Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2019 07:30 Frederiksen á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn í gær. Nordicphotos/AFP Stjórnmálamenn í Danmörku lýstu margir undrun sinni í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til landsins. Margrét 2. Danadrottning hafði boðið Trump í heimsókn þann 2. september næstkomandi en í fyrrinótt tilkynnti forsetinn um það á Twitter að ekkert yrði af heimsókninni. „Danmörk er afar sérstakt land og Danir frábært fólk en vegna ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, um að hún hefði ekki áhuga á að ræða kaupin á Grænlandi, hef ég frestað fundi okkar sem átti að fara fram eftir tvær vikur. Forsætisráðherrann hefur sparað mikinn kostnað og vinnu fyrir bæði Bandaríkin og Danmörku með hreinskilni sinni. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að funda í framtíðinni,“ tísti Trump. Grænlandskaupin sem hann nefnir eru hugmynd forsetans um að Bandaríkin myndu kaupa Grænland af Dönum. Þessu hefur Frederiksen hafnað og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlendinga, einnig. Sá síðarnefndi lagði til í viðtali við Politiken að Grænlendingar ættu kannski frekar að kaupa Bandaríkin. Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í Eigtveds Pakhus í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún sagði það bæði svekkjandi og óvænt að Trump hefði hætt við. „Líkt og margir aðrir hlakkaði ég til heimsóknarinnar og við erum búin að leggja mikið í undirbúning,“ sagði Frederiksen. Bætti við að Bandaríkin væru einn mikilvægasti bandamaður Dana og ákvörðunin breytti engu um vilja Dana til samstarfs. „Við höfum rætt um sölu Grænlands og þessu hefur Kim Kielsen hafnað. Ég er sammála honum,“ sagði Frederiksen enn fremur. Aðspurð um áhrif ákvörðunarinnar á þátttöku danska hersins í aðgerðum við Hormuz-sund nærri Íran sagðist hún ekki halda þau nokkur. Að sögn Mortens Østergaard, formanns flokksins Radikale Venstre, sem ver stjórn Frederiksen vantrausti, sýnir ákvörðun Trumps að Danir ættu frekar að líta á Evrópusambandsríki sem sína nánustu bandamenn. „Þessi maður er óútreiknanlegur. Raunveruleikinn er farinn fram úr ímyndunaraflinu,“ sagði hann. Søren Espersen, utanríkismálatalsmaður stjórnarandstöðuflokksins Dansk Folkeparti, var á sama máli. „Þetta er afar, afar sláandi. Sérstaklega þegar við erum að tala um svona nána bandamenn og góða vini.“ Og Kristian Jensen, þingmaður Venstre og utanríkisráðherra frá 2015 til 2016, var sammála. „Algjör glundroði eftir að Donald Trump aflýsti heimsókninni til Grænlands. Tækifæri til að styrkja samband bandamanna er orðið að utanríkismálakrísu,“ tísti þingmaðurinn. Samkvæmt greiningu Steffens Gram, utanríkismálablaðamanns danska ríkisútvarpsins DR, má draga þá ályktun af ákvörðun Bandaríkjaforsetans að utanríkismálastefna ríkisstjórnar hans stýrist af geðþótta Trumps. „Þetta snýst um tilfinningaleg viðbrögð. Er hann úr jafnvægi núna, móðgaðist hann? Það felst áhætta í því þegar utanríkismálastefna stórveldis er rekin með þessum hætti,“ sagði Gram og velti upp spurningunni hvort það væri skynsamlegt fyrir Dani að reiða sig á Bandaríkin. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Stjórnmálamenn í Danmörku lýstu margir undrun sinni í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til landsins. Margrét 2. Danadrottning hafði boðið Trump í heimsókn þann 2. september næstkomandi en í fyrrinótt tilkynnti forsetinn um það á Twitter að ekkert yrði af heimsókninni. „Danmörk er afar sérstakt land og Danir frábært fólk en vegna ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, um að hún hefði ekki áhuga á að ræða kaupin á Grænlandi, hef ég frestað fundi okkar sem átti að fara fram eftir tvær vikur. Forsætisráðherrann hefur sparað mikinn kostnað og vinnu fyrir bæði Bandaríkin og Danmörku með hreinskilni sinni. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að funda í framtíðinni,“ tísti Trump. Grænlandskaupin sem hann nefnir eru hugmynd forsetans um að Bandaríkin myndu kaupa Grænland af Dönum. Þessu hefur Frederiksen hafnað og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlendinga, einnig. Sá síðarnefndi lagði til í viðtali við Politiken að Grænlendingar ættu kannski frekar að kaupa Bandaríkin. Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í Eigtveds Pakhus í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún sagði það bæði svekkjandi og óvænt að Trump hefði hætt við. „Líkt og margir aðrir hlakkaði ég til heimsóknarinnar og við erum búin að leggja mikið í undirbúning,“ sagði Frederiksen. Bætti við að Bandaríkin væru einn mikilvægasti bandamaður Dana og ákvörðunin breytti engu um vilja Dana til samstarfs. „Við höfum rætt um sölu Grænlands og þessu hefur Kim Kielsen hafnað. Ég er sammála honum,“ sagði Frederiksen enn fremur. Aðspurð um áhrif ákvörðunarinnar á þátttöku danska hersins í aðgerðum við Hormuz-sund nærri Íran sagðist hún ekki halda þau nokkur. Að sögn Mortens Østergaard, formanns flokksins Radikale Venstre, sem ver stjórn Frederiksen vantrausti, sýnir ákvörðun Trumps að Danir ættu frekar að líta á Evrópusambandsríki sem sína nánustu bandamenn. „Þessi maður er óútreiknanlegur. Raunveruleikinn er farinn fram úr ímyndunaraflinu,“ sagði hann. Søren Espersen, utanríkismálatalsmaður stjórnarandstöðuflokksins Dansk Folkeparti, var á sama máli. „Þetta er afar, afar sláandi. Sérstaklega þegar við erum að tala um svona nána bandamenn og góða vini.“ Og Kristian Jensen, þingmaður Venstre og utanríkisráðherra frá 2015 til 2016, var sammála. „Algjör glundroði eftir að Donald Trump aflýsti heimsókninni til Grænlands. Tækifæri til að styrkja samband bandamanna er orðið að utanríkismálakrísu,“ tísti þingmaðurinn. Samkvæmt greiningu Steffens Gram, utanríkismálablaðamanns danska ríkisútvarpsins DR, má draga þá ályktun af ákvörðun Bandaríkjaforsetans að utanríkismálastefna ríkisstjórnar hans stýrist af geðþótta Trumps. „Þetta snýst um tilfinningaleg viðbrögð. Er hann úr jafnvægi núna, móðgaðist hann? Það felst áhætta í því þegar utanríkismálastefna stórveldis er rekin með þessum hætti,“ sagði Gram og velti upp spurningunni hvort það væri skynsamlegt fyrir Dani að reiða sig á Bandaríkin.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira