Lítur athugasemdir umboðsmanns alvarlegum augum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 12:59 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Mennta- og menningarmálaráðuneytið uppfyllti ekki yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti í þremur málum sem umboðsmaður Alþingis hefur nýlega úrskurðað í. Þá hafa ítrekað orðið tafir á að ráðuneytið svari fyrirspurnum umboðsmanns. Mennta- og menningarmálaráðherra lítur athugasemdirnar alvarlegum augum.Úrskurðirnir þrír voru birtir á vef umboðsmanns í gær. Í einum úrskurðanna kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi ekki farið að lögum þegar kona sem gegndi stöðu prófessors við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi.Sjá einnig: Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á HólaAnnað málanna varðar kvörtun móður sem óskaði eftir úrlausn ráðuneytis á athugasemdum við stjórnsýslu grunnskóla sem vörðuðu skólagöngu barna hennar. Þriðja málið varðaði kvörtun yfir afgreiðslu ráðuneytisins á erindi manns sem hafði lýst því að hann væri ósáttur við ákveðin atriði við framkvæmd sveinsprófs í tiltekinni iðngrein. Í öllum tilfellunum kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem á því hvíla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist taka athugasemdir umboðsmanns alvarlega.Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.Fréttablaðið/GVA„Hér í ráðuneytinu erum við í almannaþjónustu og okkur ber að tryggja að öll mál fái rétta stjórnsýslulega meðferð og hér rækir fólk sínar skyldur af alúð. Réttur farvegur fyrir einstök mál er ekki endilega alltaf augljós og þess vegna erum við hér í ráðuneytinu þakklát umboðsmanni Alþingis fyrir þær leiðbeiningar sem okkur berast,“ segir Lilja. Um mitt árið 2018 upplýsti umboðsmaður Lilju um að ítrekað hefðu orðið tafir á að ráðuneytið svaraði fyrirspurnum hans. Þá hafi umboðsmanni einnig borist kvartanir og ábendingar um tafir á meðferð mála og ófullnægjandi svör frá ráðuneyti. Lilja segir að þegar hafi verið brugðist við. „Á tímabili var það mannekla og við höfum bætt það og þess vegna veit ég líka að við erum að sjá árangur vegna þessa og þetta eru eldri mál mörg sem hafa verið að koma hérna inn. En ég veit það líka að við höfum verið að ná árangri á síðustu mánuðum,“ segir Lilja. „En ég vil líka að við gerum enn betur og þess vegna erum við einmitt að, höfum við verið að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar.“ Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið uppfyllti ekki yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti í þremur málum sem umboðsmaður Alþingis hefur nýlega úrskurðað í. Þá hafa ítrekað orðið tafir á að ráðuneytið svari fyrirspurnum umboðsmanns. Mennta- og menningarmálaráðherra lítur athugasemdirnar alvarlegum augum.Úrskurðirnir þrír voru birtir á vef umboðsmanns í gær. Í einum úrskurðanna kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi ekki farið að lögum þegar kona sem gegndi stöðu prófessors við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi.Sjá einnig: Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á HólaAnnað málanna varðar kvörtun móður sem óskaði eftir úrlausn ráðuneytis á athugasemdum við stjórnsýslu grunnskóla sem vörðuðu skólagöngu barna hennar. Þriðja málið varðaði kvörtun yfir afgreiðslu ráðuneytisins á erindi manns sem hafði lýst því að hann væri ósáttur við ákveðin atriði við framkvæmd sveinsprófs í tiltekinni iðngrein. Í öllum tilfellunum kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem á því hvíla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist taka athugasemdir umboðsmanns alvarlega.Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.Fréttablaðið/GVA„Hér í ráðuneytinu erum við í almannaþjónustu og okkur ber að tryggja að öll mál fái rétta stjórnsýslulega meðferð og hér rækir fólk sínar skyldur af alúð. Réttur farvegur fyrir einstök mál er ekki endilega alltaf augljós og þess vegna erum við hér í ráðuneytinu þakklát umboðsmanni Alþingis fyrir þær leiðbeiningar sem okkur berast,“ segir Lilja. Um mitt árið 2018 upplýsti umboðsmaður Lilju um að ítrekað hefðu orðið tafir á að ráðuneytið svaraði fyrirspurnum hans. Þá hafi umboðsmanni einnig borist kvartanir og ábendingar um tafir á meðferð mála og ófullnægjandi svör frá ráðuneyti. Lilja segir að þegar hafi verið brugðist við. „Á tímabili var það mannekla og við höfum bætt það og þess vegna veit ég líka að við erum að sjá árangur vegna þessa og þetta eru eldri mál mörg sem hafa verið að koma hérna inn. En ég veit það líka að við höfum verið að ná árangri á síðustu mánuðum,“ segir Lilja. „En ég vil líka að við gerum enn betur og þess vegna erum við einmitt að, höfum við verið að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar.“
Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira