Mynd af endurteknum brotum birtist í ákæru Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2019 07:15 Málið, sem snýst um yfir 50 milljón króna fjársvik, skók samfélagið á Siglufirði á sínum tíma. Fréttablaðið/Vilhelm Magnús Stefán Jónasson, fyrrum forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar er í ákæru sakaður um fjárdrátt, peningaþvætti og umboðssvik þegar hann sat í stóli skrifstofustjóra Sparisjóðsins á Siglufirði. Upphæðirnar nema rúmlega fimmtíu milljónum króna þar sem hann á að hafa millifært fjármuni á eigin reikninga og vandamanna, svo sem son sinn, og veitt innistæðulaus lán til einstaklinga. Málið gegn honum verður tekið fyrir næstkomandi þriðjudag í héraðsdómi norðurlands eystra. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem fjöldi manna frá sérstökum saksóknara kom til Siglufjarðar og hóf húsleitir í bænum við rannsókn málsins. Málið komst upp fyrir slysni því eftir fyrirspurn frá sérstökum saksóknara í alls óskyldu máli kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt skrifstofustjórans. Í ákæru á hendur Magnúsi og fyrirtækinu Bási er varpað ljósi á hvernig hann vann að fjárdrættinum sem hófst árið 2010. Ákæran er yfirgripsmikil í tíu liðum. Fyrstu sjö kaflar ákærunnar fara ítarlega yfir meint brot Magnúsar í starfi þar sem hann er ákærður fyrir fjárdrátt og/eða umboðssvik.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari, rannsakaði brot MagnúsarÍ fyrstu köflum ákærunnar er ljósi beint að því hvernig Magnús á að hafa dregið verktakafyrirtækinu Bás ehf., samtals 48 milljónir króna með ýmsum gjörningum. Samkvæmt ákærunni millifærði hann fjármuni úr þrotabúi fyrirtækis og myndaði þar með skuld í því þrotabúi auk þess að millifæra beint af bókhaldslyklum sparisjóðsins. Í þriðja tölulið er Magnús ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér og öðrum velunnurum samtals tæpar fjórar milljónir króna með ólöglegum hætti. Til að mynda á Magnús að hafa stolið söluandvirði tveggja lyftara og fiskvinnsluvéla og búnaðar sem seld voru í gegnum sama einkahlutafélagið. Setti hann féð bæði inn á eigin reikninga sem og reikning sonar síns. Einnig millifærði hann gjöf til hestamannafélagsins á Siglufirði. Í fjórða til og með sjöunda kafla ákærunnar er Magnús svo ákærður fyrir að hafa stolið fé af öðrum fyrirtækjum og millifært fjármagn frá þeim yfir á reikninga í eigin eigu. Einnig á Magnús að hafa framið umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum sjóðsins í hættu. Á hann að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga. Hækkaði hann yfirdrátt fjögurra einstaklinga um 20 milljónir króna samanlagt og millifærði þá fjárhæð jafnharðan inn á reikning einkahlutafélags í bænum. Lánveitingin var afgreidd af Magnúsi án samþykkis lánanefndar sjóðsins. Lánveitingin hefur ekki fengist nema að hluta til endurgreidd. Þá hefur skiptum á þrotabúi einkahlutafélagsins verið lokið án þess að nokkuð hafi komið upp í lýstar kröfur í búið. Að endingu er svo Magnús ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við reiðufé og breytt í bankainnistæðu á eigin reikningum. Samtals eru það rúmar 10 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Magnús Stefán Jónasson, fyrrum forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar er í ákæru sakaður um fjárdrátt, peningaþvætti og umboðssvik þegar hann sat í stóli skrifstofustjóra Sparisjóðsins á Siglufirði. Upphæðirnar nema rúmlega fimmtíu milljónum króna þar sem hann á að hafa millifært fjármuni á eigin reikninga og vandamanna, svo sem son sinn, og veitt innistæðulaus lán til einstaklinga. Málið gegn honum verður tekið fyrir næstkomandi þriðjudag í héraðsdómi norðurlands eystra. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem fjöldi manna frá sérstökum saksóknara kom til Siglufjarðar og hóf húsleitir í bænum við rannsókn málsins. Málið komst upp fyrir slysni því eftir fyrirspurn frá sérstökum saksóknara í alls óskyldu máli kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt skrifstofustjórans. Í ákæru á hendur Magnúsi og fyrirtækinu Bási er varpað ljósi á hvernig hann vann að fjárdrættinum sem hófst árið 2010. Ákæran er yfirgripsmikil í tíu liðum. Fyrstu sjö kaflar ákærunnar fara ítarlega yfir meint brot Magnúsar í starfi þar sem hann er ákærður fyrir fjárdrátt og/eða umboðssvik.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari, rannsakaði brot MagnúsarÍ fyrstu köflum ákærunnar er ljósi beint að því hvernig Magnús á að hafa dregið verktakafyrirtækinu Bás ehf., samtals 48 milljónir króna með ýmsum gjörningum. Samkvæmt ákærunni millifærði hann fjármuni úr þrotabúi fyrirtækis og myndaði þar með skuld í því þrotabúi auk þess að millifæra beint af bókhaldslyklum sparisjóðsins. Í þriðja tölulið er Magnús ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér og öðrum velunnurum samtals tæpar fjórar milljónir króna með ólöglegum hætti. Til að mynda á Magnús að hafa stolið söluandvirði tveggja lyftara og fiskvinnsluvéla og búnaðar sem seld voru í gegnum sama einkahlutafélagið. Setti hann féð bæði inn á eigin reikninga sem og reikning sonar síns. Einnig millifærði hann gjöf til hestamannafélagsins á Siglufirði. Í fjórða til og með sjöunda kafla ákærunnar er Magnús svo ákærður fyrir að hafa stolið fé af öðrum fyrirtækjum og millifært fjármagn frá þeim yfir á reikninga í eigin eigu. Einnig á Magnús að hafa framið umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum sjóðsins í hættu. Á hann að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga. Hækkaði hann yfirdrátt fjögurra einstaklinga um 20 milljónir króna samanlagt og millifærði þá fjárhæð jafnharðan inn á reikning einkahlutafélags í bænum. Lánveitingin var afgreidd af Magnúsi án samþykkis lánanefndar sjóðsins. Lánveitingin hefur ekki fengist nema að hluta til endurgreidd. Þá hefur skiptum á þrotabúi einkahlutafélagsins verið lokið án þess að nokkuð hafi komið upp í lýstar kröfur í búið. Að endingu er svo Magnús ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við reiðufé og breytt í bankainnistæðu á eigin reikningum. Samtals eru það rúmar 10 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira