ON átti ekki í viðskiptum við Hlöðu á meðan eigandinn starfaði hjá félaginu Ari Brynjólfsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 ON segir tæknilegt viðhald á hleðslustöðvum krefjast mikillar sérþekkingar. Fréttablaðið/Valli Orka náttúrunnar segist ekki hafa átt í neinum viðskiptum við Hleðslu ehf. eftir að framkvæmdastjóri og einn eigandi fyrirtækisins hóf störf hjá ON. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hlöðu, ráðinn sem ráðgjafi til ON. Í bréfi sem ON sendi Fréttablaðinu segir að hann hafi verið ráðinn með stuttum fyrirvara eftir að tæknistjóri þurfti að fara frá tímabundið af persónulegum ástæðum. „Við þessu þurfti að bregðast hratt og finna einstakling með nauðsynlega þekkingu og réttindi til að tryggja rekstur og halda uppi þjónustu við viðskiptavini,“ segir í bréfinu. „Með mjög stuttum fyrirvara var fenginn ráðgjafi, sem jafnframt starfar hjá og er einn eigenda Hleðslu ehf., með framúrskarandi tæknilega þekkingu á hlöðum í tímabundið hlutastarf.“ Segir einnig að Ólafur Davíð hafi verið ráðinn sem ráðgjafi í tímabundið hlutastarf til þess að sinna viðhaldi og rekstri rafbílahleðslunets Orku náttúrunnar. ON hefur alls keypt 29 hleðslustöðvar af Hlöðu. Í fyrra pantaði ON sex hraðhleðslustöðvar og 22 hleðslustöðvar af fyrirtækinu. Í febrúar síðastliðnum pantaði ON eina hleðslustöð af Hlöðu. Líkt og Fréttablaðið sagði frá hafnaði Ólafur Davíð því að hafa beitt sér fyrir fyrirtækið í störfum sínum fyrir ON. Sama kemur fram í bréfinu. „Á þeim tíma sem hann hefur starfað fyrir ON sem ráðgjafi hafa önnur viðskipti við fyrirtækið ekki átt sér stað,“ segir í bréfi ON. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Samgöngur Tengdar fréttir Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi. 11. júlí 2019 07:07 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Orka náttúrunnar segist ekki hafa átt í neinum viðskiptum við Hleðslu ehf. eftir að framkvæmdastjóri og einn eigandi fyrirtækisins hóf störf hjá ON. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hlöðu, ráðinn sem ráðgjafi til ON. Í bréfi sem ON sendi Fréttablaðinu segir að hann hafi verið ráðinn með stuttum fyrirvara eftir að tæknistjóri þurfti að fara frá tímabundið af persónulegum ástæðum. „Við þessu þurfti að bregðast hratt og finna einstakling með nauðsynlega þekkingu og réttindi til að tryggja rekstur og halda uppi þjónustu við viðskiptavini,“ segir í bréfinu. „Með mjög stuttum fyrirvara var fenginn ráðgjafi, sem jafnframt starfar hjá og er einn eigenda Hleðslu ehf., með framúrskarandi tæknilega þekkingu á hlöðum í tímabundið hlutastarf.“ Segir einnig að Ólafur Davíð hafi verið ráðinn sem ráðgjafi í tímabundið hlutastarf til þess að sinna viðhaldi og rekstri rafbílahleðslunets Orku náttúrunnar. ON hefur alls keypt 29 hleðslustöðvar af Hlöðu. Í fyrra pantaði ON sex hraðhleðslustöðvar og 22 hleðslustöðvar af fyrirtækinu. Í febrúar síðastliðnum pantaði ON eina hleðslustöð af Hlöðu. Líkt og Fréttablaðið sagði frá hafnaði Ólafur Davíð því að hafa beitt sér fyrir fyrirtækið í störfum sínum fyrir ON. Sama kemur fram í bréfinu. „Á þeim tíma sem hann hefur starfað fyrir ON sem ráðgjafi hafa önnur viðskipti við fyrirtækið ekki átt sér stað,“ segir í bréfi ON.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Samgöngur Tengdar fréttir Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi. 11. júlí 2019 07:07 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi. 11. júlí 2019 07:07