Landa milljarða samningi í Kína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 16:39 Sindri Sindrason við undirritunina á samningnum. CRI Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CRI. Samkomulag þess efnis var undirritað í höfuðstöðvum CRI að viðstöddum Jin Zhijian, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 10 milljarðar króna. Verksmiðja Shuncheng, sem gert er ráð fyrir að rísi í Anyang borg í Henan héraði í Kína, mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega. Þannig mun verksmiðjan endurvinna sem nemur útblæstri 40.000 bensín- eða dísilbíla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa í árslok 2021. Dótturfyrirtæki CRI og samstarfsaðila þess í Kína hefur haft milligöngu um undirbúning verkefnisins en öll hönnun á metanólframleiðsluferlinu, tengd verkfræði og framkvæmd verður í höndum CRI. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir einstaka reynslu í hönnun, smíði og rekstri sambærilegra verksmiðja á Íslandi og Þýskalandi gera þeim kleift að reisa verksmiðjur í fullri stærð sem skili góðum arði og dragi um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Henan Shuncheng Group er einkafyrirtæki stofnað árið 1998 og starfar við orkuframleiðslu og vinnslu á koksi til stál- og efnavinnslu. Höfuðstöðvar Shuncheng Group eru í Anyang efna- og iðngarðinum en fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum í Henan, sem er þriðja stærsta hérað Kína að mannfjölda. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.300 talsins. Fyrirtækið selur um 2,6 milljónir tonna af hráefni fyrir stáliðnað á ári, og framleiðir nærri milljón tonn af öðrum efnavörum auk raforku. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 185 milljarðar króna. Carbon Recycling International – CRI hf. var stofnað árið 2006 á Íslandi til þess að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól. Fyrsta verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012 og önnur tilraunaverksmiðja tók nýlega til starfa í grennd við Köln í Þýskalandi. Kína Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CRI. Samkomulag þess efnis var undirritað í höfuðstöðvum CRI að viðstöddum Jin Zhijian, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 10 milljarðar króna. Verksmiðja Shuncheng, sem gert er ráð fyrir að rísi í Anyang borg í Henan héraði í Kína, mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega. Þannig mun verksmiðjan endurvinna sem nemur útblæstri 40.000 bensín- eða dísilbíla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa í árslok 2021. Dótturfyrirtæki CRI og samstarfsaðila þess í Kína hefur haft milligöngu um undirbúning verkefnisins en öll hönnun á metanólframleiðsluferlinu, tengd verkfræði og framkvæmd verður í höndum CRI. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir einstaka reynslu í hönnun, smíði og rekstri sambærilegra verksmiðja á Íslandi og Þýskalandi gera þeim kleift að reisa verksmiðjur í fullri stærð sem skili góðum arði og dragi um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Henan Shuncheng Group er einkafyrirtæki stofnað árið 1998 og starfar við orkuframleiðslu og vinnslu á koksi til stál- og efnavinnslu. Höfuðstöðvar Shuncheng Group eru í Anyang efna- og iðngarðinum en fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum í Henan, sem er þriðja stærsta hérað Kína að mannfjölda. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.300 talsins. Fyrirtækið selur um 2,6 milljónir tonna af hráefni fyrir stáliðnað á ári, og framleiðir nærri milljón tonn af öðrum efnavörum auk raforku. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 185 milljarðar króna. Carbon Recycling International – CRI hf. var stofnað árið 2006 á Íslandi til þess að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól. Fyrsta verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012 og önnur tilraunaverksmiðja tók nýlega til starfa í grennd við Köln í Þýskalandi.
Kína Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira