Spá stöðugleika í fasteignaverði á Íslandi á næstu þremur árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Ari Skúlason, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum að spá því að næstu þrjú ár verði raunverð á húsnæði nokkurn veginn óbreytt og að hækkun fasteignaverðs verði í takt við verðbólguna,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Þannig að við erum að tala um í mesta lagi 3 til 4 prósenta hækkanir á ári, næstu tvö til þrjú ár. Það er mjög lítið vegna þess að meðalhækkunin um það bil frá aldamótum fram á síðasta ár var 9,5 prósent – að meðtöldu hruninu og öllu saman á þeim tíma,“ bendir Ari á. Aðspurður um skýringu segir Ari hana vera þá að hagkerfið sé að verða mun stöðugra. „Það eru auðvitað þættir sem hafa áhrif á þetta, eins og framboð á húsnæði og framboð á leiguhúsnæði. Hvort tveggja er að aukast mjög mikið sem hægir svo á þannig að kaupgleðin er ekki eins mikil og hún hefur oft verið.“ Ari játar því að þessi vænta þróun séu góð tíðindi fyrir heildarmyndina í efnahagslífinu. „Þegar eitthvað er fyrirsjáanlegt og eitthvað sem maður getur reiknað með að standist þá er það náttúrlega gott.“ Úr tölum má lesa að þegar kaupverð fasteigna æddi áfram á árunum 2016 til 2017 fylgdi leiguverð húsnæðis ekki með. Að jafnaði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 90 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á kaupverði fasteigna frá því í ársbyrjun 2014. „Síðan hefur þetta haldist nokkurn veginn í sama ferli en leiguverðið samt hækkað aðeins meira síðasta eitt og hálfa árið eða svo,“ segir Ari. Þetta þýðir að húsaleiga hefur frá því í ársbyrjun 2018 hækkað heldur meira en kaupverð fasteigna. Ari undirstrikar þó að leiguverð og húsnæðisverð haldist að jafnaði í hendur yfir lengri tíma. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Við erum að spá því að næstu þrjú ár verði raunverð á húsnæði nokkurn veginn óbreytt og að hækkun fasteignaverðs verði í takt við verðbólguna,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Þannig að við erum að tala um í mesta lagi 3 til 4 prósenta hækkanir á ári, næstu tvö til þrjú ár. Það er mjög lítið vegna þess að meðalhækkunin um það bil frá aldamótum fram á síðasta ár var 9,5 prósent – að meðtöldu hruninu og öllu saman á þeim tíma,“ bendir Ari á. Aðspurður um skýringu segir Ari hana vera þá að hagkerfið sé að verða mun stöðugra. „Það eru auðvitað þættir sem hafa áhrif á þetta, eins og framboð á húsnæði og framboð á leiguhúsnæði. Hvort tveggja er að aukast mjög mikið sem hægir svo á þannig að kaupgleðin er ekki eins mikil og hún hefur oft verið.“ Ari játar því að þessi vænta þróun séu góð tíðindi fyrir heildarmyndina í efnahagslífinu. „Þegar eitthvað er fyrirsjáanlegt og eitthvað sem maður getur reiknað með að standist þá er það náttúrlega gott.“ Úr tölum má lesa að þegar kaupverð fasteigna æddi áfram á árunum 2016 til 2017 fylgdi leiguverð húsnæðis ekki með. Að jafnaði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 90 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á kaupverði fasteigna frá því í ársbyrjun 2014. „Síðan hefur þetta haldist nokkurn veginn í sama ferli en leiguverðið samt hækkað aðeins meira síðasta eitt og hálfa árið eða svo,“ segir Ari. Þetta þýðir að húsaleiga hefur frá því í ársbyrjun 2018 hækkað heldur meira en kaupverð fasteigna. Ari undirstrikar þó að leiguverð og húsnæðisverð haldist að jafnaði í hendur yfir lengri tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira