Keypti í Icelandair fyrir 700 milljónir Hörður Ægisson skrifar 29. maí 2019 05:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Fréttablaðið/Stefán Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair. Samkvæmt heimildum Markaðarins stóð PAR Capital að baki kaupum á um 70 milljónum hluta í félaginu síðastliðinn föstudag, sem jafngildir um 1,3 prósenta eignahlutar, og fer sjóðurinn því núna með 13,7 prósenta hlut í Icelandair. Er sá hlutur metinn á rúmlega 7,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair. Fyrir fjárfestinguna var Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi flugfélagsins með tæplega 12,8 prósenta hlut. PAR Capital, sem er fjárfestingasjóður í Boston með um fjóra milljarða dala í stýringu, jafnvirði um 500 milljarða króna, náði samkomulagi við Icelandair Group í byrjun apríl um kaup á um 11,5 prósenta eignarhlut fyrir samtals 5,6 milljarða króna með útgáfu á nýjum hlutum í félaginu. Sú hlutafjárhækkun, eða samtals 625 milljón hlutir, var samþykkt á hluthafafundi síðar í sama mánuði. Þá stækkaði sjóðurinn hlut sinn skömmu síðar þegar hann keypti í félaginu fyrir jafnvirði um 500 milljónir króna. PAR Capital, sem leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum, er meðal annars hluthafi í bandarísku flugfélögunum United Airlines, þar sem sjóðurinn er með tvo menn í stjórn, Delta Airlines, JetBlue Airwaves og Southwest Airlines. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um liðlega 4 prósent frá áramótum og stóð í 9,95 krónur á hlut við lokun markaða í gær. - hae Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair. Samkvæmt heimildum Markaðarins stóð PAR Capital að baki kaupum á um 70 milljónum hluta í félaginu síðastliðinn föstudag, sem jafngildir um 1,3 prósenta eignahlutar, og fer sjóðurinn því núna með 13,7 prósenta hlut í Icelandair. Er sá hlutur metinn á rúmlega 7,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair. Fyrir fjárfestinguna var Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi flugfélagsins með tæplega 12,8 prósenta hlut. PAR Capital, sem er fjárfestingasjóður í Boston með um fjóra milljarða dala í stýringu, jafnvirði um 500 milljarða króna, náði samkomulagi við Icelandair Group í byrjun apríl um kaup á um 11,5 prósenta eignarhlut fyrir samtals 5,6 milljarða króna með útgáfu á nýjum hlutum í félaginu. Sú hlutafjárhækkun, eða samtals 625 milljón hlutir, var samþykkt á hluthafafundi síðar í sama mánuði. Þá stækkaði sjóðurinn hlut sinn skömmu síðar þegar hann keypti í félaginu fyrir jafnvirði um 500 milljónir króna. PAR Capital, sem leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum, er meðal annars hluthafi í bandarísku flugfélögunum United Airlines, þar sem sjóðurinn er með tvo menn í stjórn, Delta Airlines, JetBlue Airwaves og Southwest Airlines. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um liðlega 4 prósent frá áramótum og stóð í 9,95 krónur á hlut við lokun markaða í gær. - hae
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira