Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 12:37 Nýr Herjólfur kom til Eyja fyrir um mánuði og átti að hefja siglingar um tveimur vikum síðar. Það frestaðist svo og átti að hefja siglingar í dag en enn verða tafir á að nýja ferjan fari að sigla samkvæmt áætlun. Mynd/Tryggvi Már, Eyjar.net Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. Það þurfi hins vegar að gefa Vegagerðinni þann tíma sem þarf til þess að koma hafnarmannvirkjum í lag svo þau passi fyrir bæði nýja og gamla Herjólf. „Stutta útgáfan af þessu er að rekstrarfélagið er klárt til að sigla ferjunni, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en hafnarmannvirkin bæði í Landeyjahöfn og í Vestmannaeyjum er það sem hefur verið til skoðunar og er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Guðbjartur. Líkt og fréttastofa fjallaði um í gær eru svokallaðar ekjubrýr í Eyjum og Landeyjum mislangar og ferjurnar ekki jafnbreiðar. Þá þarf líka að tryggja að legukantar passi fyrir báðar ferjur sem og landgöngubrýr en samkvæmt vefnum Eyjar.net snýr vandamálið að fenderum á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Prufusiglingar á nýjum Herjólfi fóru fram á þriðjudag og miðvikdag. Siglt var við misjafna aðstöðu og sjávarföll og segir Guðbjartur að eftir prófanirnar hafi það verið niðurstaða Vegagerðarinnar að rýna málin betur. Það ætti svo að liggja fyrir í síðasta lagi eftir helgi hver næstu skref verða. Spurður hvort það komi á óvart að það taki svona langan tíma að koma hafnarmannvirkjum í rétt horf fyrir ferjuna segir Guðbjartur: „Bæði já og nei. Málið er það að til að vera alveg viss á öllum hlutum þá var í sjálfu sér ekkert hægt að endanlega fínisera þetta fyrr en ferjan var komin. En í megindráttum það sem menn þurftu að gera, þótt allar mælingar hafi legið fyrir, þá þurftu menn að stilla sig af miðað við þetta.“ Guðbjartur segir að það skipti máli að þetta sé allt í lagi þar til áætlunarsiglingar hefjist á nýjum Herjólfi og í það minnsta þannig að ekki þurfi að fara í stórtækar breytingar á hafnarmannvirkjum ef þarf að fara eina og eina ferð á gömlu ferjunni. „Niðurstaðan varð sú eftir að þessa tvo daga gefa sér andrými til að skoða þetta og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara ekki af stað enda þarf búnaðurinn að ganga saman við ferjuna.“ Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21 Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. Það þurfi hins vegar að gefa Vegagerðinni þann tíma sem þarf til þess að koma hafnarmannvirkjum í lag svo þau passi fyrir bæði nýja og gamla Herjólf. „Stutta útgáfan af þessu er að rekstrarfélagið er klárt til að sigla ferjunni, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en hafnarmannvirkin bæði í Landeyjahöfn og í Vestmannaeyjum er það sem hefur verið til skoðunar og er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Guðbjartur. Líkt og fréttastofa fjallaði um í gær eru svokallaðar ekjubrýr í Eyjum og Landeyjum mislangar og ferjurnar ekki jafnbreiðar. Þá þarf líka að tryggja að legukantar passi fyrir báðar ferjur sem og landgöngubrýr en samkvæmt vefnum Eyjar.net snýr vandamálið að fenderum á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Prufusiglingar á nýjum Herjólfi fóru fram á þriðjudag og miðvikdag. Siglt var við misjafna aðstöðu og sjávarföll og segir Guðbjartur að eftir prófanirnar hafi það verið niðurstaða Vegagerðarinnar að rýna málin betur. Það ætti svo að liggja fyrir í síðasta lagi eftir helgi hver næstu skref verða. Spurður hvort það komi á óvart að það taki svona langan tíma að koma hafnarmannvirkjum í rétt horf fyrir ferjuna segir Guðbjartur: „Bæði já og nei. Málið er það að til að vera alveg viss á öllum hlutum þá var í sjálfu sér ekkert hægt að endanlega fínisera þetta fyrr en ferjan var komin. En í megindráttum það sem menn þurftu að gera, þótt allar mælingar hafi legið fyrir, þá þurftu menn að stilla sig af miðað við þetta.“ Guðbjartur segir að það skipti máli að þetta sé allt í lagi þar til áætlunarsiglingar hefjist á nýjum Herjólfi og í það minnsta þannig að ekki þurfi að fara í stórtækar breytingar á hafnarmannvirkjum ef þarf að fara eina og eina ferð á gömlu ferjunni. „Niðurstaðan varð sú eftir að þessa tvo daga gefa sér andrými til að skoða þetta og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara ekki af stað enda þarf búnaðurinn að ganga saman við ferjuna.“
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21 Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21
Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45