Þúsundir kröfðust sjálfstæðis Skotlands í Edinborg Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 23:30 Skoskir fánar voru áberandi í göngunni í dag. Þar mátti líka sjá einstaka ESB-fána. AP Þúsundir manna komu saman á götum Edinborgar í Skotlandi fyrr í dag til að krefjast þess að Skotland lýsi yfir sjálfstæði. Nú þegar örfáar vikur eru að óbreyttu þar til að Bretland gengur úr Evrópusambandinu virðist sem að sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafi sett í næsta gír í baráttunni. Mótmælendur voru margir klæddir skotapilsi og gengu með skoska fánann. Sagði Peter Johnston, einn skipuleggjenda göngunnar í dag, að Skotland verði ávallt í aftursætinu hjá Stóra-Bretlandi. Landið myndi fyrst ná að blómstra almennilega sem sjálfstætt ríki.pic.twitter.com/CRQHIE9l0x — Derrick Farnell (@derrickfarnell) October 5, 2019Skipuleggjendur göngunnar segja að 200 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í dag, þó að lögregla hafi ekki endilega reiknað svo marga. Var gengið frá Holyrood Part og að The Meadows þar sem kröfufundur fór fram. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2014 greiddu 55 prósent Skota gegn því að lýsa yfir sjálfstæði. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skotlands, segir að fyrirhuguð útganga Bretlands úr ESB breyti hins vegar forsendunum, enda sé stuðningur við ESB-aðild mikill í Skotlandi. Hefur Sturgeon krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Sturgeon sagðist vera með mótmælendum „í anda“ og að ekki velkjast í nokkrum vafa. Sjálfstæði væri í nánd.Good luck to everyone marching for independence in Edinburgh later. I’m not able to be there in person today, but I will be with you in spirit. Have a great day. And be in no doubt - independence is coming. #indyref — Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 5, 2019 Bretland Skotland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Þúsundir manna komu saman á götum Edinborgar í Skotlandi fyrr í dag til að krefjast þess að Skotland lýsi yfir sjálfstæði. Nú þegar örfáar vikur eru að óbreyttu þar til að Bretland gengur úr Evrópusambandinu virðist sem að sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafi sett í næsta gír í baráttunni. Mótmælendur voru margir klæddir skotapilsi og gengu með skoska fánann. Sagði Peter Johnston, einn skipuleggjenda göngunnar í dag, að Skotland verði ávallt í aftursætinu hjá Stóra-Bretlandi. Landið myndi fyrst ná að blómstra almennilega sem sjálfstætt ríki.pic.twitter.com/CRQHIE9l0x — Derrick Farnell (@derrickfarnell) October 5, 2019Skipuleggjendur göngunnar segja að 200 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í dag, þó að lögregla hafi ekki endilega reiknað svo marga. Var gengið frá Holyrood Part og að The Meadows þar sem kröfufundur fór fram. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2014 greiddu 55 prósent Skota gegn því að lýsa yfir sjálfstæði. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skotlands, segir að fyrirhuguð útganga Bretlands úr ESB breyti hins vegar forsendunum, enda sé stuðningur við ESB-aðild mikill í Skotlandi. Hefur Sturgeon krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Sturgeon sagðist vera með mótmælendum „í anda“ og að ekki velkjast í nokkrum vafa. Sjálfstæði væri í nánd.Good luck to everyone marching for independence in Edinburgh later. I’m not able to be there in person today, but I will be with you in spirit. Have a great day. And be in no doubt - independence is coming. #indyref — Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 5, 2019
Bretland Skotland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira