Óánægja meðal sjúkraþjálfara Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. ágúst 2019 06:00 Formaður Félags sjúkraþjálfara segir óvissu ríkja vegna fyrirhugaðs útboðs á þjónustu þeirra. Vísir/Getty „Við höfum haft veður af því lengi að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi samninga við Sjúkratryggingar væru fyrirhugaðar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir höfum við aldrei fengið nein svör um eitt eða neitt,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Fram til þessa hefur rammasamningur verið í gildi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sjúkraþjálfara. Ríkiskaupum hefur hins vegar nú verið falið að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við lög um opinber innkaup sem samþykkt voru árið 2016. „Í rauninni má segja að við séum algjörlega í myrkrinu í þessu máli. Tilkynning kom bara á heimasíðu SÍ fyrir nokkrum dögum og við vitum í rauninni ekkert,“ segir Unnur. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir lengi hafi legið fyrir að breytt yrði um innkaupaferli frá því sem verið hefur og að breytingarnar hefðu ekki átt að koma neinum á óvart. „Það eru þrjú ár síðan lögunum var breytt svo þetta ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir María og bætir við að mikilvægt sé fyrir alla sem stundi viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt.Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.„Við birtum fréttatilkynninguna á síðunni okkar ásamt því að við sendum hana í tölvupósti á alla sjúkraþjálfara. Með því að gera þetta svona tryggjum við að allir sem að málinu koma hafi sömu upplýsingar,“ segir María. Rammasamningurinn rann út í febrúar en enn er starfað eftir þeim samningi. „Þetta hefur gengið með ágætum með þessu fyrirkomulagi frá 1973 þannig að maður er eiginlega bara agndofa yfir því að það eigi að fara að kollsteypa hlutunum og samkvæmt því upplýsingaleysi sem snýr að okkur þá hef ég enga sérstaka trú á því að þeir [SÍ] viti hvar þeirra skip kemur að landi með þetta mál,“ segir Unnur. María segir ástæðu breytinganna þríþætta. „Samningar voru lausir svo það var nauðsynlegt að koma þessu í nýjan formlegan farveg. Svo hafa orðið breytingar á lögum um opinber innkaup sem við erum í rauninni að laga þetta kerfi að og í þriðja lagi er það þekkt að kostnaður vegna þessarar þjónustu hefur farið töluvert umfram það sem heimild er til á fjárlögum. Svo þetta er auðvitað líka liður í því að laga kostnaðinn að fjárlögum,“ segir María. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Við höfum haft veður af því lengi að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi samninga við Sjúkratryggingar væru fyrirhugaðar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir höfum við aldrei fengið nein svör um eitt eða neitt,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Fram til þessa hefur rammasamningur verið í gildi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sjúkraþjálfara. Ríkiskaupum hefur hins vegar nú verið falið að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við lög um opinber innkaup sem samþykkt voru árið 2016. „Í rauninni má segja að við séum algjörlega í myrkrinu í þessu máli. Tilkynning kom bara á heimasíðu SÍ fyrir nokkrum dögum og við vitum í rauninni ekkert,“ segir Unnur. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir lengi hafi legið fyrir að breytt yrði um innkaupaferli frá því sem verið hefur og að breytingarnar hefðu ekki átt að koma neinum á óvart. „Það eru þrjú ár síðan lögunum var breytt svo þetta ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir María og bætir við að mikilvægt sé fyrir alla sem stundi viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt.Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.„Við birtum fréttatilkynninguna á síðunni okkar ásamt því að við sendum hana í tölvupósti á alla sjúkraþjálfara. Með því að gera þetta svona tryggjum við að allir sem að málinu koma hafi sömu upplýsingar,“ segir María. Rammasamningurinn rann út í febrúar en enn er starfað eftir þeim samningi. „Þetta hefur gengið með ágætum með þessu fyrirkomulagi frá 1973 þannig að maður er eiginlega bara agndofa yfir því að það eigi að fara að kollsteypa hlutunum og samkvæmt því upplýsingaleysi sem snýr að okkur þá hef ég enga sérstaka trú á því að þeir [SÍ] viti hvar þeirra skip kemur að landi með þetta mál,“ segir Unnur. María segir ástæðu breytinganna þríþætta. „Samningar voru lausir svo það var nauðsynlegt að koma þessu í nýjan formlegan farveg. Svo hafa orðið breytingar á lögum um opinber innkaup sem við erum í rauninni að laga þetta kerfi að og í þriðja lagi er það þekkt að kostnaður vegna þessarar þjónustu hefur farið töluvert umfram það sem heimild er til á fjárlögum. Svo þetta er auðvitað líka liður í því að laga kostnaðinn að fjárlögum,“ segir María.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira