Reglur um kaupauka hygla stóru viðskiptabönkunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 07:45 Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctice Finance. Arctica Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance telur ekki ástæðu til að takmarka kaupaukagreiðslur verðbréfafyrirtækja og viðskiptabanka með sama hætti. Fyrirhugað frumvarp um kaupaukagreiðslur gangi lengra en efni standi til. Þetta kemur fram í umsögn Arctica Finance um frumvarpsdrög sem byggja á Evróputilskipuninni MiFID2 og reglugerðinni MiFIR. Íslenska verðbréfafyrirtækið bendir á að frumvarpið feli í sér mun meiri takmarkanir á kaupaukagreiðslum en gert er ráð fyrir í tilskipuninni. Þannig heimili önnur Norðurlönd mun meira svigrúm við greiðslu kaupauka þó að reglurnar byggi á sömu tilskipun. Stjórnendur Arctica Finance segja jafnframt óeðlilegt að minni fjármálafyrirtæki lúti sömu reglum og kerfislega mikilvæg fyrirtæki. „Minni fjármálafyrirtæki eru ekki kerfislega mikilvæg og ljóst er að ríkið muni ekki hlaupa undir bagga með þeim ef að kreppir í efnahagslífinu og því útilokað að ríkissjóður eða almenningur verði fyrir beinum eða óbeinum kostnaði af kaupaukagreiðslum þeirra fyrirtækja,“ segir í umsögninni. Þá eigi smærri fjármálafyrirtæki undir högg að sækja í samkeppni við stóru viðskiptabankana sem hafa meira svigrúm til að koma til móts við launakröfur starfsmanna. „Kaupaukareglurnar eru sérstaklega íþyngjandi gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum sem eiga ekki kost á að halda grunnlaunum starfsmanna niðri en umbuna í stað starfsmönnum í takt við árangur fyrirtækisins.“ Fjármálaeftirlitið sektaði Arctica Finance um 72 milljónir árið 2017 vegna greiðslna sem verðbréfafyrirtækið innti af hendi til tiltekinna starfsmanna sinna á árunum 2012 til 2015. Héraðsdómur lækkaði stjórnvaldssektina úr 72 milljónum króna í 24 milljónir króna og þannig bar íslenska ríkinu að endurgreiða 48 milljónir króna með dráttarvöxtum. Arctica hafði krafist ógildingar á ákvörðuninni og áfrýjaði dómnum. – þfh Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance telur ekki ástæðu til að takmarka kaupaukagreiðslur verðbréfafyrirtækja og viðskiptabanka með sama hætti. Fyrirhugað frumvarp um kaupaukagreiðslur gangi lengra en efni standi til. Þetta kemur fram í umsögn Arctica Finance um frumvarpsdrög sem byggja á Evróputilskipuninni MiFID2 og reglugerðinni MiFIR. Íslenska verðbréfafyrirtækið bendir á að frumvarpið feli í sér mun meiri takmarkanir á kaupaukagreiðslum en gert er ráð fyrir í tilskipuninni. Þannig heimili önnur Norðurlönd mun meira svigrúm við greiðslu kaupauka þó að reglurnar byggi á sömu tilskipun. Stjórnendur Arctica Finance segja jafnframt óeðlilegt að minni fjármálafyrirtæki lúti sömu reglum og kerfislega mikilvæg fyrirtæki. „Minni fjármálafyrirtæki eru ekki kerfislega mikilvæg og ljóst er að ríkið muni ekki hlaupa undir bagga með þeim ef að kreppir í efnahagslífinu og því útilokað að ríkissjóður eða almenningur verði fyrir beinum eða óbeinum kostnaði af kaupaukagreiðslum þeirra fyrirtækja,“ segir í umsögninni. Þá eigi smærri fjármálafyrirtæki undir högg að sækja í samkeppni við stóru viðskiptabankana sem hafa meira svigrúm til að koma til móts við launakröfur starfsmanna. „Kaupaukareglurnar eru sérstaklega íþyngjandi gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum sem eiga ekki kost á að halda grunnlaunum starfsmanna niðri en umbuna í stað starfsmönnum í takt við árangur fyrirtækisins.“ Fjármálaeftirlitið sektaði Arctica Finance um 72 milljónir árið 2017 vegna greiðslna sem verðbréfafyrirtækið innti af hendi til tiltekinna starfsmanna sinna á árunum 2012 til 2015. Héraðsdómur lækkaði stjórnvaldssektina úr 72 milljónum króna í 24 milljónir króna og þannig bar íslenska ríkinu að endurgreiða 48 milljónir króna með dráttarvöxtum. Arctica hafði krafist ógildingar á ákvörðuninni og áfrýjaði dómnum. – þfh
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira