Birkiskógar fái að dreifa úr sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2019 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum í dag. Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi. Önnur af tveimur megin aðgerðum stjórnalda í loftslagsmálum var kynnt í dag. Saman eiga þær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu þannig að Ísland verði að lokum kolefnishlutlaust árið 2040. Fyrri aðgerðin sem var kynnt í júní lítur að orkuskiptum og meðal annars fjölgun rafhleðslustöðva. Þessi felur í sér með landgræðslu og endurheimt votlendis. „Við erum að leggja á næstu fjórum árum 2,1 milljarð króna til þessara verkefna. Það verður aukning eftir því sem það líður á tímann og meira fjármagn kemur inn á seinni hlutanum," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu og skógræktar ríflega tvöfaldist á næstu fjórum árum. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, bæði nýjar og sem eru þegar komnar í gang. „Þar má nefna verkefni með bændum sem nefnist „Bændur græða landið", sem er sjóður sem landeigendur og félagasamtök geta sótt í. Síðan erum við líka að horfa til verkefna þar sem við erum að aðstoða náttúruna við að hjálpa sjálfri sér," segir Guðmundur. Þar er horft til Hekluskóga sem fyrirmyndar. „Það er þá gert með því að bera á einhers konar áburðarefni og síðan planta birki og víði í nokkurs konar eyjar sem síðan dreifa út frá sér þegar tréin eru kannski eftir þrjú til fimm ár farin að gefa fræ," segir Guðmundur. Annar hluti snýr að endurheimt votlendis. Enginn flokkur í losunarbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun og framræst votlendi. Áætlað hefur verið að allt að það jafngildi um sextíu próenstum af heildarlosun landsins. Á síðustu fjórum árum hefur árlega verið endurheimtir um 45 hektarar af votlendi. Markmiðið er að hektararnir verði 500 eftir þrjú ár. Þetta jafnast á við um 66 fótboltavelli í dag á móti 730 völlum árið 2022. Til skoðunar er að ná þessu markmiði meðal annars með styrkjum til landeigenda að sögn forsætisráðherra. „Við höfum til dæmis fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum víða um land um að taka þátt í þessu en auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn með styrki til þess að hægt sé að ráðast í slík verkefni. Þannig að við horfum á að þetta verði gert meðal annars með bændum, með skógræktinni og með frjálsum félagasamtökum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi. Önnur af tveimur megin aðgerðum stjórnalda í loftslagsmálum var kynnt í dag. Saman eiga þær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu þannig að Ísland verði að lokum kolefnishlutlaust árið 2040. Fyrri aðgerðin sem var kynnt í júní lítur að orkuskiptum og meðal annars fjölgun rafhleðslustöðva. Þessi felur í sér með landgræðslu og endurheimt votlendis. „Við erum að leggja á næstu fjórum árum 2,1 milljarð króna til þessara verkefna. Það verður aukning eftir því sem það líður á tímann og meira fjármagn kemur inn á seinni hlutanum," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu og skógræktar ríflega tvöfaldist á næstu fjórum árum. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, bæði nýjar og sem eru þegar komnar í gang. „Þar má nefna verkefni með bændum sem nefnist „Bændur græða landið", sem er sjóður sem landeigendur og félagasamtök geta sótt í. Síðan erum við líka að horfa til verkefna þar sem við erum að aðstoða náttúruna við að hjálpa sjálfri sér," segir Guðmundur. Þar er horft til Hekluskóga sem fyrirmyndar. „Það er þá gert með því að bera á einhers konar áburðarefni og síðan planta birki og víði í nokkurs konar eyjar sem síðan dreifa út frá sér þegar tréin eru kannski eftir þrjú til fimm ár farin að gefa fræ," segir Guðmundur. Annar hluti snýr að endurheimt votlendis. Enginn flokkur í losunarbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun og framræst votlendi. Áætlað hefur verið að allt að það jafngildi um sextíu próenstum af heildarlosun landsins. Á síðustu fjórum árum hefur árlega verið endurheimtir um 45 hektarar af votlendi. Markmiðið er að hektararnir verði 500 eftir þrjú ár. Þetta jafnast á við um 66 fótboltavelli í dag á móti 730 völlum árið 2022. Til skoðunar er að ná þessu markmiði meðal annars með styrkjum til landeigenda að sögn forsætisráðherra. „Við höfum til dæmis fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum víða um land um að taka þátt í þessu en auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn með styrki til þess að hægt sé að ráðast í slík verkefni. Þannig að við horfum á að þetta verði gert meðal annars með bændum, með skógræktinni og með frjálsum félagasamtökum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira