Hringbraut gert að greiða milljón vegna þáttar um miðbæ Selfoss Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 19:17 Fjölmiðlanefnd ákvað að taka málið til efnislegrar meðferðar að eigin frumkvæði í kjölfar fyrirspurnar frá íbúa á Selfossi. Vísir/vilhelm Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með kostun þáttarins Miðbær Selfoss í þáttaröðinni Atvinnulífið hafi Hringbraut brotið gegn 2. mgr. 42. gr. laga um fjölmiðla sem fjallar um bann við kostun fréttatengds efnis. Hringbraut er gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna málsins. Þátturinn Miðbær Selfoss var sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og birtur á vef miðilsins 10. ágúst á síðasta ári. Í þættinum voru til umfjöllunar tillögur bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Þátturinn var kostaður af Sigtúni þróunarfélagi, framkvæmdaaðila þeirra breytingaframkvæmda sem kosið var um í íbúakosningunum. Fjölmiðlanefnd ákvað að taka málið til efnislegrar meðferðar að eigin frumkvæði í kjölfar fyrirspurnar frá íbúa á Selfossi. „Við ákvörðun fjölmiðlanefndar segir m.a. að um reglur um bann við kostun frétta og fréttatengds efnis gangi út á að vernda upplýsingarétt almennings enda sé brýnt að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Að mati fjölmiðlanefndar eigi þau sjónarmið ekki síst við í aðdraganda lýðræðislegra kosninga, hvort sem um sé að ræða kosningar sem fram fari á landsvísu eða íbúakosningar í sveitarfélögum,“ segir í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Mikilvægt sé að umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga sé fagleg og vönduð og forða því að almenningur rugli saman auglýsingum, kostuðu efni og hlutlausum upplýsingum. „Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af framangreindri niðurstöðu, alvarleika brots og þess að um ítrekað brot var að ræða“.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Kostun fréttatengdrar umfjöllunar í þættinum Miðbær Selfoss Árborg Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar 29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns. 9. maí 2018 07:00 Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með kostun þáttarins Miðbær Selfoss í þáttaröðinni Atvinnulífið hafi Hringbraut brotið gegn 2. mgr. 42. gr. laga um fjölmiðla sem fjallar um bann við kostun fréttatengds efnis. Hringbraut er gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna málsins. Þátturinn Miðbær Selfoss var sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og birtur á vef miðilsins 10. ágúst á síðasta ári. Í þættinum voru til umfjöllunar tillögur bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Þátturinn var kostaður af Sigtúni þróunarfélagi, framkvæmdaaðila þeirra breytingaframkvæmda sem kosið var um í íbúakosningunum. Fjölmiðlanefnd ákvað að taka málið til efnislegrar meðferðar að eigin frumkvæði í kjölfar fyrirspurnar frá íbúa á Selfossi. „Við ákvörðun fjölmiðlanefndar segir m.a. að um reglur um bann við kostun frétta og fréttatengds efnis gangi út á að vernda upplýsingarétt almennings enda sé brýnt að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Að mati fjölmiðlanefndar eigi þau sjónarmið ekki síst við í aðdraganda lýðræðislegra kosninga, hvort sem um sé að ræða kosningar sem fram fari á landsvísu eða íbúakosningar í sveitarfélögum,“ segir í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Mikilvægt sé að umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga sé fagleg og vönduð og forða því að almenningur rugli saman auglýsingum, kostuðu efni og hlutlausum upplýsingum. „Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af framangreindri niðurstöðu, alvarleika brots og þess að um ítrekað brot var að ræða“.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Kostun fréttatengdrar umfjöllunar í þættinum Miðbær Selfoss
Árborg Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar 29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns. 9. maí 2018 07:00 Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45
Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar 29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns. 9. maí 2018 07:00
Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00