Eftirlaunasjóður Boeing með hálft prósent í Arion Hörður Ægisson skrifar 28. ágúst 2019 08:00 Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Mynd/Fréttablaðið Eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing er á meðal þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka með eignarhlut að jafnvirði tæplega 600 milljóna króna. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa bankans á miðvikudag í síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, en sjóðurinn er með sem nemur rúmlega 0,4 prósenta hlut í Arion. Þá er eftirlaunasjóður starfsmanna í Los Angeles-borg með um 0,36 prósenta hlut í bankanum. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er sá hlutur metinn á um 500 milljónir króna. Fjárfestingarsjóður í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Principal Global Investors, sem er með eignir í stýringu að fjárhæð samtals um 450 milljarðar Bandaríkjadala, er tuttugasti stærsti hluthafi Arion banka en sjóðurinn á rúmlega 15,2 milljónir hluta í bankanum, jafnvirði um 1.150 milljóna króna. Sá eignarhlutur skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir alla þá hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum en hlutur Principal Global nemur um 0,84 prósentum. Sé litið yfir fimmtíu stærstu hluthafa Arion banka nemur samanlagður eignarhlutur erlendra fjárfesta tæplega 55 prósentum. Stærstu hluthafar bankans eru sem kunnugt er bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital með ríflega 23,5 prósenta hlut og Och-Ziff Capital sem fer fyrir 9,25 prósenta hlut. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir sem má finna á lista yfir alla hluthafa bankans, með á bilinu um 0,23 til 0,62 prósenta hlut, eru sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins 683 Capital Management, sænska eignastýringarfyrirtækisins Lannebo, breska vogunarsjóðsins Toscafund Asset Management, sænska bankans SEB og bandaríska fjárfestingarrisans Blackstone. Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Gengi bréfa bankans stóð í 75,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær og er markaðsvirði Arion um 137 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Íslenskir bankar Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing er á meðal þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka með eignarhlut að jafnvirði tæplega 600 milljóna króna. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa bankans á miðvikudag í síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, en sjóðurinn er með sem nemur rúmlega 0,4 prósenta hlut í Arion. Þá er eftirlaunasjóður starfsmanna í Los Angeles-borg með um 0,36 prósenta hlut í bankanum. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er sá hlutur metinn á um 500 milljónir króna. Fjárfestingarsjóður í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Principal Global Investors, sem er með eignir í stýringu að fjárhæð samtals um 450 milljarðar Bandaríkjadala, er tuttugasti stærsti hluthafi Arion banka en sjóðurinn á rúmlega 15,2 milljónir hluta í bankanum, jafnvirði um 1.150 milljóna króna. Sá eignarhlutur skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir alla þá hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum en hlutur Principal Global nemur um 0,84 prósentum. Sé litið yfir fimmtíu stærstu hluthafa Arion banka nemur samanlagður eignarhlutur erlendra fjárfesta tæplega 55 prósentum. Stærstu hluthafar bankans eru sem kunnugt er bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital með ríflega 23,5 prósenta hlut og Och-Ziff Capital sem fer fyrir 9,25 prósenta hlut. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir sem má finna á lista yfir alla hluthafa bankans, með á bilinu um 0,23 til 0,62 prósenta hlut, eru sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins 683 Capital Management, sænska eignastýringarfyrirtækisins Lannebo, breska vogunarsjóðsins Toscafund Asset Management, sænska bankans SEB og bandaríska fjárfestingarrisans Blackstone. Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Gengi bréfa bankans stóð í 75,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær og er markaðsvirði Arion um 137 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Íslenskir bankar Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira