Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:15 Frá slysstað í Eþíópíu. Nordicphotos/AFP Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. Boeing flýtti sér í framleiðsluferli 737 MAX vélanna þegar þeir reyndu að keppa við hinar nýju vélar Airbus. Reynt var að spara útgjöld með því að fjarlægja kafla um MCAS úr handbók flugmanna og sleppa því nauðsynlegri aukaþjálfun sem hefði kostað milljónir dollara. Snemma í framleiðsluferlinu var flugvélin með tvo nema til að greina ofris, en Boeing tók út annan nemann. Nú hefur komið í ljós að nemarnir í flugvélunum tveimur sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu, sem varð 346 manns að bana, voru gallaðir. Flugvélar með 737 MAX vélum voru kyrrsettar um allan heim í kjölfarið. Boeing greindi frá því að þeir hefðu lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum um miðjan maí. Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing og Flugmálaeftirlits Bandaríkjanna sem komu að framleiðsluferlinu greindu frá því að þeir áttuðu sig ekki alveg á MCAS-hugbúnaðinum og gerðu ráð fyrir því að kerfið notaðist við marga nema, en ekki einn eins og var raunin. Að sögn NYT gerðu starfsmennirnir einnig ráð fyrir því að MCAS-kerfið myndi sjaldan vera virkjað. Í kjölfarið var réttindum úthlutað og ákvarðanir teknar varðandi hönnun vélarinnar og þjálfun flugmanna, allt út frá misskilningi. Boeing flýtti sér of mikið við að framleiða 737 MAX vélarnar að sögn starfsmanna og voru boðskipti því óskýr. Flugmálaeftirlitið fékk ekki að heyra um breytinguna á MCAS-hugbúnaðinn fyrr en eftir fyrsta flugslysið. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. Boeing flýtti sér í framleiðsluferli 737 MAX vélanna þegar þeir reyndu að keppa við hinar nýju vélar Airbus. Reynt var að spara útgjöld með því að fjarlægja kafla um MCAS úr handbók flugmanna og sleppa því nauðsynlegri aukaþjálfun sem hefði kostað milljónir dollara. Snemma í framleiðsluferlinu var flugvélin með tvo nema til að greina ofris, en Boeing tók út annan nemann. Nú hefur komið í ljós að nemarnir í flugvélunum tveimur sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu, sem varð 346 manns að bana, voru gallaðir. Flugvélar með 737 MAX vélum voru kyrrsettar um allan heim í kjölfarið. Boeing greindi frá því að þeir hefðu lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum um miðjan maí. Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing og Flugmálaeftirlits Bandaríkjanna sem komu að framleiðsluferlinu greindu frá því að þeir áttuðu sig ekki alveg á MCAS-hugbúnaðinum og gerðu ráð fyrir því að kerfið notaðist við marga nema, en ekki einn eins og var raunin. Að sögn NYT gerðu starfsmennirnir einnig ráð fyrir því að MCAS-kerfið myndi sjaldan vera virkjað. Í kjölfarið var réttindum úthlutað og ákvarðanir teknar varðandi hönnun vélarinnar og þjálfun flugmanna, allt út frá misskilningi. Boeing flýtti sér of mikið við að framleiða 737 MAX vélarnar að sögn starfsmanna og voru boðskipti því óskýr. Flugmálaeftirlitið fékk ekki að heyra um breytinguna á MCAS-hugbúnaðinn fyrr en eftir fyrsta flugslysið.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira