Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 07:54 Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims. Vísir/Getty Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. Talið er að félagið muni fara á hausinn takist ekki að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að hægt verði að gera einhvers konar samkomulag sem tryggi framtíð félagsins Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar undirbúið aðgerðir til þess að flytja breska strandaglópa heim, fari félagið á hausinn.Í frétt BBC er rætt við ferðalanga sem eru í ferð á vegum félagsins í Túnis og hafa hótelstarfsmenn að þeirra sögn neitað að skrá ferðalangana út af hótelinu, vegna ótta um að hótelið fá ekki greitt fyrir dvöl þeirra, fari félagið á hausinn. Talið er að 600 þúsund ferðalangar séu í ferðalögum á vegum félagsins, sem er elsta ferðaþjónustufyrirtæki Bretlands. Um 20 þúsund starfa fyrir félagið, þar af níu þúsund í Bretlandi. Bretland Tengdar fréttir Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. Talið er að félagið muni fara á hausinn takist ekki að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að hægt verði að gera einhvers konar samkomulag sem tryggi framtíð félagsins Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar undirbúið aðgerðir til þess að flytja breska strandaglópa heim, fari félagið á hausinn.Í frétt BBC er rætt við ferðalanga sem eru í ferð á vegum félagsins í Túnis og hafa hótelstarfsmenn að þeirra sögn neitað að skrá ferðalangana út af hótelinu, vegna ótta um að hótelið fá ekki greitt fyrir dvöl þeirra, fari félagið á hausinn. Talið er að 600 þúsund ferðalangar séu í ferðalögum á vegum félagsins, sem er elsta ferðaþjónustufyrirtæki Bretlands. Um 20 þúsund starfa fyrir félagið, þar af níu þúsund í Bretlandi.
Bretland Tengdar fréttir Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28