Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2019 18:01 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið áminnti Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, ekki vegna samskipta hans við rithöfund og fjölmiðlamann meðal annars vegna þess að Haraldur gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði að hann myndi gæta orðnotkunar sinnar. Ríkislögreglustjóri sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Björn Jón Bragason, rithöfundur, og Sigurður Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfa sem Haraldur sendi þeim á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins í kjölfar umfjöllunar þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins. Sakaði Haraldur þá um ólögmæta meingerð með umfjölluninni. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Leit ásakanir Haraldar alvarlegum augum Haraldur var beðinn um skýringar á því í hverju meint ólögmæt meingerð Björns Jóns og Sigurðar hefði falist. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að svo virðist sem að ríkislögreglustjóri hafi misskilið ákvæði laga. Haraldur bar því við að hann hefði talað fyrir hönd embættisins en réttarverndin sem hann vísaði til nær aðeins til einstaklinga. „[L]ítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að ríkislögreglustjóri skuli senda borgurunum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir því að embættið setji fram slíkar athugasemdir,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Ráðuneytið ákvað hins vegar að áminna Harald ekki í ljósi skýringa sem hann gaf og meðalhófsreglunnar. „Var það mat m.a. byggt á því að hann gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði það til framtíðar að hann myndi gæta að orðanotkun í málum sem þessum,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið áminnti Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, ekki vegna samskipta hans við rithöfund og fjölmiðlamann meðal annars vegna þess að Haraldur gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði að hann myndi gæta orðnotkunar sinnar. Ríkislögreglustjóri sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Björn Jón Bragason, rithöfundur, og Sigurður Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfa sem Haraldur sendi þeim á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins í kjölfar umfjöllunar þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins. Sakaði Haraldur þá um ólögmæta meingerð með umfjölluninni. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Leit ásakanir Haraldar alvarlegum augum Haraldur var beðinn um skýringar á því í hverju meint ólögmæt meingerð Björns Jóns og Sigurðar hefði falist. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að svo virðist sem að ríkislögreglustjóri hafi misskilið ákvæði laga. Haraldur bar því við að hann hefði talað fyrir hönd embættisins en réttarverndin sem hann vísaði til nær aðeins til einstaklinga. „[L]ítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að ríkislögreglustjóri skuli senda borgurunum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir því að embættið setji fram slíkar athugasemdir,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Ráðuneytið ákvað hins vegar að áminna Harald ekki í ljósi skýringa sem hann gaf og meðalhófsreglunnar. „Var það mat m.a. byggt á því að hann gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði það til framtíðar að hann myndi gæta að orðanotkun í málum sem þessum,“ segir í bréfi ráðuneytisins.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26