Fordæmi fyrir því að hægt sé að fá ösp nágrannans fellda Andri Eysteinsson skrifar 28. júní 2019 22:05 Hver veit nema einhverjar nágranna erjur stafi vegna þessa trjáa. Vísir/Vilhelm Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna? Þessum spurningum veltu Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis fyrir sér og fengu til sín formann Húseigendafélagsins Sigurð Helga Guðjónsson til að svara þeim spurningum sem brunnu á. Sigurður Helgi segir slík mál koma nær daglega á borð húseigendafélagsins að sumri til, málin séu oft mjög illvíg og hatrömm enda séu miklar tilfinningar að baki. „Það er í raun tvöfalt reglukerfi sem gildir um þetta, annars vegar byggingarlöggjöf. Það eru reglur í byggingarreglugerð sem banna að planta hávöxnum trjátegundum á lóðamörkum, ekki nær þeim en fjórir metrar. Ef það er nær mega trén ekki vera meira en 180 sentimetrar á hæð, segir Sigurður Helgi og bætir við upplýsingum um hitt kerfið. „Grenndarréttur og nábýlisréttur, óskráðar reglur sem byggjast á dómafordæmum og fræði kenningum. Meginreglan þar er sú að ekki þurfi að þola meira ónæði en gengur og gerist, mörkin þar á milli eru hárfín og mér finnst hér skorta almenna löggjöf um þessi efni.“ En gæti nágranni, sem finnst ösp í næsta garði skyggja heldur mikið á sig, vísað í reglugerð og fengið hana fellda?„Já, það eru fordæmi fyrir því. Það er gömul saga og ný að svona hávaxin tré geta verið einum til yndis en öðrum til baga og ekki er allt sem vel er grænt. Hávaxin tré geta dagsljósi í dimmu breytt, segir Sigurður.Þá segir Sigurður að málin snúi að mestu leyti að öspum. Aspir eigi ekki heima í þröngum húsagörðum og limgerði eins og tíðkast hér á landi. „Það dettur engum í hug að setja górillu í hamstrabúr,“ segir Sigurður. Hægt er að skjóta málum sem þessum til yfirvalda á grundvelli byggingarreglugerða. Sigurður segir mál af þessum toga hafa farið fyrir dómstóla og aspareigendum gert að fella tré. Þó megi ekki taka lögin í sínar eigin hendur, að fella ösp nágrannans sé brot á almennum hegningarlögum sem kallist gertæki. Grípa verði til lagalegra úrræða í þessum efnum, samkvæmt Sigurði Helga Guðjónssyni, formanni Húseigendafélagsins. Heyra má umræður í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna? Þessum spurningum veltu Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis fyrir sér og fengu til sín formann Húseigendafélagsins Sigurð Helga Guðjónsson til að svara þeim spurningum sem brunnu á. Sigurður Helgi segir slík mál koma nær daglega á borð húseigendafélagsins að sumri til, málin séu oft mjög illvíg og hatrömm enda séu miklar tilfinningar að baki. „Það er í raun tvöfalt reglukerfi sem gildir um þetta, annars vegar byggingarlöggjöf. Það eru reglur í byggingarreglugerð sem banna að planta hávöxnum trjátegundum á lóðamörkum, ekki nær þeim en fjórir metrar. Ef það er nær mega trén ekki vera meira en 180 sentimetrar á hæð, segir Sigurður Helgi og bætir við upplýsingum um hitt kerfið. „Grenndarréttur og nábýlisréttur, óskráðar reglur sem byggjast á dómafordæmum og fræði kenningum. Meginreglan þar er sú að ekki þurfi að þola meira ónæði en gengur og gerist, mörkin þar á milli eru hárfín og mér finnst hér skorta almenna löggjöf um þessi efni.“ En gæti nágranni, sem finnst ösp í næsta garði skyggja heldur mikið á sig, vísað í reglugerð og fengið hana fellda?„Já, það eru fordæmi fyrir því. Það er gömul saga og ný að svona hávaxin tré geta verið einum til yndis en öðrum til baga og ekki er allt sem vel er grænt. Hávaxin tré geta dagsljósi í dimmu breytt, segir Sigurður.Þá segir Sigurður að málin snúi að mestu leyti að öspum. Aspir eigi ekki heima í þröngum húsagörðum og limgerði eins og tíðkast hér á landi. „Það dettur engum í hug að setja górillu í hamstrabúr,“ segir Sigurður. Hægt er að skjóta málum sem þessum til yfirvalda á grundvelli byggingarreglugerða. Sigurður segir mál af þessum toga hafa farið fyrir dómstóla og aspareigendum gert að fella tré. Þó megi ekki taka lögin í sínar eigin hendur, að fella ösp nágrannans sé brot á almennum hegningarlögum sem kallist gertæki. Grípa verði til lagalegra úrræða í þessum efnum, samkvæmt Sigurði Helga Guðjónssyni, formanni Húseigendafélagsins. Heyra má umræður í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira