Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 15:42 Obama sagði Thunberg að þau væru saman í liði þegar þau gáfu hvor öðru kumpánlega kveðju. Vísir/EPA Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg bað bandaríska þingmenn um að hlusta á vísindamenn þegar hún kom fyrir þingnefnd í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti táningsstúlkunni sem einum öflugasta málsvara plánetunnar eftir að þau hittust í fyrradag. Thunberg hefur orðið áberandi málsvari yngri kynslóðarinnar fyrir róttækum aðgerðum til að koma í veg fyrir hamfarir af völdum loftslagsbreytinga á jörðinni frá því að hún hóf svonefnd skólaverkföll í fyrra. Hún sigldi til Bandaríkjanna í lok sumars með skútu sem brennir ekki jarðefnaeldsneyti til að vera viðstödd loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í næstu viku. Í millitíðinni hefur Thunberg tekið þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og í dag kemur hún fyrir tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þegar hún kom fyrir utanríkismálanefndina lagði hún fram vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um 1,5 gráðu hlýnun í stað formlegrar yfirlýsingar. „Ég legg þessa skýrslu fram sem vitnisburð minn því vil ekki að þið hlustið á mig, ég vil að þið hlustið á vísindamennina og ég vil að þið sameinist að baki vísindunum,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul..@GretaThunberg submits IPCC Special Report on Global Warming: "I don't want you to listen to me. I want you to listen to the scientists and I want you to unite behind science. And then I want you to take real action."Full video here: https://t.co/IWtX1u8Q3b #ClimateChange pic.twitter.com/iip86NUie5— CSPAN (@cspan) September 18, 2019 Sagði þingmönnum að spara lofið Obama, fyrrverandi forseti, lofaði frumkvæði Thunberg eftir að þau hittust í Washington-borg á mánudag. Hún geri sér grein fyrir að hennar kynslóð eigi eftir að bera hitann og þungann af loftslagbreytingum og því sé hún óhrædd við að krefjast raunverulegra aðgerða. „Aðeins sextán ára er Greta Thunberg nú þegar einn öflugasti málsvari plánetunnar okkar,“ tísti Obama um fund þeirra í gær.Just 16, @GretaThunberg is already one of our planet's greatest advocates. Recognizing that her generation will bear the brunt of climate change, she's unafraid to push for real action. She embodies our vision at the @ObamaFoundation: A future shaped by young leaders like her. pic.twitter.com/VgCPAaDp3C— Barack Obama (@BarackObama) September 17, 2019 Thunberg dró heldur ekkert undan þegar hún og fleiri ungir loftslagsaðgerðasinnar komu fyrir hóp öldungadeildarþingmanna í gær. Þar sagði hún þingmönnunum að þeir legðu ekki nóg á sig til að berjast gegn loftslagsbreytingum. „Sparið lof ykkar. Við viljum það ekki. Ekki bjóða okkur hingað til að segja okkur hvað við veitum mikinn innblástur án þess að gera neitt í því vegna þess að það leiðir ekki til neins,“ sagði Thunberg og ítrekaði skilaboð sín um að stjórnmálamenn hlustuðu frekar á vísindamenn en hana eða aðra aðgerðasinna. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00 Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg bað bandaríska þingmenn um að hlusta á vísindamenn þegar hún kom fyrir þingnefnd í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti táningsstúlkunni sem einum öflugasta málsvara plánetunnar eftir að þau hittust í fyrradag. Thunberg hefur orðið áberandi málsvari yngri kynslóðarinnar fyrir róttækum aðgerðum til að koma í veg fyrir hamfarir af völdum loftslagsbreytinga á jörðinni frá því að hún hóf svonefnd skólaverkföll í fyrra. Hún sigldi til Bandaríkjanna í lok sumars með skútu sem brennir ekki jarðefnaeldsneyti til að vera viðstödd loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í næstu viku. Í millitíðinni hefur Thunberg tekið þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og í dag kemur hún fyrir tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þegar hún kom fyrir utanríkismálanefndina lagði hún fram vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um 1,5 gráðu hlýnun í stað formlegrar yfirlýsingar. „Ég legg þessa skýrslu fram sem vitnisburð minn því vil ekki að þið hlustið á mig, ég vil að þið hlustið á vísindamennina og ég vil að þið sameinist að baki vísindunum,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul..@GretaThunberg submits IPCC Special Report on Global Warming: "I don't want you to listen to me. I want you to listen to the scientists and I want you to unite behind science. And then I want you to take real action."Full video here: https://t.co/IWtX1u8Q3b #ClimateChange pic.twitter.com/iip86NUie5— CSPAN (@cspan) September 18, 2019 Sagði þingmönnum að spara lofið Obama, fyrrverandi forseti, lofaði frumkvæði Thunberg eftir að þau hittust í Washington-borg á mánudag. Hún geri sér grein fyrir að hennar kynslóð eigi eftir að bera hitann og þungann af loftslagbreytingum og því sé hún óhrædd við að krefjast raunverulegra aðgerða. „Aðeins sextán ára er Greta Thunberg nú þegar einn öflugasti málsvari plánetunnar okkar,“ tísti Obama um fund þeirra í gær.Just 16, @GretaThunberg is already one of our planet's greatest advocates. Recognizing that her generation will bear the brunt of climate change, she's unafraid to push for real action. She embodies our vision at the @ObamaFoundation: A future shaped by young leaders like her. pic.twitter.com/VgCPAaDp3C— Barack Obama (@BarackObama) September 17, 2019 Thunberg dró heldur ekkert undan þegar hún og fleiri ungir loftslagsaðgerðasinnar komu fyrir hóp öldungadeildarþingmanna í gær. Þar sagði hún þingmönnunum að þeir legðu ekki nóg á sig til að berjast gegn loftslagsbreytingum. „Sparið lof ykkar. Við viljum það ekki. Ekki bjóða okkur hingað til að segja okkur hvað við veitum mikinn innblástur án þess að gera neitt í því vegna þess að það leiðir ekki til neins,“ sagði Thunberg og ítrekaði skilaboð sín um að stjórnmálamenn hlustuðu frekar á vísindamenn en hana eða aðra aðgerðasinna.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00 Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00
Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15