Hjó skarð í afkomuna Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 08:00 Hrefna Sætran. Fréttablaðið/Stefán Veitingastaðirnir Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, sem eru meðal annars í eigu matreiðslumeistarans Hrefnu Sætran, töpuðu samtals 109 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningum félaganna. Staðirnir högnuðust um 181 milljón á árinu 2017 og 235 milljónir árið 2016. Gjaldþrot Skelfiskmarkaðarins í vor hafði veruleg áhrif á afkomuna. Tekjur Grillmarkaðarins námu 836 milljónum króna og drógust saman um 4,5 prósent á milli ára en tekjur Fiskmarkaðarins námu 449 milljónum og drógust saman um 8 prósent. Þannig var áframhaldandi samdráttur hjá Fiskmarkaðinum en milli áranna 2016 og 2017 drógust tekjur hans saman um 10,6 prósent. Báðir staðirnir skiluðu rekstrarhagnaði. Hann nam 79 milljónum króna hjá Grillmarkaðinum og 14,8 milljónum hjá Fiskmarkaðinum. Tap vegna Skelfiskmarkaðarins var hins vegar bókfært á samtals 152 milljónir króna í ársreikningum veitingastaðanna tveggja sem fóru með samtals 75 prósenta hlut í árslok 2017. Þegar 48 einstaklingar fengu matareitrun á Skelfiskmarkaðinum, sem var opnaður í ágúst 2018 eftir þriggja ára undirbúning, fór að halla undan fæti og var staðnum lokað í vor. Hrefna Sætran sagði í kjölfarið að salan hefði minnkað um helming eftir atvikið. Hrefna Sætran á helmingshlut í Fiskmarkaðinum á móti Ágústi Reynissyni. Fiskmarkaðurinn á síðan 60 prósenta hlut í Grillmarkaðinum á móti Guðlaugi Papkum Frímannssyni sem á 30 prósent. Eigið fé veitingastaðanna nemur samtals 491 milljón króna. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Boðar nýjan stað í rými Skelfiskmarkaðarins Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins á næstu mánuðum. 13. ágúst 2019 06:47 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Veitingastaðirnir Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, sem eru meðal annars í eigu matreiðslumeistarans Hrefnu Sætran, töpuðu samtals 109 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningum félaganna. Staðirnir högnuðust um 181 milljón á árinu 2017 og 235 milljónir árið 2016. Gjaldþrot Skelfiskmarkaðarins í vor hafði veruleg áhrif á afkomuna. Tekjur Grillmarkaðarins námu 836 milljónum króna og drógust saman um 4,5 prósent á milli ára en tekjur Fiskmarkaðarins námu 449 milljónum og drógust saman um 8 prósent. Þannig var áframhaldandi samdráttur hjá Fiskmarkaðinum en milli áranna 2016 og 2017 drógust tekjur hans saman um 10,6 prósent. Báðir staðirnir skiluðu rekstrarhagnaði. Hann nam 79 milljónum króna hjá Grillmarkaðinum og 14,8 milljónum hjá Fiskmarkaðinum. Tap vegna Skelfiskmarkaðarins var hins vegar bókfært á samtals 152 milljónir króna í ársreikningum veitingastaðanna tveggja sem fóru með samtals 75 prósenta hlut í árslok 2017. Þegar 48 einstaklingar fengu matareitrun á Skelfiskmarkaðinum, sem var opnaður í ágúst 2018 eftir þriggja ára undirbúning, fór að halla undan fæti og var staðnum lokað í vor. Hrefna Sætran sagði í kjölfarið að salan hefði minnkað um helming eftir atvikið. Hrefna Sætran á helmingshlut í Fiskmarkaðinum á móti Ágústi Reynissyni. Fiskmarkaðurinn á síðan 60 prósenta hlut í Grillmarkaðinum á móti Guðlaugi Papkum Frímannssyni sem á 30 prósent. Eigið fé veitingastaðanna nemur samtals 491 milljón króna.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Boðar nýjan stað í rými Skelfiskmarkaðarins Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins á næstu mánuðum. 13. ágúst 2019 06:47 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Boðar nýjan stað í rými Skelfiskmarkaðarins Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins á næstu mánuðum. 13. ágúst 2019 06:47
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31