Björgólfur og Bakkavararbræður á lista yfir ríkustu menn Bretlands Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2019 21:23 Björgólfur bætir við sig en Bakkavararbræður tapa. Fréttablaðið/GVA Björgólfur Thor Björgólfsson er einn af hundrað ríkustu manneskjum Bretlands samkvæmt lista breska dagblaðsins Sunday Times sem var birtur um helgina. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði fyrst frá hér á landi en Björgólfur er sagður hafa bætt við sig 98 milljónum punda, eða því sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna, á milli ára. Alls eru eignir hans metnar á 1,7 milljarða punda, eða því sem nemur um 276 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sunday Times birtir nöfn þúsund einstaklinga sem eru taldir þeir ríkustu í Bretlandi en á honum er að finna Bakkavararbræðurna Ágúst og Lýð Guðmundssyni. Sunday Times segir auð þeirra hafa dregist saman um 140 milljónir punda, eða 22 milljarða króna, og eiga þeir í dag 560 milljónir punda, eða því sem nemur 91 milljarði íslenskra króna.Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Vísir/VilhelmÁ toppi listans sitja bræðurnir Sri og Gopi Hinduja en auðæfi þeirra eru metin á 22 milljarða breskra punda. Í Öðru sæti eru bræðurnir David og Simon Rueben en í þriðja sæti eru Jim Ratcliffe sem metinn er á 18,7 milljarða breskra punda. Radcliffe var í efsta sæti listans í fyrra en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða hér á landi. Bretland Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er einn af hundrað ríkustu manneskjum Bretlands samkvæmt lista breska dagblaðsins Sunday Times sem var birtur um helgina. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði fyrst frá hér á landi en Björgólfur er sagður hafa bætt við sig 98 milljónum punda, eða því sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna, á milli ára. Alls eru eignir hans metnar á 1,7 milljarða punda, eða því sem nemur um 276 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sunday Times birtir nöfn þúsund einstaklinga sem eru taldir þeir ríkustu í Bretlandi en á honum er að finna Bakkavararbræðurna Ágúst og Lýð Guðmundssyni. Sunday Times segir auð þeirra hafa dregist saman um 140 milljónir punda, eða 22 milljarða króna, og eiga þeir í dag 560 milljónir punda, eða því sem nemur 91 milljarði íslenskra króna.Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Vísir/VilhelmÁ toppi listans sitja bræðurnir Sri og Gopi Hinduja en auðæfi þeirra eru metin á 22 milljarða breskra punda. Í Öðru sæti eru bræðurnir David og Simon Rueben en í þriðja sæti eru Jim Ratcliffe sem metinn er á 18,7 milljarða breskra punda. Radcliffe var í efsta sæti listans í fyrra en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða hér á landi.
Bretland Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira