Strákar mega gráta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. september 2019 08:15 "Allar hetjurnar mínar voru fíklar. Eða hötuðu samfélagið eða drápu sig,“ segir Frosti um fyrirmyndir sínar þegar hann var unglingur. Fréttablaðið/Valli Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki til hans,“ segir Frosti Runólfsson um besta vin sinn Loft Gunnarsson sem féll frá árið 2012. „Það eru hversdagslegir hlutir sem leiða hugann að honum, til dæmis áhugaverðir sjónvarpsþættir eða tónlist, eitthvað sem ég hefði viljað deila með honum.“ Loftur Gunnarsson hafði verið heimilislaus um nokkurt skeið þegar hann lést 32 ára gamall árið 2012. Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar var stofnaður af ástvinum hans það sama ár í þeim tilgangi að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík og berjast fyrir því að mannréttindi þeirra séu virt. Loftur Gunnarsson hefði orðið fertugur þann 11. september næstkomandi. Af því tilefni verða haldnir styrktartónleikar þar sem allar tekjur munu renna beint til þess að bæta aðbúnað útigangsmanna í Reykjavík. Loftur Gunnarsson.Mynd/Björn Árnason Litli og stóri Frosti og Loftur kynntust á unglingsárum. „Við bjuggum nálægt hvor öðrum í Garðabænum og urðum mjög fljótt nánir vinir þótt það hafi verið tveggja ára aldursmunur á okkur. Ég var þrettán ára og hann var fimmtán ára gamall. Hann var hávaxinn, eiginlega risastór og spilaði körfubolta. Ég held ég hafi náð honum upp í mitti,“ segir Frosti og brosir út í annað. „Við vorum alltaf kallaðir litli og stóri.“ Frosti og Loftur bjuggu báðir að því að grípa fljótt í húmorinn og höfðu svipaðar hugmyndir um lífið. „Við hugsuðum eins og kláruðum setningar hvor annars. Hann var á hjólabretti og mér fannst það töff og við byrjuðum að skeita saman. Ef ég keypti mér eitthvað flott, til dæmis eins skó og Kurt Cobain, hetjan mín og fyrirmynd, átti, þá gerði hann það líka. Við vorum mjög tengdir, á milli okkar voru órjúfanleg bönd.“ Frosti segist aldrei fyrr hafa skynjað vináttuna, örlög Lofts og sögu þeirra vina sterkar en einmitt nú eftir að hann hætti sjálfur að drekka fyrir rúmu ári. „Ég hef eiginlega verið fullur síðan ég var þrettán ára gamall. En Loftur byrjaði fremur seint að drekka. Ég byrjaði að drekka strax í áttunda bekk, hann fór á sitt fyrsta fyllerí þegar ég var í tíunda bekk. Þá var hann átján ára. Eftir á að hyggja held ég að hann hafi byrjað svona seint af óttablandinni virðingu. Þegar hann datt fyrst í það þá var það bara eins og hann hefði fundið það sem honum var ætlað, hann opnaði pandóruboxið.“ Það tók langan tíma fyrir Loft að lenda á götunni og hann reyndi nokkrum sinnum að leita sér hjálpar. Frosti segist stundum hugleiða hvað það hafi verið sem gerði það að verkum að það var Loftur sem endaði á götunni en ekki hann. Og hvers vegna alkóhólisminn greip hann svo föstum tökum. „Loftur var flókinn persónuleiki og mjög listrænn. Hann sagðist alltaf vilja vera frjáls eins og fuglinn. Það væri hann sem hefði valið sér þetta líf. Hann sagðist ekki trúa á kerfið og hafði sterkar skoðanir á því hvað lífið snýst um. Þannig er það oft, réttlætingin er svo sterk. Það virðist ekki skipta máli hvort þú kemur af góðu heimili eða ekki, alkóhólisminn kviknar samt sem áður. Ég veit um marga slíka, ég er til dæmis einn þeirra. En það tók langan tíma fyrir Loft að enda á götunni enda stóðu honum allar dyr ástvina opnar. Í upphafi neitaði hann að lúta þeim reglum sem fylgja því að búa á heimili foreldra sinna. Hann flutti út og drykkjan tók völd. Og svo er það þannig að þegar þú drekkur þá borgar þú ekki reikningana þína. Þú ert eins og í öðrum heimi og afneitunin og réttlætingin ræður för. Ég finn þetta sjálfur þótt ég hafi ekki farið sömu leið og Loftur. Ég sótti mér aðstoð í júní á síðasta ári og lagðist inn á Vog. Mér hefur sjaldan liðið jafn vel, það er eins og hulu hafi verið svipt af. Ég sé lífið svo skýrt. Ég hef lagt mikið á samband okkar Hrafnhildar og þetta hékk allt saman hjá mér á lyginni,“ segir Frosti. Kærastan hans er Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni saman seint í desember. Útlegðin á Kárahnjúkum „Við drukkum mikið saman við Loftur,“ segir Frosti og rifjar upp minnisstætt ár með vini sínum austur á Kárahnjúkum. „Árið 2004 hætti ég með konunni minni í smá tíma og hélt að samband okkar væri bara alveg búið. Sem betur fer var það ekki en á þessum tíma trúði ég því. Ég bjó í herbergi á Hringbrautinni og las Bukowski og svona,“ segir Frosti. „Þá bjó hann Loftur ekki neins staðar. Ég fékk þá hugmynd í kollinn að ráða okkur í vinnu á Kárahnjúkum og sagði honum ekki einu sinni af því. Ég hringdi bara í hann og tilkynnti honum þetta og hann sagði bara: Já, allt í lagi, ókei. Þetta var svona sjálfskipuð útlegð hjá okkur. Við stóðum svo fyrir utan Reykjavíkurflugvöll með bjórdós og jónu og horfðum hvor á annan og bara hlógum. Hvað vorum við núna komnir út í!“ Frosti og Loftur á Kárahnjúkum.Mynd/Spessi Frosti og Loftur voru einu íslensku verkamennirnir á Kárahnjúkum. „Íslendingarnir sem unnu þarna voru allir á einhverjum græjum eða í stjórnendastöðum en við Loftur vorum einu verkamennirnir af Íslendingunum. En þarna voru 1.200 manns samankomnir og flestir af erlendu bergi brotnir. Loftur sá þetta svo skemmtilega og kunni vel við hversu svaðalegt þetta var allt saman. Í minningunni var það að koma þangað eins og að stíga inn í Mad Max-mynd eða að fara í fangelsi. Við fengum afhentan kraftgalla, hamar, stígvél og hjálm. Þetta voru svo tólf tíma vinnudagar, sex daga vikunnar uppi á öræfum. Á sunnudögum var okkur svo keyrt á Egilsstaði þar sem við fengum að vera frjálsir í þrjár klukkustundir. Einu sinni í mánuði fékk maður svo að fara til Reykjavíkur og þá eyddum við Loftur öllu sem við höfðum unnið okkur inn í sukk og rugl. Þá var veisla!“ Orðinn maður götunnar Frosti segir að í nokkurn tíma áður en Loftur hneig niður á Laugaveginum og lést svo nokkrum klukkustundum síðar á gjörgæsludeild Landspítalans hafi hann verið búinn að taka það í sátt að vera utangarðsmaður. „Það gerðist eitthvað í kollinum á honum. Hann fylltist ró og var bara búinn að sætta sig við þetta líf. Hann var bara orðinn maður götunnar. Svolítið eins og hann væri bara búinn að gefast upp. Áður hafði hann átt tíma inn á milli þar sem hann reyndi að hætta, en því miður entist það aldrei lengi. Það þarf svo markvissan og mikinn stuðning við þá sem eru á þessum stað og vilja snúa við blaðinu. Hvað bíður þeirra? Það verður eitthvað að bíða fólks, ég er til dæmis með gott bakland núna. Á konu og þak yfir höfuðið og þrjá ketti og lífið er bjart fram undan. En ég veit alveg hvernig það er þegar maður sér enga aðra lausn en að drekka.“ Frosti segist stundum hugleiða hvað það hafi verið sem gerði það að verkum að það var Loftur sem endaði á götunni en ekki hann.Fréttablaðið/Valli Frosti segist halda að þótt Loftur hafi verið búinn að sættast við götulífið hefði hann getað hjálpað honum. „Hann gat verið rosalega erfiður þegar hann var drukkinn. Ég bjó um tíma á Laugavegi og hann kom oft og bankaði upp á hjá mér. Betlaði stundum og var með læti, ég var þá stundum leiðinlegur við hann. Ég hugsa um þetta af eftirsjá og í dag væri ég algjörlega tilbúinn til að hjálpa honum. Ég var það bara ekki þá, ég var alveg jafn veikur og hann. Bara á öruggari stað. Og ég held það eigi við um marga. Þeir eru jafn veikir en á öruggari stað en Loftur var. Og það er ekki sjálfgefið.“ Talið berst að tilfinningum og fyrirmyndum stráka á unglingsaldri. Það sé lítið við því að gera að fyrirmyndirnar lifi lífi sem leiðir til glötunar. „Ég held að það sé því miður enn þá þannig að strákar megi ekki gráta og sýna tilfinningar sínar eða pæla í þeim. Það er eins og það taki kynslóðir að læra þessa hluti. Ég er 38 ára gamall og er í fyrsta sinn að tækla hluti út frá tilfinningum og finnast ég mega það. Án þess að grípa í flöskuna eða eitthvert dóp til að deyfa mig. Og ég hef verið listamaður alla ævi, allar hetjurnar mínar voru fíklar. Eða hötuðu samfélagið eða drápu sig. Tilheyra ákveðinni andfélagslegri trúarstefnu. Þegar ég var lítill var hetjan mín Kurt Cobain, heróínisti sem skaut sig í hausinn. Í dag er þetta alveg eins, nema það eru rapparar sem rappa um oxý. Og þetta mun aldrei breytast. En það þarf að ræða þetta. Það þarf að aðstoða stráka við að bera kennsl á tilfinningar sínar og á þetta skaðlega mynstur sem einkennir drykkju margra Íslendinga og felst í að deyfa tilfinningalífið. Sem ungum listamanni fannst mér það eiginlega bara skylda mín að nota eiturlyf og þetta voru svo ótrúlega mörg ár sem fóru í súginn. Það er svolítið erfitt að horfa til baka og hugsa um það hvað ég hefði getað gert við allan þennan tíma. Frosti og Loftur á unglingsárunum. Vaknar glaður Ég hefði getað verið hugrakkari og kafað dýpra í hlutina. Þetta þurfa ungir listamenn að vita, þeir eiga ekki að vera feimnir við að sækja sér hjálp við drykkju og neyslu. Það þarf ekki að vera fyllibytta til þess að vera töff listamaður, þvert á móti. Ég vildi óska að ég hefði áttað mig á þessu fyrr því tíminn er það mikilvægasta sem maður hefur. Nú vakna ég á morgnana og er glaður, möguleikarnir eru fleiri. Þó að ég sé reyndar enn að díla við eftirköstin eftir 25 ára stanslaust partí. Það tekur tíma. Það má segja að ég sé búinn að skola bílinn en þurfi nú að fara að skoða undir húddið. Ég þarf að halda áfram að rækta minn innri mann. Mér finnst ég hafa verið eins og uppvakningur, en nú sé ég til staðar.“ Frosti er einn þeirra sem skipuleggja minningartónleikana á Hard Rock á miðvikudaginn í næstu viku. Hann hefur einnig gert heimildarmyndina Meinvill í myrkrunum lá sem fjallar um Loft. Myndin verður sýnd þann 15. september næstkomandi í Bíó Paradís og rennur sömuleiðis allur ágóði af miðasölu í minningarsjóðinn. Hann og Hrafnhildur kærasta hans eru samhent í starfi sínu fyrir sjóðinn og styðja almennt við málefnið. Þau tóku þátt í þöglum mótmælum um aðstæður útigangsmanna á Austurvelli á dögunum. Minnast Lofts „Hrafnhildur hefur verið kærastan mín í átján ár og hefur mikið hjálpað til í undirbúningnum fyrir minningartónleikana. Hún var líka góð vinkona Lofts og við fórum saman í gær á þögul mótmæli sem móðir Þorbjarnar Hauks, sem einnig lést á götunni, stóð fyrir við Alþingishúsið. Þar hittum við Hrafnhildur Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann velferðarráðs, og ræddum aðeins við hana. Okkur þótti vænt um að hún þekkir það mikilvæga starf sem minningarsjóður Lofts hefur unnið og hjarta hennar er á réttum stað. Hún er bara einn hlekkur í þessari baráttu svo fleiri innan borgarinnar verða að styðja við þessar úrbætur sem þarf, og fyrst og fremst þarf peninga og til þess erum við að halda þessa tónleika.“ Þeir tónlistarmenn sem koma fram á minningartónleikunum gefa vinnu sína málstaðnum. Á meðal þeirra sem koma fram eru Krummi, Pétur Ben, K.K og Sycamore Tree en Gunnar Hilmarsson var mágur Lofts og hefur verið afar ötull í störfum sínum í þágu sjóðsins. „Við viljum fyrst og fremst safna í minningarsjóðinn til góðra verka og vekja athygli á málstaðnum en líka eiga góða kvöldstund, hlusta saman á góða tónlist og minnast Lofts. Hann átti marga góða vini.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki til hans,“ segir Frosti Runólfsson um besta vin sinn Loft Gunnarsson sem féll frá árið 2012. „Það eru hversdagslegir hlutir sem leiða hugann að honum, til dæmis áhugaverðir sjónvarpsþættir eða tónlist, eitthvað sem ég hefði viljað deila með honum.“ Loftur Gunnarsson hafði verið heimilislaus um nokkurt skeið þegar hann lést 32 ára gamall árið 2012. Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar var stofnaður af ástvinum hans það sama ár í þeim tilgangi að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík og berjast fyrir því að mannréttindi þeirra séu virt. Loftur Gunnarsson hefði orðið fertugur þann 11. september næstkomandi. Af því tilefni verða haldnir styrktartónleikar þar sem allar tekjur munu renna beint til þess að bæta aðbúnað útigangsmanna í Reykjavík. Loftur Gunnarsson.Mynd/Björn Árnason Litli og stóri Frosti og Loftur kynntust á unglingsárum. „Við bjuggum nálægt hvor öðrum í Garðabænum og urðum mjög fljótt nánir vinir þótt það hafi verið tveggja ára aldursmunur á okkur. Ég var þrettán ára og hann var fimmtán ára gamall. Hann var hávaxinn, eiginlega risastór og spilaði körfubolta. Ég held ég hafi náð honum upp í mitti,“ segir Frosti og brosir út í annað. „Við vorum alltaf kallaðir litli og stóri.“ Frosti og Loftur bjuggu báðir að því að grípa fljótt í húmorinn og höfðu svipaðar hugmyndir um lífið. „Við hugsuðum eins og kláruðum setningar hvor annars. Hann var á hjólabretti og mér fannst það töff og við byrjuðum að skeita saman. Ef ég keypti mér eitthvað flott, til dæmis eins skó og Kurt Cobain, hetjan mín og fyrirmynd, átti, þá gerði hann það líka. Við vorum mjög tengdir, á milli okkar voru órjúfanleg bönd.“ Frosti segist aldrei fyrr hafa skynjað vináttuna, örlög Lofts og sögu þeirra vina sterkar en einmitt nú eftir að hann hætti sjálfur að drekka fyrir rúmu ári. „Ég hef eiginlega verið fullur síðan ég var þrettán ára gamall. En Loftur byrjaði fremur seint að drekka. Ég byrjaði að drekka strax í áttunda bekk, hann fór á sitt fyrsta fyllerí þegar ég var í tíunda bekk. Þá var hann átján ára. Eftir á að hyggja held ég að hann hafi byrjað svona seint af óttablandinni virðingu. Þegar hann datt fyrst í það þá var það bara eins og hann hefði fundið það sem honum var ætlað, hann opnaði pandóruboxið.“ Það tók langan tíma fyrir Loft að lenda á götunni og hann reyndi nokkrum sinnum að leita sér hjálpar. Frosti segist stundum hugleiða hvað það hafi verið sem gerði það að verkum að það var Loftur sem endaði á götunni en ekki hann. Og hvers vegna alkóhólisminn greip hann svo föstum tökum. „Loftur var flókinn persónuleiki og mjög listrænn. Hann sagðist alltaf vilja vera frjáls eins og fuglinn. Það væri hann sem hefði valið sér þetta líf. Hann sagðist ekki trúa á kerfið og hafði sterkar skoðanir á því hvað lífið snýst um. Þannig er það oft, réttlætingin er svo sterk. Það virðist ekki skipta máli hvort þú kemur af góðu heimili eða ekki, alkóhólisminn kviknar samt sem áður. Ég veit um marga slíka, ég er til dæmis einn þeirra. En það tók langan tíma fyrir Loft að enda á götunni enda stóðu honum allar dyr ástvina opnar. Í upphafi neitaði hann að lúta þeim reglum sem fylgja því að búa á heimili foreldra sinna. Hann flutti út og drykkjan tók völd. Og svo er það þannig að þegar þú drekkur þá borgar þú ekki reikningana þína. Þú ert eins og í öðrum heimi og afneitunin og réttlætingin ræður för. Ég finn þetta sjálfur þótt ég hafi ekki farið sömu leið og Loftur. Ég sótti mér aðstoð í júní á síðasta ári og lagðist inn á Vog. Mér hefur sjaldan liðið jafn vel, það er eins og hulu hafi verið svipt af. Ég sé lífið svo skýrt. Ég hef lagt mikið á samband okkar Hrafnhildar og þetta hékk allt saman hjá mér á lyginni,“ segir Frosti. Kærastan hans er Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni saman seint í desember. Útlegðin á Kárahnjúkum „Við drukkum mikið saman við Loftur,“ segir Frosti og rifjar upp minnisstætt ár með vini sínum austur á Kárahnjúkum. „Árið 2004 hætti ég með konunni minni í smá tíma og hélt að samband okkar væri bara alveg búið. Sem betur fer var það ekki en á þessum tíma trúði ég því. Ég bjó í herbergi á Hringbrautinni og las Bukowski og svona,“ segir Frosti. „Þá bjó hann Loftur ekki neins staðar. Ég fékk þá hugmynd í kollinn að ráða okkur í vinnu á Kárahnjúkum og sagði honum ekki einu sinni af því. Ég hringdi bara í hann og tilkynnti honum þetta og hann sagði bara: Já, allt í lagi, ókei. Þetta var svona sjálfskipuð útlegð hjá okkur. Við stóðum svo fyrir utan Reykjavíkurflugvöll með bjórdós og jónu og horfðum hvor á annan og bara hlógum. Hvað vorum við núna komnir út í!“ Frosti og Loftur á Kárahnjúkum.Mynd/Spessi Frosti og Loftur voru einu íslensku verkamennirnir á Kárahnjúkum. „Íslendingarnir sem unnu þarna voru allir á einhverjum græjum eða í stjórnendastöðum en við Loftur vorum einu verkamennirnir af Íslendingunum. En þarna voru 1.200 manns samankomnir og flestir af erlendu bergi brotnir. Loftur sá þetta svo skemmtilega og kunni vel við hversu svaðalegt þetta var allt saman. Í minningunni var það að koma þangað eins og að stíga inn í Mad Max-mynd eða að fara í fangelsi. Við fengum afhentan kraftgalla, hamar, stígvél og hjálm. Þetta voru svo tólf tíma vinnudagar, sex daga vikunnar uppi á öræfum. Á sunnudögum var okkur svo keyrt á Egilsstaði þar sem við fengum að vera frjálsir í þrjár klukkustundir. Einu sinni í mánuði fékk maður svo að fara til Reykjavíkur og þá eyddum við Loftur öllu sem við höfðum unnið okkur inn í sukk og rugl. Þá var veisla!“ Orðinn maður götunnar Frosti segir að í nokkurn tíma áður en Loftur hneig niður á Laugaveginum og lést svo nokkrum klukkustundum síðar á gjörgæsludeild Landspítalans hafi hann verið búinn að taka það í sátt að vera utangarðsmaður. „Það gerðist eitthvað í kollinum á honum. Hann fylltist ró og var bara búinn að sætta sig við þetta líf. Hann var bara orðinn maður götunnar. Svolítið eins og hann væri bara búinn að gefast upp. Áður hafði hann átt tíma inn á milli þar sem hann reyndi að hætta, en því miður entist það aldrei lengi. Það þarf svo markvissan og mikinn stuðning við þá sem eru á þessum stað og vilja snúa við blaðinu. Hvað bíður þeirra? Það verður eitthvað að bíða fólks, ég er til dæmis með gott bakland núna. Á konu og þak yfir höfuðið og þrjá ketti og lífið er bjart fram undan. En ég veit alveg hvernig það er þegar maður sér enga aðra lausn en að drekka.“ Frosti segist stundum hugleiða hvað það hafi verið sem gerði það að verkum að það var Loftur sem endaði á götunni en ekki hann.Fréttablaðið/Valli Frosti segist halda að þótt Loftur hafi verið búinn að sættast við götulífið hefði hann getað hjálpað honum. „Hann gat verið rosalega erfiður þegar hann var drukkinn. Ég bjó um tíma á Laugavegi og hann kom oft og bankaði upp á hjá mér. Betlaði stundum og var með læti, ég var þá stundum leiðinlegur við hann. Ég hugsa um þetta af eftirsjá og í dag væri ég algjörlega tilbúinn til að hjálpa honum. Ég var það bara ekki þá, ég var alveg jafn veikur og hann. Bara á öruggari stað. Og ég held það eigi við um marga. Þeir eru jafn veikir en á öruggari stað en Loftur var. Og það er ekki sjálfgefið.“ Talið berst að tilfinningum og fyrirmyndum stráka á unglingsaldri. Það sé lítið við því að gera að fyrirmyndirnar lifi lífi sem leiðir til glötunar. „Ég held að það sé því miður enn þá þannig að strákar megi ekki gráta og sýna tilfinningar sínar eða pæla í þeim. Það er eins og það taki kynslóðir að læra þessa hluti. Ég er 38 ára gamall og er í fyrsta sinn að tækla hluti út frá tilfinningum og finnast ég mega það. Án þess að grípa í flöskuna eða eitthvert dóp til að deyfa mig. Og ég hef verið listamaður alla ævi, allar hetjurnar mínar voru fíklar. Eða hötuðu samfélagið eða drápu sig. Tilheyra ákveðinni andfélagslegri trúarstefnu. Þegar ég var lítill var hetjan mín Kurt Cobain, heróínisti sem skaut sig í hausinn. Í dag er þetta alveg eins, nema það eru rapparar sem rappa um oxý. Og þetta mun aldrei breytast. En það þarf að ræða þetta. Það þarf að aðstoða stráka við að bera kennsl á tilfinningar sínar og á þetta skaðlega mynstur sem einkennir drykkju margra Íslendinga og felst í að deyfa tilfinningalífið. Sem ungum listamanni fannst mér það eiginlega bara skylda mín að nota eiturlyf og þetta voru svo ótrúlega mörg ár sem fóru í súginn. Það er svolítið erfitt að horfa til baka og hugsa um það hvað ég hefði getað gert við allan þennan tíma. Frosti og Loftur á unglingsárunum. Vaknar glaður Ég hefði getað verið hugrakkari og kafað dýpra í hlutina. Þetta þurfa ungir listamenn að vita, þeir eiga ekki að vera feimnir við að sækja sér hjálp við drykkju og neyslu. Það þarf ekki að vera fyllibytta til þess að vera töff listamaður, þvert á móti. Ég vildi óska að ég hefði áttað mig á þessu fyrr því tíminn er það mikilvægasta sem maður hefur. Nú vakna ég á morgnana og er glaður, möguleikarnir eru fleiri. Þó að ég sé reyndar enn að díla við eftirköstin eftir 25 ára stanslaust partí. Það tekur tíma. Það má segja að ég sé búinn að skola bílinn en þurfi nú að fara að skoða undir húddið. Ég þarf að halda áfram að rækta minn innri mann. Mér finnst ég hafa verið eins og uppvakningur, en nú sé ég til staðar.“ Frosti er einn þeirra sem skipuleggja minningartónleikana á Hard Rock á miðvikudaginn í næstu viku. Hann hefur einnig gert heimildarmyndina Meinvill í myrkrunum lá sem fjallar um Loft. Myndin verður sýnd þann 15. september næstkomandi í Bíó Paradís og rennur sömuleiðis allur ágóði af miðasölu í minningarsjóðinn. Hann og Hrafnhildur kærasta hans eru samhent í starfi sínu fyrir sjóðinn og styðja almennt við málefnið. Þau tóku þátt í þöglum mótmælum um aðstæður útigangsmanna á Austurvelli á dögunum. Minnast Lofts „Hrafnhildur hefur verið kærastan mín í átján ár og hefur mikið hjálpað til í undirbúningnum fyrir minningartónleikana. Hún var líka góð vinkona Lofts og við fórum saman í gær á þögul mótmæli sem móðir Þorbjarnar Hauks, sem einnig lést á götunni, stóð fyrir við Alþingishúsið. Þar hittum við Hrafnhildur Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann velferðarráðs, og ræddum aðeins við hana. Okkur þótti vænt um að hún þekkir það mikilvæga starf sem minningarsjóður Lofts hefur unnið og hjarta hennar er á réttum stað. Hún er bara einn hlekkur í þessari baráttu svo fleiri innan borgarinnar verða að styðja við þessar úrbætur sem þarf, og fyrst og fremst þarf peninga og til þess erum við að halda þessa tónleika.“ Þeir tónlistarmenn sem koma fram á minningartónleikunum gefa vinnu sína málstaðnum. Á meðal þeirra sem koma fram eru Krummi, Pétur Ben, K.K og Sycamore Tree en Gunnar Hilmarsson var mágur Lofts og hefur verið afar ötull í störfum sínum í þágu sjóðsins. „Við viljum fyrst og fremst safna í minningarsjóðinn til góðra verka og vekja athygli á málstaðnum en líka eiga góða kvöldstund, hlusta saman á góða tónlist og minnast Lofts. Hann átti marga góða vini.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira