Sýrlandsstjórn talin fremja stríðsglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 22:21 Sprengjuárásir á sjúkrahús í Idlib. getty/Huseyin Fazil Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi. Þetta kemur fram eftir að myndband birtist hjá Sky News þar sem stjórnarherinn sést ráðast á sjúkrahús í Idlib. Talið er að árásirnar hafi verið gerðar vísvitandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Í samtali við Sky sagði Pierce þetta vera „mjög átakanlegt“ og „stangast á við alþjóðleg mannúðarlög.“ „Að beina marki sínu beint á sjúkrahús og skóla… gæti verið stríðsglæpur,“ bætti hún við. „Við höfum verið að þrýsta á sýrlensk- og rússnesk yfirvöld að ganga úr skugga um að þau fari eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hún sagði Rússa beita Sýrlensk stjórnvöld þrýstingi í málinu, en bætti við að stjórn Assad, forseta Sýrlands, „hlusti ekki og þetta muni á endanum vera tekið til greina þegar stjórnin verði rannsökuð vegna glæpa gegn mannkyni og mögulega stríðsglæpa.“ Pierce sagði að verið væri að vinna í því að fá sýrlensk stjórnvöld til að hætta að gera almenning að skotmarki og að ná fram öðru vopnahléi.Krefst að blaðamenn séu ekki gerðir að skotmörkum Hún talaði einnig um árásina sem gerð var á bresku blaðakonuna Alex Crawford og teymi hennar í Idlib í síðustu viku, sem gerð var af árásarliði Sýrlandsstjórnar, og sagði: „Ég held að þeir vilji ekki að fólk viti sannleikann.“ „Ég held að þeir búi einnig yfir hatri á fréttamönnum. Jafnvel fyrir átökin var stjórnin ekkert rosalega umburðarlynd. Það bælir niður mótmælaraddir og fullt af fólki er í haldi vegna skoðana sinna.“ „Stjórnarfarið býr ekki yfir þeim eiginleikum sem við teljum þurfa fyrir þróað þingræði.“ „Ég held líka að þeir virði ekki fjölmiðlafrelsi á þann hátt sem við vonumst eftir.“ Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tjáði Pierce hinum fulltrúunum að hún hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar á blaðamennina og bað sendiherra Sýrlands að staðfesta að fjölmiðlafólk yrði ekki gert að skotspónum. Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands, svaraði henni því að blaðamenn þyrftu vegabréfsáritun til að komast inn í landið og að fjölmiðlafulltrúar þyrftu að sækja um hana. Price sagði „ég vil hafa það alveg á hreinu, að fjölmiðlateymi Sky News var ekki réttmætt skotmark.“ „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er ekki leyfilegt og ég bið fulltrúa Sýrlands um að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar og lofi okkur að þeir verði ekki gerðir að skotspónum.“ Bretland Sýrland Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi. Þetta kemur fram eftir að myndband birtist hjá Sky News þar sem stjórnarherinn sést ráðast á sjúkrahús í Idlib. Talið er að árásirnar hafi verið gerðar vísvitandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Í samtali við Sky sagði Pierce þetta vera „mjög átakanlegt“ og „stangast á við alþjóðleg mannúðarlög.“ „Að beina marki sínu beint á sjúkrahús og skóla… gæti verið stríðsglæpur,“ bætti hún við. „Við höfum verið að þrýsta á sýrlensk- og rússnesk yfirvöld að ganga úr skugga um að þau fari eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hún sagði Rússa beita Sýrlensk stjórnvöld þrýstingi í málinu, en bætti við að stjórn Assad, forseta Sýrlands, „hlusti ekki og þetta muni á endanum vera tekið til greina þegar stjórnin verði rannsökuð vegna glæpa gegn mannkyni og mögulega stríðsglæpa.“ Pierce sagði að verið væri að vinna í því að fá sýrlensk stjórnvöld til að hætta að gera almenning að skotmarki og að ná fram öðru vopnahléi.Krefst að blaðamenn séu ekki gerðir að skotmörkum Hún talaði einnig um árásina sem gerð var á bresku blaðakonuna Alex Crawford og teymi hennar í Idlib í síðustu viku, sem gerð var af árásarliði Sýrlandsstjórnar, og sagði: „Ég held að þeir vilji ekki að fólk viti sannleikann.“ „Ég held að þeir búi einnig yfir hatri á fréttamönnum. Jafnvel fyrir átökin var stjórnin ekkert rosalega umburðarlynd. Það bælir niður mótmælaraddir og fullt af fólki er í haldi vegna skoðana sinna.“ „Stjórnarfarið býr ekki yfir þeim eiginleikum sem við teljum þurfa fyrir þróað þingræði.“ „Ég held líka að þeir virði ekki fjölmiðlafrelsi á þann hátt sem við vonumst eftir.“ Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tjáði Pierce hinum fulltrúunum að hún hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar á blaðamennina og bað sendiherra Sýrlands að staðfesta að fjölmiðlafólk yrði ekki gert að skotspónum. Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands, svaraði henni því að blaðamenn þyrftu vegabréfsáritun til að komast inn í landið og að fjölmiðlafulltrúar þyrftu að sækja um hana. Price sagði „ég vil hafa það alveg á hreinu, að fjölmiðlateymi Sky News var ekki réttmætt skotmark.“ „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er ekki leyfilegt og ég bið fulltrúa Sýrlands um að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar og lofi okkur að þeir verði ekki gerðir að skotspónum.“
Bretland Sýrland Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira