Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 23:30 Trump og Darroch eru ekki par sáttir við hvor annan. Vísir/Getty Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. Þetta kemur fram í minnisblöðum sendiherrans sem lekið var til breska dagblaðsins Mail on Sunday. Minnisblöðin eru frá árinu 2017 til dagsins í dag og þar segir sendiherrann Trump meðal annars „geisla af óöryggi“ og ráðleggur ráðamönnum í London að eiga við hann á skilvirkan hátt. Það þurfi að einfalda hlutina og jafnvel segja þá í fullri hreinskilni. Þá sagðist sendiherrann ekki vera bjartsýnn á framhaldið. Í einu minnisblaðinu segir Darroch að fáir hafi trú á því að hlutirnir muni breytast til hins betra. „Við höfum eiginlega ekki trú á því að þessi stjórn verði eitthvað eðlilegri; minna óstarfhæf; minna ófyrirsjáanleg; minni flokkaátök; minna klunnaleg og klaufsk,“ skrifaði hann.Jeremy Hunt segir skoðanir Darroch ekki vera samhljóma skoðunum hans.Vísir/GettyTrump nýtur stuðnings bresku ríkisstjórnarinnar Blaðamenn spurðu Trump út í ummælin í dag og bar hann sendiherranum ekki vel söguna. Hann sagði Darroch ekki hafa þjónað Bretlandi vel sem sendiherra en Darroch hefur gegnt stöðu sendiherra síðan í janúar árið 2016. „Sendiherrann hefur ekki þjónað Bretlandi vel, ég get sagt þér það. Við erum ekki miklir aðdáendur þessa manns. Ég gæti sagt hluti um hann, en ég nenni því ekki,“ sagði Trump. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir ummælin í minnisblöðunum vera persónulegar skoðanir Darroch en ekki skoðun bresku ríkisstjórnarinnar né hans. Þau séu afar sátt við samskipti ríkisstjórnarinnar og Trump. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur fullyrt að lekinn verði rannsakaður en á sama tíma væri mikilvægt að sendiherrar gætu útvegað ráðherrum hreinskilið mat á stjórnmálum þess lands sem þeir störfuðu í. Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. Þetta kemur fram í minnisblöðum sendiherrans sem lekið var til breska dagblaðsins Mail on Sunday. Minnisblöðin eru frá árinu 2017 til dagsins í dag og þar segir sendiherrann Trump meðal annars „geisla af óöryggi“ og ráðleggur ráðamönnum í London að eiga við hann á skilvirkan hátt. Það þurfi að einfalda hlutina og jafnvel segja þá í fullri hreinskilni. Þá sagðist sendiherrann ekki vera bjartsýnn á framhaldið. Í einu minnisblaðinu segir Darroch að fáir hafi trú á því að hlutirnir muni breytast til hins betra. „Við höfum eiginlega ekki trú á því að þessi stjórn verði eitthvað eðlilegri; minna óstarfhæf; minna ófyrirsjáanleg; minni flokkaátök; minna klunnaleg og klaufsk,“ skrifaði hann.Jeremy Hunt segir skoðanir Darroch ekki vera samhljóma skoðunum hans.Vísir/GettyTrump nýtur stuðnings bresku ríkisstjórnarinnar Blaðamenn spurðu Trump út í ummælin í dag og bar hann sendiherranum ekki vel söguna. Hann sagði Darroch ekki hafa þjónað Bretlandi vel sem sendiherra en Darroch hefur gegnt stöðu sendiherra síðan í janúar árið 2016. „Sendiherrann hefur ekki þjónað Bretlandi vel, ég get sagt þér það. Við erum ekki miklir aðdáendur þessa manns. Ég gæti sagt hluti um hann, en ég nenni því ekki,“ sagði Trump. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir ummælin í minnisblöðunum vera persónulegar skoðanir Darroch en ekki skoðun bresku ríkisstjórnarinnar né hans. Þau séu afar sátt við samskipti ríkisstjórnarinnar og Trump. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur fullyrt að lekinn verði rannsakaður en á sama tíma væri mikilvægt að sendiherrar gætu útvegað ráðherrum hreinskilið mat á stjórnmálum þess lands sem þeir störfuðu í.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira