Sektin á Wow air sögð sýna að viðskiptakerfið virki sem skyldi Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 16:13 Wow air losað um 278 þúsund tonn af koltvísýringi í fyrra. Gera átti upp losunarheimildir þess vegna hennar í lok apríl. Fréttablaðið/Ernir Evrópusambandið leggur meðvitað háar sektir við því að brotið sé gegn reglum viðskiptakerfis með losunarheimildir. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að tæplega fjögurra milljarða króna sekt sem lögð var á þrotabú Wow air í dag sýni að kerfi í loftslagsmálum og eftirfylgni með því virki.Stjórnvaldssekt upp á tæpa 3,8 milljarða króna var lögð á þrotabú Wow air fyrir að vanrækja að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018 í dag. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Umhverfisstofnun sektar fyrirtæki fyrir slíkt brot og er sektin nú sú langhæsta sem stofnunin hefur lagt á. Flugfélögin eins og ýmis annar iðnaður sem losar gróðurhúsalofttegundir falla undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Með því fá fyrirtækin heimildir til að losa tiltekið magn gróðurhúsalofttegunda sem dragast saman eftir því sem árin líða. Fyrirtækin geta keypt og selt heimildir eftir þörfum en þær verða dýrari með tímanum. Tilgangurinn er að skapa hvata til að fyrirtækin dragi úr losun. Þeir sem eiga aðild að kerfinu þurfa að gera upp losunarheimildir sínar árlega. Þó að fyrirtækin megi kaupa og selja heimildir sínar þurfa þau að tryggja að þau eigi nægar heimildir fyrir losun sinni þegar kemur að uppgjörinu. Þannig bar Wow air að standa skil á heimildunum fyrir síðasta ár 30. apríl. Sá frestur kom og fór án þess að fyrirtækið, sem þá var orðið gjaldþrota, gerði heimildirnar upp. Fyrir það lagði Umhverfisstofnun stjórnvaldssektina á þrotabú fallna flugfélagsins. Þrotabúið hefur þrjá mánuði til að kæra ákvörðunina til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánGera kröfu um tiltekinn fjölda heimilda, ekki fjárhæð Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að sektin sé há að yfirlögðu ráði. Evrópusambandið hafi haft sektirnar háar meðvitað þar sem það telji loftslagsmál stórt mál sem taka þurfi alvarlega. Mikilvægt sé að traust ríki um að fyrirtæki fylgi reglunum og geri upp heimildir sínar. „Þetta er dæmi um að kerfi í umhverfismálum, í loftslagsmálum, virki sem skyldi. Að eftirfylgni í kerfinu virki,“ segir hún. Auk sektarinnar þarf þrotabú Wow air að gera upp losunarheimildir fyrir losun félagsins í fyrra. Elva Rakel getur ekki sagt til um hvað það kosti þrotabúið að kaupa losunarheimildir fyrir þau rúmu 278 þúsund tonn af koltvísýringi sem Wow air losaði í fyrra. Losunarheimildirnar séu markaðsvara og þær sveiflist í verði. Stofnunin mun lýsa kröfu í þrotabúið þar sem kveðið verður á um fjölda heimildanna sem þarf að greiða fyrir frekar en tiltekna fjárhæð fyrir þeim. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús Wow air, sagði Vísi í maí að nokkur þúsund kröfur hefðu þá borist í búið. Þar á meðal er fjöldi launakrafna starfsmanna sem eru forgangskröfur. Hvorki náðist í Svein Andra né Þorstein Einarsson, hinn skipaðan skiptastjóra búsins, við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Loftslagsmál WOW Air Tengdar fréttir Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Fyrirtæki á Íslandi keyptu tæplega milljón losunarheimildir í fyrra. Losun frá flugi var meira en tvöfalt meiri en losunarheimildir sem flugfélög fengu endurgjaldslaust. 20. maí 2019 13:04 Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Evrópusambandið leggur meðvitað háar sektir við því að brotið sé gegn reglum viðskiptakerfis með losunarheimildir. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að tæplega fjögurra milljarða króna sekt sem lögð var á þrotabú Wow air í dag sýni að kerfi í loftslagsmálum og eftirfylgni með því virki.Stjórnvaldssekt upp á tæpa 3,8 milljarða króna var lögð á þrotabú Wow air fyrir að vanrækja að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018 í dag. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Umhverfisstofnun sektar fyrirtæki fyrir slíkt brot og er sektin nú sú langhæsta sem stofnunin hefur lagt á. Flugfélögin eins og ýmis annar iðnaður sem losar gróðurhúsalofttegundir falla undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Með því fá fyrirtækin heimildir til að losa tiltekið magn gróðurhúsalofttegunda sem dragast saman eftir því sem árin líða. Fyrirtækin geta keypt og selt heimildir eftir þörfum en þær verða dýrari með tímanum. Tilgangurinn er að skapa hvata til að fyrirtækin dragi úr losun. Þeir sem eiga aðild að kerfinu þurfa að gera upp losunarheimildir sínar árlega. Þó að fyrirtækin megi kaupa og selja heimildir sínar þurfa þau að tryggja að þau eigi nægar heimildir fyrir losun sinni þegar kemur að uppgjörinu. Þannig bar Wow air að standa skil á heimildunum fyrir síðasta ár 30. apríl. Sá frestur kom og fór án þess að fyrirtækið, sem þá var orðið gjaldþrota, gerði heimildirnar upp. Fyrir það lagði Umhverfisstofnun stjórnvaldssektina á þrotabú fallna flugfélagsins. Þrotabúið hefur þrjá mánuði til að kæra ákvörðunina til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánGera kröfu um tiltekinn fjölda heimilda, ekki fjárhæð Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að sektin sé há að yfirlögðu ráði. Evrópusambandið hafi haft sektirnar háar meðvitað þar sem það telji loftslagsmál stórt mál sem taka þurfi alvarlega. Mikilvægt sé að traust ríki um að fyrirtæki fylgi reglunum og geri upp heimildir sínar. „Þetta er dæmi um að kerfi í umhverfismálum, í loftslagsmálum, virki sem skyldi. Að eftirfylgni í kerfinu virki,“ segir hún. Auk sektarinnar þarf þrotabú Wow air að gera upp losunarheimildir fyrir losun félagsins í fyrra. Elva Rakel getur ekki sagt til um hvað það kosti þrotabúið að kaupa losunarheimildir fyrir þau rúmu 278 þúsund tonn af koltvísýringi sem Wow air losaði í fyrra. Losunarheimildirnar séu markaðsvara og þær sveiflist í verði. Stofnunin mun lýsa kröfu í þrotabúið þar sem kveðið verður á um fjölda heimildanna sem þarf að greiða fyrir frekar en tiltekna fjárhæð fyrir þeim. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús Wow air, sagði Vísi í maí að nokkur þúsund kröfur hefðu þá borist í búið. Þar á meðal er fjöldi launakrafna starfsmanna sem eru forgangskröfur. Hvorki náðist í Svein Andra né Þorstein Einarsson, hinn skipaðan skiptastjóra búsins, við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál WOW Air Tengdar fréttir Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Fyrirtæki á Íslandi keyptu tæplega milljón losunarheimildir í fyrra. Losun frá flugi var meira en tvöfalt meiri en losunarheimildir sem flugfélög fengu endurgjaldslaust. 20. maí 2019 13:04 Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54
Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Fyrirtæki á Íslandi keyptu tæplega milljón losunarheimildir í fyrra. Losun frá flugi var meira en tvöfalt meiri en losunarheimildir sem flugfélög fengu endurgjaldslaust. 20. maí 2019 13:04
Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07