Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: "Það er rosalegt álag á okkar fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2019 19:00 Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. Könnunin var gerð um miðjan júní og var svarhlutfallið 85 prósent. Könnunin byggðist á 8 flokkum þar sem hæsta mögulega einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,68 sem fellur í rauðan flokk en það er lakasti flokkurinn. Árangur, kröfur um árangur, þjálfun og þróun eru meðal þeirra þátta sem voru mældir og falla í rauðan flokk. Enginn flokkur mældist með mjög góðan árangur. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins, segir að könnunin hafi verið lögð fyrir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Það hafi meðal annars verið gert vegna ólgu meðal starfsmanna eftir breytingu á vaktaplani fyrir ákveðinn hóp starfsmanna. „Við höfðum einhvern ávinning af því hvernig fólki leið og við fórum í þessa könnun til að velja spurningar úr mörgum flokkum til að vita hvar vandinn liggur og vonandi verður það til þess að við gerum það sem þarf til þess að þetta lagist,“ segir Ingibjörg. Vegna sumarleyfa sé enn þó ekki búið að rýna niðurstöðurnar. „En það stendur til núna í haust og finna út hvar við þurfum að bera niður og að sjálfsögðu er það markmið okkar að starfsánægjan aukist,“ segir Ingibjörg. Óhætt er að segja að starfsánægja hafi áhrif á starfshegðun og þar á meðal árangur starfsmanna. En er ekki áhyggjuefni að fólk sem sinnir svo mikilvægum störfum sé ekki ánægt í vinnunni ? „Það er rosalegt álag á okkar fólki og staðan í þjóðfélaginu endurspeglast í okkar störfum. Við erum ofsalega þakklát fyrir hvað okkar starfsfólk hefur staðið sig vel undir þessu mikla álagi þannig það hlaut einhvers staðar að koma fram. Þannig að við gátum alveg átt von á þessu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að brugðist verði við niðurstöðunum. „Næstu skref eru að hitta þessa nefnd starfsmanna þegar allir eru komnir úr fríi og rýna þær til að læra af þeim,“ segir Ingibjörg. Sjúkraflutningar Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. Könnunin var gerð um miðjan júní og var svarhlutfallið 85 prósent. Könnunin byggðist á 8 flokkum þar sem hæsta mögulega einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,68 sem fellur í rauðan flokk en það er lakasti flokkurinn. Árangur, kröfur um árangur, þjálfun og þróun eru meðal þeirra þátta sem voru mældir og falla í rauðan flokk. Enginn flokkur mældist með mjög góðan árangur. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins, segir að könnunin hafi verið lögð fyrir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Það hafi meðal annars verið gert vegna ólgu meðal starfsmanna eftir breytingu á vaktaplani fyrir ákveðinn hóp starfsmanna. „Við höfðum einhvern ávinning af því hvernig fólki leið og við fórum í þessa könnun til að velja spurningar úr mörgum flokkum til að vita hvar vandinn liggur og vonandi verður það til þess að við gerum það sem þarf til þess að þetta lagist,“ segir Ingibjörg. Vegna sumarleyfa sé enn þó ekki búið að rýna niðurstöðurnar. „En það stendur til núna í haust og finna út hvar við þurfum að bera niður og að sjálfsögðu er það markmið okkar að starfsánægjan aukist,“ segir Ingibjörg. Óhætt er að segja að starfsánægja hafi áhrif á starfshegðun og þar á meðal árangur starfsmanna. En er ekki áhyggjuefni að fólk sem sinnir svo mikilvægum störfum sé ekki ánægt í vinnunni ? „Það er rosalegt álag á okkar fólki og staðan í þjóðfélaginu endurspeglast í okkar störfum. Við erum ofsalega þakklát fyrir hvað okkar starfsfólk hefur staðið sig vel undir þessu mikla álagi þannig það hlaut einhvers staðar að koma fram. Þannig að við gátum alveg átt von á þessu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að brugðist verði við niðurstöðunum. „Næstu skref eru að hitta þessa nefnd starfsmanna þegar allir eru komnir úr fríi og rýna þær til að læra af þeim,“ segir Ingibjörg.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira