Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 11:15 Leitarfólk kemur til með að leita á landi og á vatni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. Belgískir fjölmiðlar segja hann vera mikinn heimshornaflakkara sem komið hafi til yfir fimmtíu landa á ferðalögum sínum. Leitað hefur verið að honum við vatnið síðan á laugardag. Greint er frá nafni mannsins í belgískum fjölmiðlum og fjallað um leit íslenskrar lögreglu og björgunarsveita í Þingvallavatni. Í frétt HLN segir að Debecker sé tveggja barna faðir frá Leuven, menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili.Debecker er jafnframt sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið, samkvæmt frétt HLN. Þar kemur auk þess fram fjölskylda Debeckers hafi verið látin vita af leitinni. Málið hafi fengið mjög á fjölskylduna, sem vildi ekki tjá sig um málið við miðilinn.Leit haldið áfram á morgun Lögregla á Suðurlandi gengur út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina en umfangsmikil leit að honum hófst á laugardag. Lögregla hefur jafnframt verið í sambandi við aðstandendur hans, sem hafa ekkert heyrt í honum síðustu daga. Þá telur lögregla að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að hann sé í vatninu. Strekkingsvindur hefur verið á svæðinu síðan um helgina og hafa aðstæður til leitar verið slæmar. Hlé var gert á leitinni um hádegisbil í gær. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi nú í morgun að leit verði ekki haldið áfram fyrr en seinnipartinn á morgun. Leitað verður á vatni og gengið í fjörur. Þá hefur verið kannaður möguleiki á því að senda kafara frá sérsveit Ríkislögreglustjóra til að leita í vatninu. Sveinn segir að þeir bíði eftir hagstæðum veðurskilyrðum og verði vonandi sendir til leitar seinna í vikunni. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26 „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. Belgískir fjölmiðlar segja hann vera mikinn heimshornaflakkara sem komið hafi til yfir fimmtíu landa á ferðalögum sínum. Leitað hefur verið að honum við vatnið síðan á laugardag. Greint er frá nafni mannsins í belgískum fjölmiðlum og fjallað um leit íslenskrar lögreglu og björgunarsveita í Þingvallavatni. Í frétt HLN segir að Debecker sé tveggja barna faðir frá Leuven, menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili.Debecker er jafnframt sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið, samkvæmt frétt HLN. Þar kemur auk þess fram fjölskylda Debeckers hafi verið látin vita af leitinni. Málið hafi fengið mjög á fjölskylduna, sem vildi ekki tjá sig um málið við miðilinn.Leit haldið áfram á morgun Lögregla á Suðurlandi gengur út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina en umfangsmikil leit að honum hófst á laugardag. Lögregla hefur jafnframt verið í sambandi við aðstandendur hans, sem hafa ekkert heyrt í honum síðustu daga. Þá telur lögregla að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að hann sé í vatninu. Strekkingsvindur hefur verið á svæðinu síðan um helgina og hafa aðstæður til leitar verið slæmar. Hlé var gert á leitinni um hádegisbil í gær. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi nú í morgun að leit verði ekki haldið áfram fyrr en seinnipartinn á morgun. Leitað verður á vatni og gengið í fjörur. Þá hefur verið kannaður möguleiki á því að senda kafara frá sérsveit Ríkislögreglustjóra til að leita í vatninu. Sveinn segir að þeir bíði eftir hagstæðum veðurskilyrðum og verði vonandi sendir til leitar seinna í vikunni.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26 „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48
Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26
„Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01