„Við erum að tala um litla ísöld“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 20:00 Líkur eru á að rekja megi loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar að sögn prófessors við Kaliforníuháskóla. Hann segir að hægt sé að nýta upplýsingar um breytingar á göngum loðnunnar til að spá fyrir um hversu hratt loftslagsbreytingar eigi sér stað. Ef allt fer á versta veg og Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna hraðar en fyrr eru líkur á ísöld. Útgerðarfélög hafa ekki fengið að veiða loðnu á vertíðinni vegna loðnubrests við Íslandsstrendur. Talið er að loðnan hafi haldið norðar á bóginn en áður í fæðuleit. Prófessor við Kaliforníuháskóla segir loðnubrestinn afleiðngu hlýnunar jarðar. „Við getum notað þessar breytingar á bæði göngum loðnunnar og hrygningarstöðum hennar til þess að spáí hversu hratt loftlagsbreytingarnar eru að eiga sér stað,“ sagði Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla og Háskóla Íslands. Hann segir að afleiðingar hlýnunar jarðar muni koma fram fyrr en spáð var. „Það hefur verið talið, vegna þess að fólk hefur ekki haft nógu góð reiknilíkön, að þetta myndi taka hundrað ár. Við sjáum áratugi í staðinn, það er að segja miklu skemmri tíma og töluvert meiri breytingu en var spáð fyrir áður. Það sem er kannski alvarlegast við þetta fyrir Ísland og norðuslóðir er það að það er möguleiki ef Grænlandsjökull fer að bráðna og þetta kalda ferska vatn kemur í hafið þá gæti hægt á eða stöðvað golfstrauminn og þá er orðið miklu kaldara hér á norðurslóðum.“Hversu kaldara?„Við erum að tala um litla ísöld.“ Því segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en tíminn hleypur frá okkur. „Við getum öll gert eitthvað í málunum og það þarf að gerast strax í dag,“ segir Björn. Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Líkur eru á að rekja megi loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar að sögn prófessors við Kaliforníuháskóla. Hann segir að hægt sé að nýta upplýsingar um breytingar á göngum loðnunnar til að spá fyrir um hversu hratt loftslagsbreytingar eigi sér stað. Ef allt fer á versta veg og Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna hraðar en fyrr eru líkur á ísöld. Útgerðarfélög hafa ekki fengið að veiða loðnu á vertíðinni vegna loðnubrests við Íslandsstrendur. Talið er að loðnan hafi haldið norðar á bóginn en áður í fæðuleit. Prófessor við Kaliforníuháskóla segir loðnubrestinn afleiðngu hlýnunar jarðar. „Við getum notað þessar breytingar á bæði göngum loðnunnar og hrygningarstöðum hennar til þess að spáí hversu hratt loftlagsbreytingarnar eru að eiga sér stað,“ sagði Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla og Háskóla Íslands. Hann segir að afleiðingar hlýnunar jarðar muni koma fram fyrr en spáð var. „Það hefur verið talið, vegna þess að fólk hefur ekki haft nógu góð reiknilíkön, að þetta myndi taka hundrað ár. Við sjáum áratugi í staðinn, það er að segja miklu skemmri tíma og töluvert meiri breytingu en var spáð fyrir áður. Það sem er kannski alvarlegast við þetta fyrir Ísland og norðuslóðir er það að það er möguleiki ef Grænlandsjökull fer að bráðna og þetta kalda ferska vatn kemur í hafið þá gæti hægt á eða stöðvað golfstrauminn og þá er orðið miklu kaldara hér á norðurslóðum.“Hversu kaldara?„Við erum að tala um litla ísöld.“ Því segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en tíminn hleypur frá okkur. „Við getum öll gert eitthvað í málunum og það þarf að gerast strax í dag,“ segir Björn.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42