Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 20. september 2019 09:10 Ragnar Aðalsteinsson. Fréttablaðið/Stefán Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. „Umbjóðandi minn og aðrir voru hafðir í fangelsi, gæsluvarðhaldi og síðan í afplánun árum saman. Síðan sýknar Hæstiréttur þá, þar sem það liggur ekki fyrir að þeir hafi gerst sekir um það sem er borið á þá og þá eiga þeir samkvæmt lögum og stjórnarskrá rétt á bótum,“ segir Ragnar. Guðjón hefur krafist 1,3 milljarða í bætur eftir að Hæstiréttur sýknaði hann og aðra í málinu í fyrra. Bæturnar eru meðal annars vegna ólöglegrar frelsissviptingar og rangra dóma. Greinargerð ríkisins í málinu var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem sýknukrafan kemur fram og er þess einnig krafist að Guðjón borgi málskostnað.Sjá einnig: Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvikRagnar segir ríkisstjórnina hafa tekið þá afstöðu að reyna að koma í veg fyrir að þeir nái fram bótum með því að berjast upp á líf og dauða gegn réttindum þeirra fyrir dómstólum í ríkinu.Getur verið að bótakrafan hafi verið óraunhæf? „Hún er það að áliti ríkisins en bótakrafan styðst einungis við þann eina fordæmisdóm sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Þar vísaði Ragnar í dóm frá 1983 þar sem fjórir aðrir sem að málinu komu fengu bætur eftir að hafa setið saklausir í gæsluvarðhaldi. „Ekki eins lengi að vísu. Það voru 105 dagar en ekki mörg ár,“ segir Ragnar. „Ég sem lögmaður komst ekki hjá því að benda skjólstæðingi mínum á fordæmið og hvað áttum við að miða við annað?“ Ragnar segist ekki hafa átt von á þessari niðurstöðu og sagðist hafa orðið þess var að ríkið gengi lengra í vörnum sínum gegn borgurum en aðrir aðilar í samfélaginu og svífist einskis. „Ég hélt ekki að í þessu máli myndi ríkið ganga svo langt að krefjast sýknu og segja: „Þið eigið engan rétt á bótum. Þetta var allt ykkur að kenna. Þið beruð ábyrgð á þessu. Dómur Hæstaréttar í fyrra skiptir engu máli og við ætlum að rekja málið allt afturábak til 1974, 5 og sex og sanna sekt ykkar.“ „Það virðist vera það sem stefnt er að í þessu, þrátt fyrir sýknudóm Hæstaréttar. Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt.“ Ragnar sagði ríkisstjórn ekki geta mismunað borgurum og því eigi hann von á að svipaðir dómar falli í öðrum kröfumálum. Hann sagðist telja ríkið vera að reyna að tefja málið og reyna að koma í veg fyrir að „þetta fólk nái réttlæti innan sæmilegs tíma og er kannski að reyna að koma þessu langt inn í framtíðina og jafnvel í stjórnartíð næstu ríkisstjórnar. Þannig að þessi ríkisstjórn sé laus undan málinu.“ Ragnar sagðist sjá fram á langan málarekstur og það lægi fyrir þegar gagnaðili beiti öllum leiðum til að gera mál erfitt í stað þess að fara í kjarna þess. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Fer fram á milljarð í miskabætur fyrir Guðjón Skarphéðinsson Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur krafist milljarðs króna í misabætur fyrir skjólstæðing sinn. 12. maí 2019 13:31 Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. 22. ágúst 2019 17:20 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Finnst bæturnar ekki nógu háar Sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum í september í fyrra hafa enn ekki borist formleg tilboð um bótagreiðslur. 10. maí 2019 20:11 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. „Umbjóðandi minn og aðrir voru hafðir í fangelsi, gæsluvarðhaldi og síðan í afplánun árum saman. Síðan sýknar Hæstiréttur þá, þar sem það liggur ekki fyrir að þeir hafi gerst sekir um það sem er borið á þá og þá eiga þeir samkvæmt lögum og stjórnarskrá rétt á bótum,“ segir Ragnar. Guðjón hefur krafist 1,3 milljarða í bætur eftir að Hæstiréttur sýknaði hann og aðra í málinu í fyrra. Bæturnar eru meðal annars vegna ólöglegrar frelsissviptingar og rangra dóma. Greinargerð ríkisins í málinu var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem sýknukrafan kemur fram og er þess einnig krafist að Guðjón borgi málskostnað.Sjá einnig: Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvikRagnar segir ríkisstjórnina hafa tekið þá afstöðu að reyna að koma í veg fyrir að þeir nái fram bótum með því að berjast upp á líf og dauða gegn réttindum þeirra fyrir dómstólum í ríkinu.Getur verið að bótakrafan hafi verið óraunhæf? „Hún er það að áliti ríkisins en bótakrafan styðst einungis við þann eina fordæmisdóm sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Þar vísaði Ragnar í dóm frá 1983 þar sem fjórir aðrir sem að málinu komu fengu bætur eftir að hafa setið saklausir í gæsluvarðhaldi. „Ekki eins lengi að vísu. Það voru 105 dagar en ekki mörg ár,“ segir Ragnar. „Ég sem lögmaður komst ekki hjá því að benda skjólstæðingi mínum á fordæmið og hvað áttum við að miða við annað?“ Ragnar segist ekki hafa átt von á þessari niðurstöðu og sagðist hafa orðið þess var að ríkið gengi lengra í vörnum sínum gegn borgurum en aðrir aðilar í samfélaginu og svífist einskis. „Ég hélt ekki að í þessu máli myndi ríkið ganga svo langt að krefjast sýknu og segja: „Þið eigið engan rétt á bótum. Þetta var allt ykkur að kenna. Þið beruð ábyrgð á þessu. Dómur Hæstaréttar í fyrra skiptir engu máli og við ætlum að rekja málið allt afturábak til 1974, 5 og sex og sanna sekt ykkar.“ „Það virðist vera það sem stefnt er að í þessu, þrátt fyrir sýknudóm Hæstaréttar. Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt.“ Ragnar sagði ríkisstjórn ekki geta mismunað borgurum og því eigi hann von á að svipaðir dómar falli í öðrum kröfumálum. Hann sagðist telja ríkið vera að reyna að tefja málið og reyna að koma í veg fyrir að „þetta fólk nái réttlæti innan sæmilegs tíma og er kannski að reyna að koma þessu langt inn í framtíðina og jafnvel í stjórnartíð næstu ríkisstjórnar. Þannig að þessi ríkisstjórn sé laus undan málinu.“ Ragnar sagðist sjá fram á langan málarekstur og það lægi fyrir þegar gagnaðili beiti öllum leiðum til að gera mál erfitt í stað þess að fara í kjarna þess.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Fer fram á milljarð í miskabætur fyrir Guðjón Skarphéðinsson Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur krafist milljarðs króna í misabætur fyrir skjólstæðing sinn. 12. maí 2019 13:31 Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. 22. ágúst 2019 17:20 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Finnst bæturnar ekki nógu háar Sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum í september í fyrra hafa enn ekki borist formleg tilboð um bótagreiðslur. 10. maí 2019 20:11 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fer fram á milljarð í miskabætur fyrir Guðjón Skarphéðinsson Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur krafist milljarðs króna í misabætur fyrir skjólstæðing sinn. 12. maí 2019 13:31
Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. 22. ágúst 2019 17:20
Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Finnst bæturnar ekki nógu háar Sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum í september í fyrra hafa enn ekki borist formleg tilboð um bótagreiðslur. 10. maí 2019 20:11