Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2019 11:13 Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og vildi fá úr því skorið hvort Sýn hf. hefði brotið gegn fjölmiðlalögum. Fréttablaðið/Hanna Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi ekki brotið gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Lögin leggja bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptavinum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og hélt því fram að Sýn hafi brotið gegn lögunum þegar félagið veitti á ákveðnum tímapunkti einungis aðgang að ólínulegu myndefni þess í gegnum eigið IPTV fjarskiptakerfi, þar á meðal að efnisveitunni Vodafone Play. Sýn hefði ekki haft frumkvæði að því að bjóða efnið til annarra fyrirtækja á markaðnum. Þá gaf Síminn Sýn að sök að hafa með markaðaðgerðum sínum brotið gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga. Sýn hafnaði því að hafa brotið gegn umræddri grein fjölmiðlalaga og kvaðst fylgja opinni viðskiptastefnu „ólíkt þeirri lokuðu viðskiptastefnu sem Síminn ástundaði“. Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum að tengdu fjarskiptafyrirtæki heldur dreifði efni sínu sem víðast og gilti þá einu hvort um væri að ræða undirliggjandi fjarskiptanet GR eða Mílu. Félagið sagðist þá aldrei hafa synjað neinum um aðgang að ólínulegu efni Sýnar, auk þess sem Síminn hefði aldrei óskað eftir aðgangi að efnisveitum á borð við Vodafone Play, Cirkus eða Leigunni. Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að í máli þessu væri ekki fyrir að fara nokkurs konar synjun á aðgangi að efni þar sem Síminn hafi aldrei óskað eftir þeirri þjónustu sem kvörtun Símans beinist að og ekki þriðji aðili heldur. Umræddri málsgrein fjölmiðlalaga er ætlað að koma í veg fyrir að efni sem ekki er kostur á að nálgast annars staðar og dreifing þess sé bundin við sama lokaða fjarskiptanetið. Er það mat Póst- og fjarskiptastofnunar að Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi ekki brotið gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Lögin leggja bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptavinum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og hélt því fram að Sýn hafi brotið gegn lögunum þegar félagið veitti á ákveðnum tímapunkti einungis aðgang að ólínulegu myndefni þess í gegnum eigið IPTV fjarskiptakerfi, þar á meðal að efnisveitunni Vodafone Play. Sýn hefði ekki haft frumkvæði að því að bjóða efnið til annarra fyrirtækja á markaðnum. Þá gaf Síminn Sýn að sök að hafa með markaðaðgerðum sínum brotið gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga. Sýn hafnaði því að hafa brotið gegn umræddri grein fjölmiðlalaga og kvaðst fylgja opinni viðskiptastefnu „ólíkt þeirri lokuðu viðskiptastefnu sem Síminn ástundaði“. Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum að tengdu fjarskiptafyrirtæki heldur dreifði efni sínu sem víðast og gilti þá einu hvort um væri að ræða undirliggjandi fjarskiptanet GR eða Mílu. Félagið sagðist þá aldrei hafa synjað neinum um aðgang að ólínulegu efni Sýnar, auk þess sem Síminn hefði aldrei óskað eftir aðgangi að efnisveitum á borð við Vodafone Play, Cirkus eða Leigunni. Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að í máli þessu væri ekki fyrir að fara nokkurs konar synjun á aðgangi að efni þar sem Síminn hafi aldrei óskað eftir þeirri þjónustu sem kvörtun Símans beinist að og ekki þriðji aðili heldur. Umræddri málsgrein fjölmiðlalaga er ætlað að koma í veg fyrir að efni sem ekki er kostur á að nálgast annars staðar og dreifing þess sé bundin við sama lokaða fjarskiptanetið. Er það mat Póst- og fjarskiptastofnunar að Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira