Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 12:30 Dagur segir að öllum athugasemdum varðandi Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega. Vísir/Vilhelm Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. Borgarstjóri segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað ítarlega og að ekki hafi verið þörf á að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það í borgarstjórn. Tillagan felst í uppbyggingu á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Gróðurhvelfingarnar verði að hluta niðurgrafnar og mótaðar inn í landið. Þannig sé landnotkunin í samræmi við aðalaskipulalag Reykjavíkurborgar 2010-2030. Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það og afgreiða í borgarstjórn, en því var hafnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meirihlutinn hafi einfaldlega talið að ekki væri eftir neinu að bíða. „Borgarráð fer með hlutverk borgarstjórnar á þessum árstíma. Málið hefur verið lengi í undirbúingi og kynningu. Það voru haldnir opnir íbúafundir í vor og svo framvegis. Það er búið að svara öllum athugasemdum ítarlega og koma til móts við mjög margar af þeim áhyggjum sem hafa verið settar fram þannig við töldum ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Tillagan er nokkuð umdeild en í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að byggingar muni þrengja að vatnsviðinu og yfirtaka hluta af útivistarsvæði sem nú er ætlað almenningi. Dagur segir að þessum athugasemdum hafi verið svarað ítarlega. „Það var einfaldlega gert mjög ítarlega eins og alltaf er gert þegar verið er að undirbúa deiliskipulag. Þarna voru settar fram nokkrar ábendingar varðandi afmörkun svæðisins og önnur atriði sem einfaldlega er farið yfir af deiliskipulagshöfundum og sérfræðingum umhverfis- og skipulagssviðs,“ saði Dagur.Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. Borgarstjóri segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað ítarlega og að ekki hafi verið þörf á að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það í borgarstjórn. Tillagan felst í uppbyggingu á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Gróðurhvelfingarnar verði að hluta niðurgrafnar og mótaðar inn í landið. Þannig sé landnotkunin í samræmi við aðalaskipulalag Reykjavíkurborgar 2010-2030. Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það og afgreiða í borgarstjórn, en því var hafnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meirihlutinn hafi einfaldlega talið að ekki væri eftir neinu að bíða. „Borgarráð fer með hlutverk borgarstjórnar á þessum árstíma. Málið hefur verið lengi í undirbúingi og kynningu. Það voru haldnir opnir íbúafundir í vor og svo framvegis. Það er búið að svara öllum athugasemdum ítarlega og koma til móts við mjög margar af þeim áhyggjum sem hafa verið settar fram þannig við töldum ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Tillagan er nokkuð umdeild en í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að byggingar muni þrengja að vatnsviðinu og yfirtaka hluta af útivistarsvæði sem nú er ætlað almenningi. Dagur segir að þessum athugasemdum hafi verið svarað ítarlega. „Það var einfaldlega gert mjög ítarlega eins og alltaf er gert þegar verið er að undirbúa deiliskipulag. Þarna voru settar fram nokkrar ábendingar varðandi afmörkun svæðisins og önnur atriði sem einfaldlega er farið yfir af deiliskipulagshöfundum og sérfræðingum umhverfis- og skipulagssviðs,“ saði Dagur.Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15