Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. september 2019 08:21 Guðrún Erla segir að það sé áskorun að sameina doktorsnámið og starfið en í því felist einnig tækifæri. ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR Guðrún Erla Jónsdóttir er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur og gegnir þessa dagana stöðu framkvæmdastjóra Veitna þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Guðrún verður með erindi á alþjóðlegu ráðstefnunni Bold Strategy Summit sem verður haldin 23. september í Hörpu en þar mun hún fjalla um nýja strauma í innleiðingu stefnu. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er svo lánsöm að starfa við það sem ég hef áhuga á. Þess utan á jóga og samvera með stórfjölskyldunni hug minn. Hvernig er morgunrútínan þín? Mér finnst best að komast snemma af stað og hreyfa mig, helst að skokka og fá endorfínið til að flæða áður en dagurinn hefst fyrir alvöru. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það er úr mörgu að velja en Dagbók Önnu Frank kemur strax upp í huga mér. Bækur Isabel Allende eru líka í miklu uppáhaldi. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin undanfarin misseri? Doktorsnámið er tímafrekt en jafnframt ákaflega skemmtileg. Það er áskorun að sameina nám og störf. En nám og starf tengist með beinum hætti og með því að ég samtvinni doktorsrannsókn starfi mínu sem stefnustjóra skapast líka spennandi tækifæri.Hver verður kjarninn í erindi þínu á ráðstefnunni? Hlutverk stjórna er snýr að stefnumiðaðri stjórnun má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þær aðferðir sem stjórn nýtir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu og til að tryggja það að samræmi sé á milli stefnu og aðgerða þannig að markmiðum verði náð. Kjarni erindis mín snýr að því hvernig stefnumiðaðir stjórnarhættir birtast og hafa áhrif í flókinni og umfangsmikilli starfsemi samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Það er mikilvægt að allar rekstrareiningar innan OR starfi eftir samræmdum stjórnarháttum og stjórn samstæðunnar hafi nauðsynlega yfirsýn til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Reynslan hefur kennt okkur að það er lykilatriði að æðstu stjórnendur líti á innleiðingu stefnu sem grundvallarverkefni og það að skila stefnumiðuðum árangri sé jafn mikilvægt og fjárhagslegur árangur fyrirtækis. Samræmt verklag (stefnumiðaðra stjórnarhátta) er mikilvægt í þessu samhengi en þó ekki það eina sem skiptir máli. Fyrirtæki eru byggð upp af fólki. Allt sem þar gerist er byggt á mannlegri hugsun og hegðun. Þess vegna skiptir öllu máli að það sé ekki eingöngu fyrir hendi vel útfærð stefna og stefnuáætlun. Það þarf líka að vera fyrir hendi menning og hugarfar sem styður við áherslur stefnunnar og þar með þann árangur sem henni er ætlað að skila. Það sem ótvírætt styður þá menningu er að framvinda stefnu og markmiða sé sýnileg og hægt sé að fylgjast með árangri með einföldum hætti. Slíkt auðveldar reglulegt endurmat á vegferðinni og skapar möguleika á ráðstöfunum í tíma. Í rekstrarumhverfi þar sem breytingar og óvissa fara stig vaxandi er stöðug eftirfylgni og endurmat algjört grundvallaratriði ef fyrirtækin eiga að geta fótað sig í þessu umhverfi. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Ég hugsa að ég færi í jógakennaranám og myndi einbeita mér að því að boða fagnaðarerindið. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég hef sett mér markmið sem ég vinn að en mér finnst samt sem áður afskaplega gott að áætla ekki um of og leyfa hlutunum að þróast og taka hverri áskorun fagnandi. Svipmynd: Guðrún Erla Jónsdóttir Nám: M.Sc. í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Er í doktorsnámi með áherslu á stjórnhætti og stefnutengt hlutverk stjórna. Rannsóknarefni mitt snýr að eigendastefnu, tilurð, hlutverki og áhrifum á störf stjórna og stjórnenda. Störf: Ég er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Tímabundið gegni ég stöðu framkvæmdastjóra Veitna, þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Fjölskylduhagir: Ég á tvo dásamlega syni og tilheyri samhentri stórfjölskyldu. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Guðrún Erla Jónsdóttir er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur og gegnir þessa dagana stöðu framkvæmdastjóra Veitna þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Guðrún verður með erindi á alþjóðlegu ráðstefnunni Bold Strategy Summit sem verður haldin 23. september í Hörpu en þar mun hún fjalla um nýja strauma í innleiðingu stefnu. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er svo lánsöm að starfa við það sem ég hef áhuga á. Þess utan á jóga og samvera með stórfjölskyldunni hug minn. Hvernig er morgunrútínan þín? Mér finnst best að komast snemma af stað og hreyfa mig, helst að skokka og fá endorfínið til að flæða áður en dagurinn hefst fyrir alvöru. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það er úr mörgu að velja en Dagbók Önnu Frank kemur strax upp í huga mér. Bækur Isabel Allende eru líka í miklu uppáhaldi. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin undanfarin misseri? Doktorsnámið er tímafrekt en jafnframt ákaflega skemmtileg. Það er áskorun að sameina nám og störf. En nám og starf tengist með beinum hætti og með því að ég samtvinni doktorsrannsókn starfi mínu sem stefnustjóra skapast líka spennandi tækifæri.Hver verður kjarninn í erindi þínu á ráðstefnunni? Hlutverk stjórna er snýr að stefnumiðaðri stjórnun má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þær aðferðir sem stjórn nýtir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu og til að tryggja það að samræmi sé á milli stefnu og aðgerða þannig að markmiðum verði náð. Kjarni erindis mín snýr að því hvernig stefnumiðaðir stjórnarhættir birtast og hafa áhrif í flókinni og umfangsmikilli starfsemi samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Það er mikilvægt að allar rekstrareiningar innan OR starfi eftir samræmdum stjórnarháttum og stjórn samstæðunnar hafi nauðsynlega yfirsýn til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Reynslan hefur kennt okkur að það er lykilatriði að æðstu stjórnendur líti á innleiðingu stefnu sem grundvallarverkefni og það að skila stefnumiðuðum árangri sé jafn mikilvægt og fjárhagslegur árangur fyrirtækis. Samræmt verklag (stefnumiðaðra stjórnarhátta) er mikilvægt í þessu samhengi en þó ekki það eina sem skiptir máli. Fyrirtæki eru byggð upp af fólki. Allt sem þar gerist er byggt á mannlegri hugsun og hegðun. Þess vegna skiptir öllu máli að það sé ekki eingöngu fyrir hendi vel útfærð stefna og stefnuáætlun. Það þarf líka að vera fyrir hendi menning og hugarfar sem styður við áherslur stefnunnar og þar með þann árangur sem henni er ætlað að skila. Það sem ótvírætt styður þá menningu er að framvinda stefnu og markmiða sé sýnileg og hægt sé að fylgjast með árangri með einföldum hætti. Slíkt auðveldar reglulegt endurmat á vegferðinni og skapar möguleika á ráðstöfunum í tíma. Í rekstrarumhverfi þar sem breytingar og óvissa fara stig vaxandi er stöðug eftirfylgni og endurmat algjört grundvallaratriði ef fyrirtækin eiga að geta fótað sig í þessu umhverfi. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Ég hugsa að ég færi í jógakennaranám og myndi einbeita mér að því að boða fagnaðarerindið. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég hef sett mér markmið sem ég vinn að en mér finnst samt sem áður afskaplega gott að áætla ekki um of og leyfa hlutunum að þróast og taka hverri áskorun fagnandi. Svipmynd: Guðrún Erla Jónsdóttir Nám: M.Sc. í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Er í doktorsnámi með áherslu á stjórnhætti og stefnutengt hlutverk stjórna. Rannsóknarefni mitt snýr að eigendastefnu, tilurð, hlutverki og áhrifum á störf stjórna og stjórnenda. Störf: Ég er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Tímabundið gegni ég stöðu framkvæmdastjóra Veitna, þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Fjölskylduhagir: Ég á tvo dásamlega syni og tilheyri samhentri stórfjölskyldu.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira