sama tíma fyrir ári, og sterk rök eru þess vegna fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir þegar vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt miðvikudaginn 22. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) en þar segir að fjórar meginforsendur séu fyrir því að ráðast í lækkun vaxta. Þannig hafi miklar breytingar orðið til hins verra í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins vegna minnkandi tekna af erlendum ferðamönnum eftir fall WOW air. Það hafi mikil áhrif á afkomu margra fyrirtækja sem þurfi að bregðast við breyttu ástandi með fækkun starfsfólks. Þá endurspeglast versnandi horfur í efnahagsmálum í þeirri staðreynd að væntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins hafa gerbreyst til hins verra. Vísitala efnahagslífsins, sem mælir mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar eða slæmar, hefur þannig ekki verið lægri síðan árið 2013. Væntingar til næstu sex mánaða eru áfram í sögulegi lágmarki en nýlega lækkaði Hagstofan hagvaxtarspá sína fyrir þetta ár í 0,2 prósenta samdrátt í hagkerfinu. Í þriðja lagi, að því er fram kemur í greiningunni, þá er það mat SI að nýir kjarasamningar við meirihluta vinnumarkaðarins, sem séu til ársins 2022 og skapa grundvöll að stöðugleika og framleiðnivexti, séu góð undirstaða fyrir lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Að lokum er á það bent að verðbólguvæntingar aðila á innlendum fjármálamarkaði hafi lækkað frá síðustu könnun sem hafi verið gerð í ársbyrjun. Vænta þeir þess að verðbólgan, sem mælist nú 3,3 prósent, verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö, sem er litlu meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans. Á sama tíma og raunstýrivextir bankans, mældir sem munurinn á stýrivöxtum og verðbólguvæntingum, hafa verið að hækka þá hefur hins vegar verið vaxandi slaki í efnahagslífinu. Sú þróun, að því er segir í greiningu SI, er andstæð því sem rétt er við slíkar aðstæður, sem væri að draga úr aðhaldi peningastefnunnar. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Á stuttum tíma hefur slaki tekið við af spennu í efnahagslífinu, sem lýsir sér meðal annars í því að atvinnuleysi mældist í apríl 3,7 prósent borið saman við 2,3 prósent á sama tíma fyrir ári, og sterk rök eru þess vegna fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir þegar vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt miðvikudaginn 22. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) en þar segir að fjórar meginforsendur séu fyrir því að ráðast í lækkun vaxta. Þannig hafi miklar breytingar orðið til hins verra í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins vegna minnkandi tekna af erlendum ferðamönnum eftir fall WOW air. Það hafi mikil áhrif á afkomu margra fyrirtækja sem þurfi að bregðast við breyttu ástandi með fækkun starfsfólks. Þá endurspeglast versnandi horfur í efnahagsmálum í þeirri staðreynd að væntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins hafa gerbreyst til hins verra. Vísitala efnahagslífsins, sem mælir mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar eða slæmar, hefur þannig ekki verið lægri síðan árið 2013. Væntingar til næstu sex mánaða eru áfram í sögulegi lágmarki en nýlega lækkaði Hagstofan hagvaxtarspá sína fyrir þetta ár í 0,2 prósenta samdrátt í hagkerfinu. Í þriðja lagi, að því er fram kemur í greiningunni, þá er það mat SI að nýir kjarasamningar við meirihluta vinnumarkaðarins, sem séu til ársins 2022 og skapa grundvöll að stöðugleika og framleiðnivexti, séu góð undirstaða fyrir lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Að lokum er á það bent að verðbólguvæntingar aðila á innlendum fjármálamarkaði hafi lækkað frá síðustu könnun sem hafi verið gerð í ársbyrjun. Vænta þeir þess að verðbólgan, sem mælist nú 3,3 prósent, verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö, sem er litlu meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans. Á sama tíma og raunstýrivextir bankans, mældir sem munurinn á stýrivöxtum og verðbólguvæntingum, hafa verið að hækka þá hefur hins vegar verið vaxandi slaki í efnahagslífinu. Sú þróun, að því er segir í greiningu SI, er andstæð því sem rétt er við slíkar aðstæður, sem væri að draga úr aðhaldi peningastefnunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira