Flest bendir til mjúkrar lendingar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2019 07:30 Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær. FBL/Stefán Dósent í hagfræði segir útlit fyrir að Íslendingum takist að komast í gegnum niðursveiflu í hagkerfinu án þess að hún verði mikil. Hægt sé að nota peningastefnuna til þess að mýkja lendinguna. Forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter segir ekki annað hægt að lesa úr orðum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands en að vextir verði lækkaðir enn frekar. Fjárfestar tóku í vel í þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans um hálft prósentustig en til marks um það hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um tæplega 0,8 prósent og ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hríðféll í viðskiptum gærdagsins. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm nefndarinnar til þess að mæta efnahagssamdrætti – en bankinn spáir 0,4 prósenta samdrætti í ár – væri töluvert og þá sérstaklega ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við markmið. „Ef spá bankans um slaka rætist og verðbólga og verðbólguvæntingar fara niður í markmið ættu að vera forsendur fyrir því að lækka vexti enn meira horft inn á næsta vetur,“ segir Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter, í samtali við Markaðinn. Hann segist vænta þess að Seðlabankinn lækki vexti um fimmtíu punkta fram á haust. Þá verði aðhald peningastefnunnar aðeins búið að minnka frá því sem það var fyrir áramót. Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir vaxtalækkunina jákvæð tíðindi. Það muni miklu fyrir fyrirtæki að fjármagnskostnaður lækki nú þegar rekstrartekjur séu almennt að dragast saman. „Frá seinna stríði hafa allar hagsveiflur endað með gengisfalli og verðbólgu en við erum að ná því nú að lenda hagkerfinu með öðrum hætti. Við getum notað peningastefnuna til þess í rauninni að mýkja lendinguna,“ útskýrir Ásgeir. Þrír þættir skipti þar mestu máli. „Í fyrsta lagi erum við, þrátt fyrir allt, með viðskiptaafgang enda hefur alls ekkert hrun átt sér stað í ferðaþjónustu, heldur hefur greinin aðeins verið að hægja á sér. Sú þróun var raunar hafin áður en WOW air féll. Viðskiptaafgangurinn myndar mikilvægan stuðning við krónuna. Þá höfum við almennt séð meiri almennan sparnað á síðustu árum og minni einkaneyslu sem aftur leiðir til minni innflutnings og hærra jafnvægisgengis krónunnar. Við höfum ekki misst hagkerfið út í þenslu og ofhitnun, líkt og venjan er yfirleitt, sem hefur komið fram með verðbólgu. Það er mjög jákvætt og veldur því að ekki er þörf á gengisleiðréttingu. Í þriðja lagi búum við yfir öflugum gjaldeyrisforða. Seðlabankinn getur þannig leyft sér að minnka vaxtamun við útlönd með því að lækka vexti án þess að eiga á hættu að gengið gefi eftir. Það gátum við til dæmis ekki árin 2008 og 2001,“ segir Ásgeir. Allt þetta þýði að við séum farin að geta beitt peningastefnunni meira í líkingu við önnur lönd til þess að milda niðursveifluna.Seðlabankinn spáir 0,4 prósenta samdrætti í ár en gerir svo aftur ráð fyrir hagvexti 2020. Fréttablaðið/Anton BrinkVon á frekari lækkunum Agnar Tómas segir að með vaxtalækkuninni í gær hafi Seðlabankinn fært aðhaldsstig peningastefnunnar á sama stað og það var síðasta haust. Ekki sé hægt að lesa annað úr orðum bankans en að vextir verði lækkaðir enn frekar. „Verðbólguvæntingar, bæði til skemmri og lengri tíma, virðast vera komnar í kringum þrjú prósent á þá mælikvarða sem bankinn horfir mest á í dag sem þýðir einfaldlega að fyrir vaxtaákvörðunina var aðhaldsstig Seðlabankans um 1,5 prósent. Síðasta haust, þegar bankinn taldi enn vera talsverða spennu í hagkerfinu, vildi hann ekki hleypa raunvaxtastiginu niður undir eitt prósent og var þá að halda því í kringum eitt prósent. Með vaxtalækkuninni í gær er bankinn þannig að færa aðhaldsstig peningastefnunnar á sama stað og það var í spennu síðasta haust,“ nefnir Agnar og bætir við: „Þess vegna er ekki hægt að lesa annað úr orðum bankans, og það kom líka skýrt fram á fundinum með seðlabankastjóra í gærmorgun, en að hann muni að óbreyttu – og að því gefnu að verðbólguvæntingar hækki ekki á ný – halda áfram að lækka vexti, þó svo að það sé ekki nema einfaldlega til þess að draga úr aðhaldinu og færa það í meira samræmi við þann slaka og hjöðnun verðbólgu sem er fram undan í hagkerfinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Dósent í hagfræði segir útlit fyrir að Íslendingum takist að komast í gegnum niðursveiflu í hagkerfinu án þess að hún verði mikil. Hægt sé að nota peningastefnuna til þess að mýkja lendinguna. Forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter segir ekki annað hægt að lesa úr orðum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands en að vextir verði lækkaðir enn frekar. Fjárfestar tóku í vel í þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans um hálft prósentustig en til marks um það hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um tæplega 0,8 prósent og ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hríðféll í viðskiptum gærdagsins. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm nefndarinnar til þess að mæta efnahagssamdrætti – en bankinn spáir 0,4 prósenta samdrætti í ár – væri töluvert og þá sérstaklega ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við markmið. „Ef spá bankans um slaka rætist og verðbólga og verðbólguvæntingar fara niður í markmið ættu að vera forsendur fyrir því að lækka vexti enn meira horft inn á næsta vetur,“ segir Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter, í samtali við Markaðinn. Hann segist vænta þess að Seðlabankinn lækki vexti um fimmtíu punkta fram á haust. Þá verði aðhald peningastefnunnar aðeins búið að minnka frá því sem það var fyrir áramót. Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir vaxtalækkunina jákvæð tíðindi. Það muni miklu fyrir fyrirtæki að fjármagnskostnaður lækki nú þegar rekstrartekjur séu almennt að dragast saman. „Frá seinna stríði hafa allar hagsveiflur endað með gengisfalli og verðbólgu en við erum að ná því nú að lenda hagkerfinu með öðrum hætti. Við getum notað peningastefnuna til þess í rauninni að mýkja lendinguna,“ útskýrir Ásgeir. Þrír þættir skipti þar mestu máli. „Í fyrsta lagi erum við, þrátt fyrir allt, með viðskiptaafgang enda hefur alls ekkert hrun átt sér stað í ferðaþjónustu, heldur hefur greinin aðeins verið að hægja á sér. Sú þróun var raunar hafin áður en WOW air féll. Viðskiptaafgangurinn myndar mikilvægan stuðning við krónuna. Þá höfum við almennt séð meiri almennan sparnað á síðustu árum og minni einkaneyslu sem aftur leiðir til minni innflutnings og hærra jafnvægisgengis krónunnar. Við höfum ekki misst hagkerfið út í þenslu og ofhitnun, líkt og venjan er yfirleitt, sem hefur komið fram með verðbólgu. Það er mjög jákvætt og veldur því að ekki er þörf á gengisleiðréttingu. Í þriðja lagi búum við yfir öflugum gjaldeyrisforða. Seðlabankinn getur þannig leyft sér að minnka vaxtamun við útlönd með því að lækka vexti án þess að eiga á hættu að gengið gefi eftir. Það gátum við til dæmis ekki árin 2008 og 2001,“ segir Ásgeir. Allt þetta þýði að við séum farin að geta beitt peningastefnunni meira í líkingu við önnur lönd til þess að milda niðursveifluna.Seðlabankinn spáir 0,4 prósenta samdrætti í ár en gerir svo aftur ráð fyrir hagvexti 2020. Fréttablaðið/Anton BrinkVon á frekari lækkunum Agnar Tómas segir að með vaxtalækkuninni í gær hafi Seðlabankinn fært aðhaldsstig peningastefnunnar á sama stað og það var síðasta haust. Ekki sé hægt að lesa annað úr orðum bankans en að vextir verði lækkaðir enn frekar. „Verðbólguvæntingar, bæði til skemmri og lengri tíma, virðast vera komnar í kringum þrjú prósent á þá mælikvarða sem bankinn horfir mest á í dag sem þýðir einfaldlega að fyrir vaxtaákvörðunina var aðhaldsstig Seðlabankans um 1,5 prósent. Síðasta haust, þegar bankinn taldi enn vera talsverða spennu í hagkerfinu, vildi hann ekki hleypa raunvaxtastiginu niður undir eitt prósent og var þá að halda því í kringum eitt prósent. Með vaxtalækkuninni í gær er bankinn þannig að færa aðhaldsstig peningastefnunnar á sama stað og það var í spennu síðasta haust,“ nefnir Agnar og bætir við: „Þess vegna er ekki hægt að lesa annað úr orðum bankans, og það kom líka skýrt fram á fundinum með seðlabankastjóra í gærmorgun, en að hann muni að óbreyttu – og að því gefnu að verðbólguvæntingar hækki ekki á ný – halda áfram að lækka vexti, þó svo að það sé ekki nema einfaldlega til þess að draga úr aðhaldinu og færa það í meira samræmi við þann slaka og hjöðnun verðbólgu sem er fram undan í hagkerfinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15