Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2019 11:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundar með norrænum starfssystkinum sínum á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn nokkurra náttúruverndarsamtaka, nemendafélaga og annarra félagasamtaka skrifa undir bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað er á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og hvetja forsætisráðherra Norðurlandanna til að gera það sama. Í bréfinu er vísað til þess að bresk stjórnvöld hafi nýlega lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því veki það furðu að ekkert Norðurlandanna hafi gert það. Breska þingið lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga í maí. Ályktunin er ekki lagalega bindandi og hún naut ekki stuðnings þáverandi umhverfisráðherra Bretlands. „Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkar um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar,“ segir í því. Vilja þeir sem standa að bréfinu að Katrín noti tækifærið þegar norrænir ráðherrar koma saman til fundar í Reykjavík á þriðjudag til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og „skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð“.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.Rakel Garðarsdóttir, formaður samtakanna Vakanda sem vinna gegn matarsóun, segir við Vísi að stjórnvöld hafi ekki gert nógu mikið til að taka á loftslagsbreytingum af völdum manna. Mikinn tími hafi farið í að ræða málin án aðgerða. Ráðast þurfi í alvöru aðgerðir. Hópar annars staðar á Norðurlöndunum noti tækifærið til að þrýsta á forsætisráðherra sína að lýsa yfir neyðarástandi nú þegar þeir hittast allir á Íslandi. „Auðvitað þarf kjark í það og hugrekki. Þess vegna er fínt ef Norðurlöndin nýta þetta tækifæri sitt, standi saman og taki samstilltar ákvarðanir. Það geta þau gert í næstu viku þegar þeir eru allir á Íslandi saman,“ segir Rakel. Auk Rakelar skrifa undir bréfið Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd, Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Jón Kaldal frá IWF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldskólanema, Eyþór Eðvarðsson frá Votlendissjóði, Jóna Þórey Pétursdóttir, frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Heiður Magný Herbertsdóttir frá Plastlausum september, Tómas Guðbjartsson frá Félagi íslenskra fjallalækna, Steingrímur Þór Ágústsson frá JCI Reykjavík, Pétur Halldórsson frá Ungum umhverfissinum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þorbjörg Sandra Bakke frá Foreldrum fyrir framtíðina og Bára Hólmgeirsdóttir frá Aftur. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Forsvarsmenn nokkurra náttúruverndarsamtaka, nemendafélaga og annarra félagasamtaka skrifa undir bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað er á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og hvetja forsætisráðherra Norðurlandanna til að gera það sama. Í bréfinu er vísað til þess að bresk stjórnvöld hafi nýlega lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því veki það furðu að ekkert Norðurlandanna hafi gert það. Breska þingið lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga í maí. Ályktunin er ekki lagalega bindandi og hún naut ekki stuðnings þáverandi umhverfisráðherra Bretlands. „Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkar um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar,“ segir í því. Vilja þeir sem standa að bréfinu að Katrín noti tækifærið þegar norrænir ráðherrar koma saman til fundar í Reykjavík á þriðjudag til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og „skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð“.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.Rakel Garðarsdóttir, formaður samtakanna Vakanda sem vinna gegn matarsóun, segir við Vísi að stjórnvöld hafi ekki gert nógu mikið til að taka á loftslagsbreytingum af völdum manna. Mikinn tími hafi farið í að ræða málin án aðgerða. Ráðast þurfi í alvöru aðgerðir. Hópar annars staðar á Norðurlöndunum noti tækifærið til að þrýsta á forsætisráðherra sína að lýsa yfir neyðarástandi nú þegar þeir hittast allir á Íslandi. „Auðvitað þarf kjark í það og hugrekki. Þess vegna er fínt ef Norðurlöndin nýta þetta tækifæri sitt, standi saman og taki samstilltar ákvarðanir. Það geta þau gert í næstu viku þegar þeir eru allir á Íslandi saman,“ segir Rakel. Auk Rakelar skrifa undir bréfið Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd, Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Jón Kaldal frá IWF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldskólanema, Eyþór Eðvarðsson frá Votlendissjóði, Jóna Þórey Pétursdóttir, frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Heiður Magný Herbertsdóttir frá Plastlausum september, Tómas Guðbjartsson frá Félagi íslenskra fjallalækna, Steingrímur Þór Ágústsson frá JCI Reykjavík, Pétur Halldórsson frá Ungum umhverfissinum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þorbjörg Sandra Bakke frá Foreldrum fyrir framtíðina og Bára Hólmgeirsdóttir frá Aftur.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira