Sextán ákærðir fyrir að brenna stúlku lifandi sem hafði kært skólastjóra fyrir kynferðisofbeldi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 18:42 Frá mótmælum sem efnt var til eftir að stúlkan hafði verið myrt. Vísir/Getty Sextán hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir að brenna táningsstúlku til dauða sem hafði tilkynnt um kynferðisofbeldi. Nusrat Jahan Rafi var nítján ára gömul þegar steinolíu var hellt yfir hana og eldur borinn að henni á þaki íslamsks skóla sem hún sótti. Þetta gerðist 6. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að hún hafði tilkynnt um kynferðisofbeldið. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er skólastjóri skólans. Lögreglan segir skólastjórann sent skipanir úr gæsluvarðhaldi um að stúlkan yrði myrt þegar hún neitaði að draga ásakanir gegn honum til baka. Lýsir lögreglan ráðagerð skólastjórans sem nokkurs konar „hernaðaráætlun“. Málið varð valdur að miklum mótmælum í Bangladesh og beindi athygli að því hversu berskjölduð fórnarlömb kynferðisofbeldis eru. Rafi hafði farið til lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru á hendur skólastjóranum, Siraj Ud Doula, í mars síðastliðnum. 6. apríl var hún mætt í skólann til að taka síðasta prófið sitt þegar hún var lokkuð á þak skólans þar sem hópur fólks, sem huldi andlit sitt, kveikti í henni. Hafði hópurinn lagt á ráðin um að láta dauða hennar líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Rafi, sem hlaut brunasár á um 80 prósentum af líkama sínum, náði að segja frá því hvað gerðist áður en hún lést 10. apríl síðastliðinn.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir morðið hafa skekið Bangladessa. Þrátt fyrir að mótmælin hafi lognast út af þá fylgist þjóðin enn með gangi málsins í réttarkerfinu. Rafi sagði skólastjórann hafa kallað hana inn á skrifstofu sína þar sem hann snerti hana á óviðeigandi hátt. Hún hljóp út áður en hann gat gengið lengra. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni samdægurs á lögreglustöð þar sem hún gaf skýrslu. Framburður hennar hjá lögreglu var myndaður en þar sést hún í miklu áfalli þar sem hún reynir að hylja andlit sitt með höndunum. Lögreglumaður heyrist segja að kvörtun hennar sé „ekkert stórmál“ og biður hana um að fjarlægja hendurnar frá andlitinu. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir ólöglega myndupptöku. Skólastjórinn var handtekinn sem leiddi til mótmæla þar sem lausnar hans var krafist. Lögreglan segir skólastjórann hafa verið heimsóttan í fangelsið þar sem fyrirskipaði hótanir á hendur fjölskyldu Rafi. Þegar það hafði ekki tilætlaðan árangur, þá fyrirskipaði hann að hún yrði myrt. Hópurinn sem myrti hana skipti með sér verkum, nokkrir stóðu vörð og tryggðu að enginn kæmi að þeim. Rafi var lokkuð af samnemanda sínum sem sagði henni að vinur hennar hefði orðið fyrir árás á þaki skólans. Þegar þangað var komið mætti Rafi hópnum og var henni skipað að draga ásökunina til baka og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Þegar hún neitaði því var hún bundin og kefluð áður en hún var brennd lifandi. Í sjúkrabílnum óttaðist hún um líf sitt og fékk bróður sinn til að mynda vitnisburð sinn um hvað hefði gerst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hluti af hópnum sem stóð fyrir þessu hefði verið nemendur við skólann. „Kennarinn snerti mig. Ég mun berjast gegn þessum glæp til síðasta andardráttar,“ heyrist hún segja í myndbandinu. Bangladess Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Sextán hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir að brenna táningsstúlku til dauða sem hafði tilkynnt um kynferðisofbeldi. Nusrat Jahan Rafi var nítján ára gömul þegar steinolíu var hellt yfir hana og eldur borinn að henni á þaki íslamsks skóla sem hún sótti. Þetta gerðist 6. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að hún hafði tilkynnt um kynferðisofbeldið. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er skólastjóri skólans. Lögreglan segir skólastjórann sent skipanir úr gæsluvarðhaldi um að stúlkan yrði myrt þegar hún neitaði að draga ásakanir gegn honum til baka. Lýsir lögreglan ráðagerð skólastjórans sem nokkurs konar „hernaðaráætlun“. Málið varð valdur að miklum mótmælum í Bangladesh og beindi athygli að því hversu berskjölduð fórnarlömb kynferðisofbeldis eru. Rafi hafði farið til lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru á hendur skólastjóranum, Siraj Ud Doula, í mars síðastliðnum. 6. apríl var hún mætt í skólann til að taka síðasta prófið sitt þegar hún var lokkuð á þak skólans þar sem hópur fólks, sem huldi andlit sitt, kveikti í henni. Hafði hópurinn lagt á ráðin um að láta dauða hennar líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Rafi, sem hlaut brunasár á um 80 prósentum af líkama sínum, náði að segja frá því hvað gerðist áður en hún lést 10. apríl síðastliðinn.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir morðið hafa skekið Bangladessa. Þrátt fyrir að mótmælin hafi lognast út af þá fylgist þjóðin enn með gangi málsins í réttarkerfinu. Rafi sagði skólastjórann hafa kallað hana inn á skrifstofu sína þar sem hann snerti hana á óviðeigandi hátt. Hún hljóp út áður en hann gat gengið lengra. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni samdægurs á lögreglustöð þar sem hún gaf skýrslu. Framburður hennar hjá lögreglu var myndaður en þar sést hún í miklu áfalli þar sem hún reynir að hylja andlit sitt með höndunum. Lögreglumaður heyrist segja að kvörtun hennar sé „ekkert stórmál“ og biður hana um að fjarlægja hendurnar frá andlitinu. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir ólöglega myndupptöku. Skólastjórinn var handtekinn sem leiddi til mótmæla þar sem lausnar hans var krafist. Lögreglan segir skólastjórann hafa verið heimsóttan í fangelsið þar sem fyrirskipaði hótanir á hendur fjölskyldu Rafi. Þegar það hafði ekki tilætlaðan árangur, þá fyrirskipaði hann að hún yrði myrt. Hópurinn sem myrti hana skipti með sér verkum, nokkrir stóðu vörð og tryggðu að enginn kæmi að þeim. Rafi var lokkuð af samnemanda sínum sem sagði henni að vinur hennar hefði orðið fyrir árás á þaki skólans. Þegar þangað var komið mætti Rafi hópnum og var henni skipað að draga ásökunina til baka og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Þegar hún neitaði því var hún bundin og kefluð áður en hún var brennd lifandi. Í sjúkrabílnum óttaðist hún um líf sitt og fékk bróður sinn til að mynda vitnisburð sinn um hvað hefði gerst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hluti af hópnum sem stóð fyrir þessu hefði verið nemendur við skólann. „Kennarinn snerti mig. Ég mun berjast gegn þessum glæp til síðasta andardráttar,“ heyrist hún segja í myndbandinu.
Bangladess Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira