Síminn vísar ásökunum um sérhagsmunagæslu á bug Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:30 Orri Hauksson, forstjóri Símans Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra. „Rétt innleiðing, eins og Síminn leggur til, felur ekki í sér að verið sé að færa Símanum sérhagsmuni, heldur kemur þessi leið öllu samfélaginu til góða og er til þess fallin að auka ábata neytenda af uppbyggingu aðila á vegum hins opinbera,“ segir í nýlegri umsögn Símans við frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt Evróputilskipun um ráðstafanir til þess að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Áðurnefnd tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. Í umsögn Símans segir félagið umræðuna um frumvarpið vera komna á villigötur. Brýnt sé að koma henni á málefnalegri stað. Fjarskiptafélagið bendir meðal annars á að aðgangur að svörtum ljósleiðara gefi öllum fjarskiptafélögum kost á að byggja upp eigin tæknilega innviði ofan á hinu óvirka lagi, þar sem langstærsti hluti stofnkostnaðar kerfisins liggi, og komast þar með dýpra í virðiskeðju fjarskiptaþjónustunnar. Tillaga félagsins sé þannig til þess fallin að auka samkeppni á fleiri stöðum í virðiskeðju fjarskipta og bæta skilvirkni fjárfestinga. Gagnaveita Reykjavíkur gerir í nýrri umsögn alvarlegar athugasemdir við tillögu Símans og segir félagið setja fram fullyrðingar sem hafi þegar verið hraktar af eftirlitsstofnunum. „Það er ekki Símans að túlka hvað kunni að vera sanngjörn og eðlileg beiðni um aðgang að fjarskiptakerfi GR eða að koma aðgangskvöðum á GR í lög sem henta fyrst og fremst hans eigin starfsemi en hefta samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir á einum stað í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra. „Rétt innleiðing, eins og Síminn leggur til, felur ekki í sér að verið sé að færa Símanum sérhagsmuni, heldur kemur þessi leið öllu samfélaginu til góða og er til þess fallin að auka ábata neytenda af uppbyggingu aðila á vegum hins opinbera,“ segir í nýlegri umsögn Símans við frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt Evróputilskipun um ráðstafanir til þess að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Áðurnefnd tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. Í umsögn Símans segir félagið umræðuna um frumvarpið vera komna á villigötur. Brýnt sé að koma henni á málefnalegri stað. Fjarskiptafélagið bendir meðal annars á að aðgangur að svörtum ljósleiðara gefi öllum fjarskiptafélögum kost á að byggja upp eigin tæknilega innviði ofan á hinu óvirka lagi, þar sem langstærsti hluti stofnkostnaðar kerfisins liggi, og komast þar með dýpra í virðiskeðju fjarskiptaþjónustunnar. Tillaga félagsins sé þannig til þess fallin að auka samkeppni á fleiri stöðum í virðiskeðju fjarskipta og bæta skilvirkni fjárfestinga. Gagnaveita Reykjavíkur gerir í nýrri umsögn alvarlegar athugasemdir við tillögu Símans og segir félagið setja fram fullyrðingar sem hafi þegar verið hraktar af eftirlitsstofnunum. „Það er ekki Símans að túlka hvað kunni að vera sanngjörn og eðlileg beiðni um aðgang að fjarskiptakerfi GR eða að koma aðgangskvöðum á GR í lög sem henta fyrst og fremst hans eigin starfsemi en hefta samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir á einum stað í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00