Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 14:40 Charlotte Charles og Tim Dunn, foreldrar Harry Dunn. AP/Manuel Balce Ceneta Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. Harry Dunn var á mótorhjóli sínu í ágúst þegar hann lenti í slysi og er hin bandaríska Anne Sacoolas sökuð um að hafa ekið á hann. Sacoolas mun vera kvænt starfsmanni einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna og eftir að lögregluþjónar ræddu við hana krafðist hún friðhelgi erindreka og ferðaðist til Bandaríkjanna. Yfirvöld Bretlands hafa síðan þá dregið í efa að Sacoolas geti í raun krafist friðhelgi og vilja fá hana aftur til Bretlands til yfirheyrslu, þó dregið sé í efa að það muni gerast. Þau Tim Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry, fóru á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í morgun, þar sem forsetinn tilkynnti þeim að Sacoolas væri í Hvíta húsinu og spurði hvort þau vildu hitta hana. Mark Stephens, lögmaður foreldranna, segir að Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafa verið á fundinum og hann hafi fengið þessa hugmynd. Stephens segir einnig að O‘Brien hafi viljað að fjölmiðlar næðu myndum af þeim í faðmlögum og búið hafi verið að undirbúa að hleypa þeim inn í herbergið. O‘Brien mun einnig hafa tilkynnt þeim að Sacoolas væri aldrei aftur að fara til Bretlands. Lögmaðurinn sakaði O‘Brien um að auka sorg foreldranna og þau hafi engan veginn verið undirbúin fyrir þetta óvænta tilboð. Tilboðið kom foreldrunum á óvart Lögmaður Sacoolas hefur sagt hana miður sín vegna atviksins og hefur áður sagt að hún væri tilbúin til að hitta fjölskyldu hans. Samkvæmt frétt BBC kom tilboðið foreldrunum verulega á óvart og neituðu þau að hitta Sacoolas. Þau segjast vilja hitta hana en það verði að vera í Bretlandi. Charlotte segist hafa sagt forsetanum að hann myndi taka sömu ákvörðun ef um son hans væri að ræða. „Hann tók þéttar um höndina á mér og sagði: Já, ég myndi gera það. Þá sagðist hann ætla að reyna að horfa á málið frá öðru sjónarhorni,“ hefur BBC eftir Charlotte. Hún segist vonast til þess að Trump hafi verið einlægur og hann muni gera það sem hann sagði. „Hann er við stjórnvölin hér en við stjórnum okkar eigin aðgerðum eins og við getum. Við viljum réttlæti fyrir Harry og við munum fara eins langt og við getum til að ná því fram,“ sagði hún. Tim hefur sömuleiðis sagst vera í þeirri trú að Trump hefi verið einlægur og hann trúi því að hann muni skoða málið og reyna að hjálpa þeim. Annar talsmaður fjölskyldunnar sagði Guardian að þau hafi fengið það á tilfinninguna að O‘Brien hefði stillt fundinum upp með þessum hætti með litlum fyrirvara. Hann hafi verið góður með sig og árásargjarn. Bandaríkin Bretland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. Harry Dunn var á mótorhjóli sínu í ágúst þegar hann lenti í slysi og er hin bandaríska Anne Sacoolas sökuð um að hafa ekið á hann. Sacoolas mun vera kvænt starfsmanni einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna og eftir að lögregluþjónar ræddu við hana krafðist hún friðhelgi erindreka og ferðaðist til Bandaríkjanna. Yfirvöld Bretlands hafa síðan þá dregið í efa að Sacoolas geti í raun krafist friðhelgi og vilja fá hana aftur til Bretlands til yfirheyrslu, þó dregið sé í efa að það muni gerast. Þau Tim Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry, fóru á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í morgun, þar sem forsetinn tilkynnti þeim að Sacoolas væri í Hvíta húsinu og spurði hvort þau vildu hitta hana. Mark Stephens, lögmaður foreldranna, segir að Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafa verið á fundinum og hann hafi fengið þessa hugmynd. Stephens segir einnig að O‘Brien hafi viljað að fjölmiðlar næðu myndum af þeim í faðmlögum og búið hafi verið að undirbúa að hleypa þeim inn í herbergið. O‘Brien mun einnig hafa tilkynnt þeim að Sacoolas væri aldrei aftur að fara til Bretlands. Lögmaðurinn sakaði O‘Brien um að auka sorg foreldranna og þau hafi engan veginn verið undirbúin fyrir þetta óvænta tilboð. Tilboðið kom foreldrunum á óvart Lögmaður Sacoolas hefur sagt hana miður sín vegna atviksins og hefur áður sagt að hún væri tilbúin til að hitta fjölskyldu hans. Samkvæmt frétt BBC kom tilboðið foreldrunum verulega á óvart og neituðu þau að hitta Sacoolas. Þau segjast vilja hitta hana en það verði að vera í Bretlandi. Charlotte segist hafa sagt forsetanum að hann myndi taka sömu ákvörðun ef um son hans væri að ræða. „Hann tók þéttar um höndina á mér og sagði: Já, ég myndi gera það. Þá sagðist hann ætla að reyna að horfa á málið frá öðru sjónarhorni,“ hefur BBC eftir Charlotte. Hún segist vonast til þess að Trump hafi verið einlægur og hann muni gera það sem hann sagði. „Hann er við stjórnvölin hér en við stjórnum okkar eigin aðgerðum eins og við getum. Við viljum réttlæti fyrir Harry og við munum fara eins langt og við getum til að ná því fram,“ sagði hún. Tim hefur sömuleiðis sagst vera í þeirri trú að Trump hefi verið einlægur og hann trúi því að hann muni skoða málið og reyna að hjálpa þeim. Annar talsmaður fjölskyldunnar sagði Guardian að þau hafi fengið það á tilfinninguna að O‘Brien hefði stillt fundinum upp með þessum hætti með litlum fyrirvara. Hann hafi verið góður með sig og árásargjarn.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira