YouTube-stjarna lést í slysi á rafmagnshlaupahjóli Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 08:19 Emily Hartridge var 35 ára þegar hún lést. Getty/Jeff Spicer Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum. Hartridge var á rafmagnshlaupahjóli sem lenti í árekstri við sendiferðabíl en fjölmiðlar ytra segja um að ræða fyrsta banaslys sinnar tegundar í Bretlandi. Hartridge var 35 ára og naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún státaði til að mynda af um 50 þúsund fylgjendum á Instagram og nær 350 þúsund áskrifendum á YouTube, þar sem hún birti reglulega myndbönd um líf sitt og kærasta síns. Greint er frá andláti Hartridge á Instagram-reikningi hennar en hún hugðist stýra viðburði um geðheilbrigði kvenna í Lundúnum síðdegis í gær. Í færslunni, sem fjölskylda Hartridge birti, segir að hún hafi lent í slysi og í kjölfarið verið úrskurðuð látin. „Þetta eru hryllilegar fréttir til að færa á Instagram en við vitum að mörg ykkar áttu von á því að sjá Emily í dag og þetta er eina leiðin til að hafa samband við ykkur öll í einu. […] Við elskuðum hana öll í tætlur og munum aldrei gleyma henni.“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.Þá minnist YouTube Hartridge einnig með söknuði í færslu á Twitter sem birt var í gær.We're deeply saddened to learn about the tragic loss of a truly talented British creator, Emily Hartridge. Our thoughts and condolences go out to all of her loved ones and fans.— YouTube Creators (@YTCreators) July 13, 2019 Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að lögregla í Lundúnum hafi ekki getað staðfest að Hartridge hafi látist í slysinu á föstudag, sem varð í grennd við heimili hennar í Battersea. Aðeins hefur fengist staðfest að hin látna, sem var á fertugsaldri, hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá sé talið að um sé að ræða fyrsta banaslysið í Bretlandi þar sem rafmagnshlaupahjól á hlut að máli.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að Hartridge hefði stýrt rafmagnsvespu. Um rafmagnshlaupahjól var hins vegar að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt. Andlát Bretland England Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum. Hartridge var á rafmagnshlaupahjóli sem lenti í árekstri við sendiferðabíl en fjölmiðlar ytra segja um að ræða fyrsta banaslys sinnar tegundar í Bretlandi. Hartridge var 35 ára og naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún státaði til að mynda af um 50 þúsund fylgjendum á Instagram og nær 350 þúsund áskrifendum á YouTube, þar sem hún birti reglulega myndbönd um líf sitt og kærasta síns. Greint er frá andláti Hartridge á Instagram-reikningi hennar en hún hugðist stýra viðburði um geðheilbrigði kvenna í Lundúnum síðdegis í gær. Í færslunni, sem fjölskylda Hartridge birti, segir að hún hafi lent í slysi og í kjölfarið verið úrskurðuð látin. „Þetta eru hryllilegar fréttir til að færa á Instagram en við vitum að mörg ykkar áttu von á því að sjá Emily í dag og þetta er eina leiðin til að hafa samband við ykkur öll í einu. […] Við elskuðum hana öll í tætlur og munum aldrei gleyma henni.“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.Þá minnist YouTube Hartridge einnig með söknuði í færslu á Twitter sem birt var í gær.We're deeply saddened to learn about the tragic loss of a truly talented British creator, Emily Hartridge. Our thoughts and condolences go out to all of her loved ones and fans.— YouTube Creators (@YTCreators) July 13, 2019 Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að lögregla í Lundúnum hafi ekki getað staðfest að Hartridge hafi látist í slysinu á föstudag, sem varð í grennd við heimili hennar í Battersea. Aðeins hefur fengist staðfest að hin látna, sem var á fertugsaldri, hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá sé talið að um sé að ræða fyrsta banaslysið í Bretlandi þar sem rafmagnshlaupahjól á hlut að máli.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að Hartridge hefði stýrt rafmagnsvespu. Um rafmagnshlaupahjól var hins vegar að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt.
Andlát Bretland England Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira