Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2019 11:01 Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi í síðasta mánuði, hugnaðist ekki umsvif persónulegs lögmanns Trump í Úkraínu og líkti honum við handsprengju. Vísir/EPA Tilraunir trúnaðarmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans fengu svo á þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans að hann bað aðstoðarmann um að gera lögfræðingi Hvíta hússins viðvart. Ráðgjafinn sagðist ekki vilja taka þátt í „dópviðskiptum“ annarra ráðgjafa Trump varðandi Úkraínu. Þetta er á meðal þess sem kom fram í framburði Fionu Hill, fyrrverandi ráðgjafa Trump forseta um Rússland og Evrópu, fyrir luktum dyrum hjá þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar möguleg embættisbrot forsetans í gær. Hill lét af störfum í júlí, nokkrum dögum fyrir símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu sem hratt rannsókninni af stað. Í símtalinu þrýsti Trump ítrekað á Zelenskíj að láta rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda hans í forsetakosningum næsta árs. Trump og bandamenn hans hafa sakað Biden um spillingu í Úkraínu án nokkurra sannana. Símtalið var hluti af þrýstingsherferð Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, til að fá Úkraínumenn til að rannsaka Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.Bað um að samtalið yrði tilkynnt lögfræðingi Hvíta hússins og þjóðaröryggisráðsinsNew York Times segir að Hill hafi meðal annars sagt þingnefndinni frá uppákomu á fundi í Hvíta húsinu 10. júlí sem John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna vegna átakanna í Austur-Úkraínu, Rick Perry, orkumálaráðherra, og tveir úkraínskir embættismenn voru viðstaddir. Sondland og Volker unnu með Giuliani að því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld um rannsókn á Biden. Fundurinn snerist um tæknilega aðstoð Bandaríkjastjórnar við þjóðaröryggisráð Úkraínu. Embættismennirnir úkraínsku eru sagðir hafa falast eftir fundi á milli Trump og Zelenskíj. Sondland hafi þá sagt að samkomulag lægi fyrir við Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að fundurinn yrði að veruleika ef Úkraína hæfi rannsóknina á Biden sem það sóttist eftir. Við það sagði Hill að Bolton hefði bundið skyndilega enda á fundinn. Bolton hafi skipað Hill að hlusta á hvað Sondland og úkraínsku embættismennirnir ræddu um eftir að þeir fóru af skrifstofu hans. Hún segir að Sondland hafi þá verið að ræða við Úkraínumennina um olíufyrirtækið Burisma en sonur Joe Biden sat í stjórn þess. Þegar Hill hafi reynt að fá Sondland til að binda enda á samtalið hafi hann minnst á Giuliani. Eftir að Hill gerði Bolton grein fyrir því hvað hafði gerst skipaði hann henni að tilkynna John A. Eisenberg, lögfræðingi þjóðaröryggisráðsins, um það. „Ég er ekki hluti af þessum dópviðskiptum sem Sondland og Mulvaney eru að sjóða saman,“ á Bolton að hafa sagt Hill í óeiginlegri merkingu. Ekki liggur fyrir hvað Eisenberg gerði með kvörtun Hill en hann sagði henni að hann þyrfti að bera hana undir yfirmann sinn, Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins. Þegar uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelenskíj komust Eisenberg og innri endurskoðandi leyniþjónustunnar að þeirri niðurstöðu að kvörtunin væri trúverðug. Bolton hætti í nokkru fússi sem þjóðaröryggisráðgjafi 10. september. Honum og Trump ber ekki saman um hvort hann sagði af sér eða var rekinn.Hill var yfir málefnum Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráðinu frá árinu 2017 þar til í sumar. Hún skrifaði meðal annars gagnrýna ævisögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.AP/Manuel Balce CenetaLíkti Giuliani við handsprengju Áður en fundurinn með Bolton og Sondland átti sér stað heldur Hill því fram að Bolton hafi verið ósáttur við skuggautanríkisstefnuna sem Giuliani virðist hafa rekið fyrir hönd Trump. Bolton hafi þannig lýst Giuliani sem „handsprengju“ sem ætti eftir að sprengja alla í loft upp. Sjálf sagðist Hill hafa verið andvíg því að Trump ræddi við Zelenskíj í síma því hún skildi ekki tilganginn. Formlega tilefnið sem Hvíta húsið gaf upp fyrir símtalinu hafi verið að Trump ætlaði að óska úkraínska forsetanum til hamingju með að hafa náð kjöri skömmu áður. Trump hafði þó þegar gert það í fyrra símtali í apríl. Hill var ekki sagt að Trump ætlaði að þrýsta á um rannsóknina á Biden eða að hann ætlaði að stöðva hernaðaraðstoð við Úkraínu. Hill bar vitni þrátt fyrir að Hvíta húsið hefði gefið það út að það myndi ekki vinna með rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump á nokkurn hátt. Hún er fyrsti starfsmaður Hvíta hússins sem ber vitni. Sondland á að koma fyrir þingnefndina á fimmtudag. Búist er við því að hann segi þar að hann viti ekki hvort það sé satt sem Trump hefur fullyrt að engin „kaup kaups“ hafi átt sér stað í samskiptum hans við Úkraínu. Volker, fyrrverandi sendifulltrúinn í Úkraínu sem sagði skyndilega af sér á dögunum, afhenti nefndinni textaskilaboð sem fóru á milli hans, Sondland, Bill Taylor, þá æðsta embættismanns Bandaríkjanna í sendiráðinu í Kænugarði, og nánasta ráðgjafa Zelenskíj forseta. Í skilaboðunum kom fram að bandarísku erindrekarnir virtust ganga út frá því að fundurinn sem Úkraínumenn vildu með Trump væri skilyrtur við að þeir rannsökuðu Biden. Taylor virðist einnig hafa talið að ákvörðun Trump um að stöðva hernaðaraðstoð við Úkraínu skömmu fyrir símtal þeirra Zelenskíj hafi tengst kröfu hans um rannsóknina. Tveir samverkamenn Giuliani sem aðstoðuðu hann við að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld voru handteknir í síðustu viku, grunaðir um að þvætta fé sem erlendir aðilar gáfu til Repúblikanaflokksins og aðgerðanefndar sem styður Trump forseta. Giuliani er einnig sagður til rannsóknar vegna umsvifa hans í Úkraínu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Tilraunir trúnaðarmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans fengu svo á þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans að hann bað aðstoðarmann um að gera lögfræðingi Hvíta hússins viðvart. Ráðgjafinn sagðist ekki vilja taka þátt í „dópviðskiptum“ annarra ráðgjafa Trump varðandi Úkraínu. Þetta er á meðal þess sem kom fram í framburði Fionu Hill, fyrrverandi ráðgjafa Trump forseta um Rússland og Evrópu, fyrir luktum dyrum hjá þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar möguleg embættisbrot forsetans í gær. Hill lét af störfum í júlí, nokkrum dögum fyrir símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu sem hratt rannsókninni af stað. Í símtalinu þrýsti Trump ítrekað á Zelenskíj að láta rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda hans í forsetakosningum næsta árs. Trump og bandamenn hans hafa sakað Biden um spillingu í Úkraínu án nokkurra sannana. Símtalið var hluti af þrýstingsherferð Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, til að fá Úkraínumenn til að rannsaka Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.Bað um að samtalið yrði tilkynnt lögfræðingi Hvíta hússins og þjóðaröryggisráðsinsNew York Times segir að Hill hafi meðal annars sagt þingnefndinni frá uppákomu á fundi í Hvíta húsinu 10. júlí sem John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna vegna átakanna í Austur-Úkraínu, Rick Perry, orkumálaráðherra, og tveir úkraínskir embættismenn voru viðstaddir. Sondland og Volker unnu með Giuliani að því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld um rannsókn á Biden. Fundurinn snerist um tæknilega aðstoð Bandaríkjastjórnar við þjóðaröryggisráð Úkraínu. Embættismennirnir úkraínsku eru sagðir hafa falast eftir fundi á milli Trump og Zelenskíj. Sondland hafi þá sagt að samkomulag lægi fyrir við Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að fundurinn yrði að veruleika ef Úkraína hæfi rannsóknina á Biden sem það sóttist eftir. Við það sagði Hill að Bolton hefði bundið skyndilega enda á fundinn. Bolton hafi skipað Hill að hlusta á hvað Sondland og úkraínsku embættismennirnir ræddu um eftir að þeir fóru af skrifstofu hans. Hún segir að Sondland hafi þá verið að ræða við Úkraínumennina um olíufyrirtækið Burisma en sonur Joe Biden sat í stjórn þess. Þegar Hill hafi reynt að fá Sondland til að binda enda á samtalið hafi hann minnst á Giuliani. Eftir að Hill gerði Bolton grein fyrir því hvað hafði gerst skipaði hann henni að tilkynna John A. Eisenberg, lögfræðingi þjóðaröryggisráðsins, um það. „Ég er ekki hluti af þessum dópviðskiptum sem Sondland og Mulvaney eru að sjóða saman,“ á Bolton að hafa sagt Hill í óeiginlegri merkingu. Ekki liggur fyrir hvað Eisenberg gerði með kvörtun Hill en hann sagði henni að hann þyrfti að bera hana undir yfirmann sinn, Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins. Þegar uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelenskíj komust Eisenberg og innri endurskoðandi leyniþjónustunnar að þeirri niðurstöðu að kvörtunin væri trúverðug. Bolton hætti í nokkru fússi sem þjóðaröryggisráðgjafi 10. september. Honum og Trump ber ekki saman um hvort hann sagði af sér eða var rekinn.Hill var yfir málefnum Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráðinu frá árinu 2017 þar til í sumar. Hún skrifaði meðal annars gagnrýna ævisögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.AP/Manuel Balce CenetaLíkti Giuliani við handsprengju Áður en fundurinn með Bolton og Sondland átti sér stað heldur Hill því fram að Bolton hafi verið ósáttur við skuggautanríkisstefnuna sem Giuliani virðist hafa rekið fyrir hönd Trump. Bolton hafi þannig lýst Giuliani sem „handsprengju“ sem ætti eftir að sprengja alla í loft upp. Sjálf sagðist Hill hafa verið andvíg því að Trump ræddi við Zelenskíj í síma því hún skildi ekki tilganginn. Formlega tilefnið sem Hvíta húsið gaf upp fyrir símtalinu hafi verið að Trump ætlaði að óska úkraínska forsetanum til hamingju með að hafa náð kjöri skömmu áður. Trump hafði þó þegar gert það í fyrra símtali í apríl. Hill var ekki sagt að Trump ætlaði að þrýsta á um rannsóknina á Biden eða að hann ætlaði að stöðva hernaðaraðstoð við Úkraínu. Hill bar vitni þrátt fyrir að Hvíta húsið hefði gefið það út að það myndi ekki vinna með rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump á nokkurn hátt. Hún er fyrsti starfsmaður Hvíta hússins sem ber vitni. Sondland á að koma fyrir þingnefndina á fimmtudag. Búist er við því að hann segi þar að hann viti ekki hvort það sé satt sem Trump hefur fullyrt að engin „kaup kaups“ hafi átt sér stað í samskiptum hans við Úkraínu. Volker, fyrrverandi sendifulltrúinn í Úkraínu sem sagði skyndilega af sér á dögunum, afhenti nefndinni textaskilaboð sem fóru á milli hans, Sondland, Bill Taylor, þá æðsta embættismanns Bandaríkjanna í sendiráðinu í Kænugarði, og nánasta ráðgjafa Zelenskíj forseta. Í skilaboðunum kom fram að bandarísku erindrekarnir virtust ganga út frá því að fundurinn sem Úkraínumenn vildu með Trump væri skilyrtur við að þeir rannsökuðu Biden. Taylor virðist einnig hafa talið að ákvörðun Trump um að stöðva hernaðaraðstoð við Úkraínu skömmu fyrir símtal þeirra Zelenskíj hafi tengst kröfu hans um rannsóknina. Tveir samverkamenn Giuliani sem aðstoðuðu hann við að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld voru handteknir í síðustu viku, grunaðir um að þvætta fé sem erlendir aðilar gáfu til Repúblikanaflokksins og aðgerðanefndar sem styður Trump forseta. Giuliani er einnig sagður til rannsóknar vegna umsvifa hans í Úkraínu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30
Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46
Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15