„Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2019 19:30 Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Augljós tilgangur heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð. Þótt efnahags- og viðskiptamál hafi verið í brennidepli á fundi utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna í gær hafa öryggis- og varnarmál jafnframt verið fyrirferðarmikil í umræðunni. Áform um uppbyggingu og viðhald á mannvirkjum á varnarsvæðinu í Keflavík hafa vakið óhug meðal hernaðarandstæðinga sem óttast margir hverjir aukin hernaðarumsvif við Ísland. „Það er ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli,“ segir Albert. Aðeins sé um að ræða viðhald og endurnýjun á mannvirkjum. „Það sem á sér stað er viðhald og endurnýjun á flughlöðum og akstursbrautum og búnaði tengdu því og það er verið líka að gera breytingar á flugskýli vegna þess að það er verið að taka í notkun nýja tegund af kafbátaleitarvélum.“Lykilforsendur fyrir hersetu löngu brostnar Hann telur langsótt að halda því fram að föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi verði aftur að veruleika eins og sakir standa nú. „Lykilforsendur [fastrar viðveru Bandaríkjahers] eru ekki á Norðurslóðum, þær eru á meginlandi Evrópu. Og þær hurfu, forsendur fyrir herstöð á Íslandi hurfu með kalda stríðinu og með Sovétríkjunum og Rússland er ekki og verður ekki arftaki Sovétríkjanna,“ útskýrir Albert. Hins vegar hafi Ísland áfram ákveðna hernaðarlega þýðingu, en miklu almennari en áður. „Sem tengist ákveðnum stuðningi við hugsanlegar, en mjög ólíklegar auðvitað, hernaðaraðgerðir í Norðurhöfum eða átök þar.“ Að mati Alberts virðist sem fleira en öryggis- og varnarsamvinna og viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hafi verið varaforsetanum ofarlega í huga. „Það virðist sem megin tilgangur heimsóknar varaforsetans frá hans bæjardyrum séð var að senda Kínverjum skilaboð, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma.“ Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Augljós tilgangur heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð. Þótt efnahags- og viðskiptamál hafi verið í brennidepli á fundi utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna í gær hafa öryggis- og varnarmál jafnframt verið fyrirferðarmikil í umræðunni. Áform um uppbyggingu og viðhald á mannvirkjum á varnarsvæðinu í Keflavík hafa vakið óhug meðal hernaðarandstæðinga sem óttast margir hverjir aukin hernaðarumsvif við Ísland. „Það er ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli,“ segir Albert. Aðeins sé um að ræða viðhald og endurnýjun á mannvirkjum. „Það sem á sér stað er viðhald og endurnýjun á flughlöðum og akstursbrautum og búnaði tengdu því og það er verið líka að gera breytingar á flugskýli vegna þess að það er verið að taka í notkun nýja tegund af kafbátaleitarvélum.“Lykilforsendur fyrir hersetu löngu brostnar Hann telur langsótt að halda því fram að föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi verði aftur að veruleika eins og sakir standa nú. „Lykilforsendur [fastrar viðveru Bandaríkjahers] eru ekki á Norðurslóðum, þær eru á meginlandi Evrópu. Og þær hurfu, forsendur fyrir herstöð á Íslandi hurfu með kalda stríðinu og með Sovétríkjunum og Rússland er ekki og verður ekki arftaki Sovétríkjanna,“ útskýrir Albert. Hins vegar hafi Ísland áfram ákveðna hernaðarlega þýðingu, en miklu almennari en áður. „Sem tengist ákveðnum stuðningi við hugsanlegar, en mjög ólíklegar auðvitað, hernaðaraðgerðir í Norðurhöfum eða átök þar.“ Að mati Alberts virðist sem fleira en öryggis- og varnarsamvinna og viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hafi verið varaforsetanum ofarlega í huga. „Það virðist sem megin tilgangur heimsóknar varaforsetans frá hans bæjardyrum séð var að senda Kínverjum skilaboð, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma.“
Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira