Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 09:00 HaraldurÞorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns liðs árið 2014. fréttablaðið/valli Tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno er á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau 5000 óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Þetta segir Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno, í samtali við Fréttablaðið. Listinn verður birtur í dag en Ueno er númer 1189 á listanum. Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns lið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fimm árum seinna eru fleiri en 60 starfsmenn og skrifstofur Ueno eru í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Haraldur segir að þetta hafi komið honum á óvart enda séu hafi fá fyrirtæki í sambærilegum rekstri komist á listann á síðasta ári. Spurður hvernig hafi gengið að glíma við svo hraðan vöxt segir Haraldur að vextinum hafi fylgt ýmsar áskoranir. „Það hefur verið mjög skemmtilegt en einnig krefjandi og það koma upp ýmis vandamál sem maður bjóst ekki við. Mörg þeirra eru frekar týpísk, til dæmis það að vinna með fólki og búa til eitthvað á stórum skala er öðruvísi en þegar maður er að vinna einn eins og þetta var í byrjun. Ég þurfti að fá mikið af hjálp frá góðu fólki til að átta mig á hvað þurfti að gera til að komast úr því sem við vorum í það sem við erum að verða,“ segir Haraldur. „Það er persónulega krefjandi að vera í stöðu þar sem maður þarf stanslaust að horfa inn á við og maður kemst að því að persónulegu vankantarnirnir margfaldast þegar maður er kominn á stærra svið.“ Haraldur segir að síðustu tvö ár hafi hann lagt mikla áherslu á tvo þætti; annars vegar vörumerkið og hins vegar vinnustaðarmenninguna. „Þetta eru í rauninni tvær hliðar á sama peningnum. Það þarf að skapa sterkt vörumerki til þess að fólk átti sig á því hver við erum og hvernig er að vinna með okkur. Síðan þarf kúltúrinn að geta stuðst við vöxtinn þannig að áframhaldandi vöxtur geti staðið undir sérn. Í byrjun er auðvelt að hafa stjórn á gæðunum en eftir því sem fyrirtækið vex tekur kúltúrinn við og þá er gæðastjórnunin erfiðari. Ef kúltúrinn er sterkur þá geturðu vaxið án þess að fórna gæðum.“ Haraldur segir að útlit sé fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna og vaxi um 20 prósent frá fyrra ári. Það er hægari vöxtur en undanfarin ár en Haraldur segir að það sé nauðsynlegt að staldra við og skoða hvort að fyrirtækið sé rétt stillt til að fara í áframhaldandi vöxt. Á síðustu þremur mánuðum hefur Ueno bætt við sig nýjum stórum kúnnum á borð við Walmart, Visa, Twitter , Discovery og LA Philharmonic. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno er á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau 5000 óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Þetta segir Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno, í samtali við Fréttablaðið. Listinn verður birtur í dag en Ueno er númer 1189 á listanum. Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns lið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fimm árum seinna eru fleiri en 60 starfsmenn og skrifstofur Ueno eru í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Haraldur segir að þetta hafi komið honum á óvart enda séu hafi fá fyrirtæki í sambærilegum rekstri komist á listann á síðasta ári. Spurður hvernig hafi gengið að glíma við svo hraðan vöxt segir Haraldur að vextinum hafi fylgt ýmsar áskoranir. „Það hefur verið mjög skemmtilegt en einnig krefjandi og það koma upp ýmis vandamál sem maður bjóst ekki við. Mörg þeirra eru frekar týpísk, til dæmis það að vinna með fólki og búa til eitthvað á stórum skala er öðruvísi en þegar maður er að vinna einn eins og þetta var í byrjun. Ég þurfti að fá mikið af hjálp frá góðu fólki til að átta mig á hvað þurfti að gera til að komast úr því sem við vorum í það sem við erum að verða,“ segir Haraldur. „Það er persónulega krefjandi að vera í stöðu þar sem maður þarf stanslaust að horfa inn á við og maður kemst að því að persónulegu vankantarnirnir margfaldast þegar maður er kominn á stærra svið.“ Haraldur segir að síðustu tvö ár hafi hann lagt mikla áherslu á tvo þætti; annars vegar vörumerkið og hins vegar vinnustaðarmenninguna. „Þetta eru í rauninni tvær hliðar á sama peningnum. Það þarf að skapa sterkt vörumerki til þess að fólk átti sig á því hver við erum og hvernig er að vinna með okkur. Síðan þarf kúltúrinn að geta stuðst við vöxtinn þannig að áframhaldandi vöxtur geti staðið undir sérn. Í byrjun er auðvelt að hafa stjórn á gæðunum en eftir því sem fyrirtækið vex tekur kúltúrinn við og þá er gæðastjórnunin erfiðari. Ef kúltúrinn er sterkur þá geturðu vaxið án þess að fórna gæðum.“ Haraldur segir að útlit sé fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna og vaxi um 20 prósent frá fyrra ári. Það er hægari vöxtur en undanfarin ár en Haraldur segir að það sé nauðsynlegt að staldra við og skoða hvort að fyrirtækið sé rétt stillt til að fara í áframhaldandi vöxt. Á síðustu þremur mánuðum hefur Ueno bætt við sig nýjum stórum kúnnum á borð við Walmart, Visa, Twitter , Discovery og LA Philharmonic.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira